Samþykktu að svipta stóriðju fríum losunarheimildum fyrir 2032 Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2022 14:46 Álver Alcoa í Reyðarfirði er stærsti losandinn á Íslandi sem heyrir undir viðskptakerfi ESB með losunarheimildir. Öll fyrirtækin sem heyra undir það á Íslandi þurftu að kaupa sér heimildir umfram þær sem þau fengu úthlutað í fyrra. Vísir/Arnar Evrópuþingið samþykkti stórtækar breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir í dag. Stóriðjufyrirtæki hætta að fá ókeypis losunarheimildir fyrir árið 2032 en í staðinn verður tekinn upp kolefnisskattur á innflutt stál, sement og fleiri vörur. Breytingarnar voru umdeilda. Evrópuþingið hafnaði frumvarpi um breytingar á viðskiptakerfinu (ETS) fyrr í þessum mánuði. Þingmenn voru ekki á einu máli um hversu hratt ætti að hætta að útdeilda ókeypis losunarheimildum í ljósi hækkandi orkuverðs og verðbólgu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með breytingunum verður þak á losunarheimildir lækkað um 4,4% frá 2024, 4,5% frá 2026 og 4,6% frá 2029. Til viðbótar verða sjötíu milljónir losunarheimilda fjarlægðar árið 2024 og fimmtíu milljónir árið 2026 til þess að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðin er liður á loftslagsmarkmiði Evrópusambandsins um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ársins 1990 fyrir árið 2030. Íslensk stjórnvöld hafa sagst ætla að taka þátt í markmiðinu en hlutdeild Íslands liggur enn ekki fyrir. Íslensk stóriðjufyrirtæki eru þátttakendur í viðskiptakerfinu með losunarheimildir. Fyrirtæki hafa fengið úthlutað losunarheimildum endurgjaldslaust upp að einhverju marki. Hugmyndin með viðskiptakerfinu er að þeim heimildum fari fækkandi með tímanum og fyrirtækin þurfi þá annað hvort að draga úr losun sinni eða greiða síhækkandi verð fyrir heimildirnar. Gagnrýnendur kerfisins telja að fríu losunarheimildirnar hafi grafið undan hvata fyrirtækja til þess að draga úr losun sinni. Evrópuþingið útvatnaði aftur á móti tillögur um að losun bygginga og samgangna heyrði undir viðskiptakerfið. Aftur á móti studdi það að láta alla losun alþjóðlegra skipasiglinga til og frá aðildarríkjunum falla undir kerfið frá 2027. Framkvæmdastjórn ESB hafði lagt til að helmingur losunarinnar yrði felldur undir kerfið. Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3. júní 2022 12:25 Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Breytingarnar voru umdeilda. Evrópuþingið hafnaði frumvarpi um breytingar á viðskiptakerfinu (ETS) fyrr í þessum mánuði. Þingmenn voru ekki á einu máli um hversu hratt ætti að hætta að útdeilda ókeypis losunarheimildum í ljósi hækkandi orkuverðs og verðbólgu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með breytingunum verður þak á losunarheimildir lækkað um 4,4% frá 2024, 4,5% frá 2026 og 4,6% frá 2029. Til viðbótar verða sjötíu milljónir losunarheimilda fjarlægðar árið 2024 og fimmtíu milljónir árið 2026 til þess að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðin er liður á loftslagsmarkmiði Evrópusambandsins um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ársins 1990 fyrir árið 2030. Íslensk stjórnvöld hafa sagst ætla að taka þátt í markmiðinu en hlutdeild Íslands liggur enn ekki fyrir. Íslensk stóriðjufyrirtæki eru þátttakendur í viðskiptakerfinu með losunarheimildir. Fyrirtæki hafa fengið úthlutað losunarheimildum endurgjaldslaust upp að einhverju marki. Hugmyndin með viðskiptakerfinu er að þeim heimildum fari fækkandi með tímanum og fyrirtækin þurfi þá annað hvort að draga úr losun sinni eða greiða síhækkandi verð fyrir heimildirnar. Gagnrýnendur kerfisins telja að fríu losunarheimildirnar hafi grafið undan hvata fyrirtækja til þess að draga úr losun sinni. Evrópuþingið útvatnaði aftur á móti tillögur um að losun bygginga og samgangna heyrði undir viðskiptakerfið. Aftur á móti studdi það að láta alla losun alþjóðlegra skipasiglinga til og frá aðildarríkjunum falla undir kerfið frá 2027. Framkvæmdastjórn ESB hafði lagt til að helmingur losunarinnar yrði felldur undir kerfið.
Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3. júní 2022 12:25 Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3. júní 2022 12:25
Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52