Ryan Giggs hættur sem landsliðsþjálfari Wales Atli Arason skrifar 20. júní 2022 21:00 Ryan Giggs fyrir utan réttarsalinn í Manchester í maí síðastliðnum. Christopher Furlong/Getty Images Ryan Giggs hefur formlega hætt störfum sem landsliðsþjálfari Wales en Giggs óttast að trufla undirbúning velska landsliðsins fyrir HM í Katar. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur verið í launalausu leyfi sem landsliðsþjálfari frá því í nóvember 2020 eftir að hann var handtekinn vegna ásakana um ofbeldisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Giggs hefur ávallt neitað sök. Robert Page, tók tímabundið við sem landsliðsþjálfari. Bráðabirgðastjórinn Page gerði sér lítið fyrir og tryggði Wales sæti á sitt fyrsta heimsmeistaramót síðan 1958. Giggs er á leið í réttarsalinn þar sem hann segist ætla að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann. Giggs vill ekki hafa truflandi áhrif á velska landsliðið og því ákvað hann sjálfur að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Velska landsliðið er á leiðinni á HM í KatarGetty Images „Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að segja starfi mínu sem landsliðsþjálfari lausu og mun uppsögnin taka gildi strax í dag,“ sagði Giggs í yfirlýsingu sem hann sendi á breska fjölmiðla. „Það hefur verið heiður að stýra þjóð minni en það er ekkert nema sanngjarnt gagnvart knattspyrnusambandinu, þjálfurum og leikmönnum að liðið fái að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið án stanslausum vangaveltum um hver muni stýra liðinu á mótinu,“ bætti Giggs við. „Mín markmið eru að halda áfram þjálfarastörfum seinna meir en ég hlakka til þess að fylgjast með landsliði Wales úr stúkunni á HM,“ sagði fyrrum landsliðsþjálfari Wales, Ryan Giggs. Hægt er að lesa yfirlýsingu Giggs á vef Guardian. Knattspyrnusamband Wales þakkaði Giggs fyrir vel unnin störf í tilkynningu sem kom fljótlega í kjölfar yfirlýsingar Giggs. HM 2022 í Katar Wales Mál Ryan Giggs Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur verið í launalausu leyfi sem landsliðsþjálfari frá því í nóvember 2020 eftir að hann var handtekinn vegna ásakana um ofbeldisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Giggs hefur ávallt neitað sök. Robert Page, tók tímabundið við sem landsliðsþjálfari. Bráðabirgðastjórinn Page gerði sér lítið fyrir og tryggði Wales sæti á sitt fyrsta heimsmeistaramót síðan 1958. Giggs er á leið í réttarsalinn þar sem hann segist ætla að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann. Giggs vill ekki hafa truflandi áhrif á velska landsliðið og því ákvað hann sjálfur að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Velska landsliðið er á leiðinni á HM í KatarGetty Images „Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að segja starfi mínu sem landsliðsþjálfari lausu og mun uppsögnin taka gildi strax í dag,“ sagði Giggs í yfirlýsingu sem hann sendi á breska fjölmiðla. „Það hefur verið heiður að stýra þjóð minni en það er ekkert nema sanngjarnt gagnvart knattspyrnusambandinu, þjálfurum og leikmönnum að liðið fái að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið án stanslausum vangaveltum um hver muni stýra liðinu á mótinu,“ bætti Giggs við. „Mín markmið eru að halda áfram þjálfarastörfum seinna meir en ég hlakka til þess að fylgjast með landsliði Wales úr stúkunni á HM,“ sagði fyrrum landsliðsþjálfari Wales, Ryan Giggs. Hægt er að lesa yfirlýsingu Giggs á vef Guardian. Knattspyrnusamband Wales þakkaði Giggs fyrir vel unnin störf í tilkynningu sem kom fljótlega í kjölfar yfirlýsingar Giggs.
HM 2022 í Katar Wales Mál Ryan Giggs Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira