Vaktin: Segir Rússa halda Afríku í gíslingu Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 20. júní 2022 08:23 Vólódímír Selenskí ávarpaði Afríkusambandið í dag. Hann segir hækkandi matvælaverði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu halda Afríku í gíslingu Rússa. UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SER/EPA Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist eiga von á því að Rússar muni auka árásir sínar á Úkraínu og jafnvel önnur Evrópulönd í vikunni, í kjölfar ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að mæla með því að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um leiðir til að greiða fyrir útflutningi milljóna tonna af kornvöru sem sitja föst í birgðageymslum í Úkraínu. Til skoðunar er að tryggja sjóflutninga frá landinu gegn afléttingu afmarkaðra viðskiptaþvingana gegn Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í nokkur ár og að átökin muni krefjast áframhaldandi stuðnings Nató og annarra bandamanna við Úkraínumenn. Rannsóknarteymi á vegum New York Times hefur greint fleiri en 2.000 skotfæri notuð af Rússum en bróðurpartur þeirra var „ónákvæmur“, það er að segja það var ómögulegt að segja til um hvar þau myndu lenda. Þá reyndust 210 vopn vera bönnuð samkvæmt ýmsum sáttmálum. Stjórnvöld í Þýskalandi hyggjast draga úr notkun gass til raforkuframleiðslu en reiða sig þess í stað í auknum mæli á kolaknúin orkuver. Sama er uppi á teningnum í Austurríki. Innflutningur Kínverja á olíu frá Rússlandi hefur aukist um 55 prósent frá fyrra ári og Rússar eru nú stærsti útflutningsaðili olíu til Kína. Kínverjar keyptu áður stærstan hluta olíu sinnar frá Sádi Arabíu.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um leiðir til að greiða fyrir útflutningi milljóna tonna af kornvöru sem sitja föst í birgðageymslum í Úkraínu. Til skoðunar er að tryggja sjóflutninga frá landinu gegn afléttingu afmarkaðra viðskiptaþvingana gegn Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur varað við því að stríðið í Úkraínu kunni að vara í nokkur ár og að átökin muni krefjast áframhaldandi stuðnings Nató og annarra bandamanna við Úkraínumenn. Rannsóknarteymi á vegum New York Times hefur greint fleiri en 2.000 skotfæri notuð af Rússum en bróðurpartur þeirra var „ónákvæmur“, það er að segja það var ómögulegt að segja til um hvar þau myndu lenda. Þá reyndust 210 vopn vera bönnuð samkvæmt ýmsum sáttmálum. Stjórnvöld í Þýskalandi hyggjast draga úr notkun gass til raforkuframleiðslu en reiða sig þess í stað í auknum mæli á kolaknúin orkuver. Sama er uppi á teningnum í Austurríki. Innflutningur Kínverja á olíu frá Rússlandi hefur aukist um 55 prósent frá fyrra ári og Rússar eru nú stærsti útflutningsaðili olíu til Kína. Kínverjar keyptu áður stærstan hluta olíu sinnar frá Sádi Arabíu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira