Lightyear: Þvingaður Bósi í röngum skóm Heiðar Sumarliðason skrifar 20. júní 2022 08:46 Bósi og félagar. Peningamaskínan þarf að rúlla hjá Pixar, því datt einhverjum í hug að gera kvikmynd eingöngu um Bósa Ljósár. Þá ekki þann Bósa Ljósár sem birtist okkur í Toy Story myndunum, heldur einhvern ímyndaðan Bósa sem leikfangið sjálft á að vera byggt á. Orðin ringluð? Þegar fyrsta Toy Story myndin fór í framleiðslu var ákveðið að leikfangið Bósi Ljósár ætti að vera hetja úr eftirlætis kvikmynd Andys, eiganda leikfanganna. Fjórum Toy Story myndum síðar fór fólk hjá Pixar að velta fyrir sér hvernig hægt væri að mjólka meira fé úr Toy Story bálknum, þar datt einhverjum í hug að taka þessa ímynduðu kvikmynd sem Bósi á að hafa birst í og gera hana að raunverulegri kvikmynd. Þetta virkar á yfirborðinu sem ágætis hugmynd og settist ég niður í Kringlubíói og vænti þess að geta gleymt mér næstu tvo tímana yfir skemmtilegu geimævintýri. Myndin hefst á því að geimflaug Bósa, sem flytur töluverðan fjölda fólks, stöðvar för sína á ókunnri plánetu til að rannsaka eitthvað sem fangaði athygli stýrikerfis flaugarinnar. Ekki vill betur til en að allt fer úrskeiðis og Bósi og allir farþegarnir enda sem strandaglópar. Bósi kennir sjálfum sér um og reynir hvað hann getur til að finna leið til að koma geimflauginni í flughæft ástand. Í tilraunum sínum til ná settu marki þarf hann að ferðast það hratt að hægist á tímanum í kringum hann, á meðan tíminn á plánetunni líður á eðlilegan máta. Þetta þýðir að samferðarfólk hans verður gamalt á meðan hann eldist ekki neitt. Sóaðir tveir tímar Þegar u.þ.b. tuttugu mínútur voru liðnar var ég farinn að velta því fyrir mér hvenær það kæmi að því að ég gleymdi mér. Áður en ég vissi af var komið hlé og myndin ekki enn búin að ná mér. Hausinn á mér var strax farinn að renna yfir það sem nú þegar var komið, að reyna að sortera það sem ég var búinn að sjá, í leit að svörum um hvers vegna mér hreinlega, já ég verð bara að segja það, mér hreinlega leiddist. Leikfangið og fyrirmyndin, eða öfugt. Fer eftir því hvernig á það er litið. Þetta er tilfinning sem ég hafði aldrei upplifað við áhorf á neina af Toy Story myndunum, ekki að ég hafi haft einhverjar væntingar um hverslags kvikmynd Lightyear ætti að vera út frá þeim. Ég gerði mér fyllilega grein fyrir því að hún væri öðruvísi kvikmynd, sem lyti eigin lögmálum. Þegar myndin var loks búin leið mér líkt og ég hefði sóað þessum tveimur tímum. Hvað fór úrskeiðis? Bósi er ekki aðalpersóna Grunngallinn í Lightyear er aðalpersónan. Hjartað, sálin og dýptin í Toy Story var alltaf persóna kúrekans Vidda. Bósi Ljósár var hins vegar einvíður og hluti af persónugalleríi sem kemur af stað breytingu og þroska í vitund aðalpersónunnar Vidda. Þetta er eitthvað sem afleggjarar á borð við Lightyear þurfa oft að fást við, þegar gera á heila kvikmynd um persónu sem ekki hefur dramatúrgísk einkenni söguhetju, enda hönnuð sem stuðningspersóna (og þó svo að Bósi hafi mögulega verið jafn mikið á tjaldinu og Viddi, þá er hann ekki aðalpersóna út frá lögmálum dramatúrgíu, heldur er hann það sem kallast „foil,“ sem er persóna sem bæði styður og hindrar aðalpersónuna). Sama á t.d. við um Obi-Wan Kenobi úr Star Wars, hann er ekki aðalsöguhetja, hann er mentor og sem slíkur ekki góð persóna til að vera staðgengill áhorfenda. Hans hlutverk er hreinlega að vera leiðinlegur og rödd skynseminnar. Hann er einn þeirra aðila sem neyðir fram þroska aðalpersónu, enda er helsta lögmál handritsskrifa að hanna persónugallerí í kringum söguhetju, og allar gegna þessar persónur sínu hlutverki í því að aðstoða hana við að verða betri og heilsteyptari manneskja. Þessi náungi er á villigötums sem aðalsöguhetja. Lightyear á því við sama vandamál að stríða og þáttaröðin um Obi-Wan Kenobi. Aðalpersónan er ekki áhugaverð, því sem karakter er hún alls ekki hönnuð í söguhetjuhlutverkið (þó hún fremji hetjudáð, en það eitt og sér skapar ekki söguhetju, eða protagonista). Það sem við fáum í Obi-Wan Kenobi þáttunum er erkitýpa úr persónugalleríi þekktrar kvikmyndar sem reynt er að þröngva inn í hlutverk söguhetju. Það virkar hvorki þar né í Lightyear og útkoman hvorki fugl né fiskur. Illa hönnuð framvinda Það er ótrúlegt að fylgjast með öllum þessum grundvallar mistökum sem höfundarnir Jason Headley og Angus Young gera varðandi dramatúrgíu sögunnar. Myndin hefði t.d. haft gott af því að byrja fyrr, því við fáum aldrei að kynnast þeim venjulega heimi sem Bósi vill snúa aftur til þegar geimskip hans lendir í vandræðum og strandar á ókunnri plánetu, heldur er ásetningur hans eingöngu byggður á einhverskonar skakkri sektarkennd. Hið eiginlega illmenni myndarinnar kemur of seint. Þar sem lógík myndarinnar er á þá leið að allir í kringum Bósa eldast á meðan hann helst ungur, eyða höfundarnir töluverðum tíma í að skapa það sem ætti að vera meginsamband sögunnar, en drepa svo persónuna sem þeir eyddu fyrsta leikþætti í að kynna (sem ætti að vera hið svokallaða „foil“). Við það endar Bósi bæði án besta vinar, og það sem meira máli skiptir, án megin andstæðings. Þetta verður til þess að sagan hefst upp á nýtt og er núllstillt. Árin líða og allir og allt sem við vorum að fylgjast með í fyrsta leikþætti hverfa og munu ekki koma aftur. Því er í raun verið að endurræsa sögu sem ekki var svo áhugaverð til að byrja með, með aðalpersónu sem skortir alltof marga kosti sem slíka persónu þarf að prýða. Það hefði mögulega verið hægt að vinna gegn þessu ef höfundarnir hefðu notað grunntól ritlistar af meiri kænsku. Þá á ég við sköpun eftirvæntingar með því að nýta yfirvofandi ógn betur, sem og að skapa einhverskonar mysteríu. Hins vegar er þessum tólum ekki beitt af neinu ráði fyrr en í þriðja leikþætti en þá er sagan orðin svo þvæld að það hefur lítil áhrif. Plánetan sjálf er illa nýtt sem ógn og allt er þetta í þjónustu við frekar aumt þriðja leikþáttar twist. Því fáum við sögu sem rúllar áfram með látum en lítilli spennu og ófyndnum húmor. Á meðan Toy Story myndirnar flæddu áfram á eðlilegan máta, með hjarta, húmor og spennu er Lightyear á allan hátt þvinguð. Það er ljóst á öllu að áhorfendur eru að hafna þessum afleggjara um Bósa Ljósár. Aðsóknin í Bandaríkjunum hefur valdið miklum vonbrigðum og náði hún ekki einu sinni toppsæti aðsóknarlistans af algjörlega miðlungs Jurassic World Dominion, sem hafði verið viku lengur í bíó. Þetta er líklega það síðasta sem við sjáum af þessari holdgun af Bósa, kannski sem betur fer. Niðurstaða: Lightyear er því miður óráðlegur afleggjari af Toy Story seríunni sem er hvorki spennandi né fyndinn. Stjörnubíó Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þegar fyrsta Toy Story myndin fór í framleiðslu var ákveðið að leikfangið Bósi Ljósár ætti að vera hetja úr eftirlætis kvikmynd Andys, eiganda leikfanganna. Fjórum Toy Story myndum síðar fór fólk hjá Pixar að velta fyrir sér hvernig hægt væri að mjólka meira fé úr Toy Story bálknum, þar datt einhverjum í hug að taka þessa ímynduðu kvikmynd sem Bósi á að hafa birst í og gera hana að raunverulegri kvikmynd. Þetta virkar á yfirborðinu sem ágætis hugmynd og settist ég niður í Kringlubíói og vænti þess að geta gleymt mér næstu tvo tímana yfir skemmtilegu geimævintýri. Myndin hefst á því að geimflaug Bósa, sem flytur töluverðan fjölda fólks, stöðvar för sína á ókunnri plánetu til að rannsaka eitthvað sem fangaði athygli stýrikerfis flaugarinnar. Ekki vill betur til en að allt fer úrskeiðis og Bósi og allir farþegarnir enda sem strandaglópar. Bósi kennir sjálfum sér um og reynir hvað hann getur til að finna leið til að koma geimflauginni í flughæft ástand. Í tilraunum sínum til ná settu marki þarf hann að ferðast það hratt að hægist á tímanum í kringum hann, á meðan tíminn á plánetunni líður á eðlilegan máta. Þetta þýðir að samferðarfólk hans verður gamalt á meðan hann eldist ekki neitt. Sóaðir tveir tímar Þegar u.þ.b. tuttugu mínútur voru liðnar var ég farinn að velta því fyrir mér hvenær það kæmi að því að ég gleymdi mér. Áður en ég vissi af var komið hlé og myndin ekki enn búin að ná mér. Hausinn á mér var strax farinn að renna yfir það sem nú þegar var komið, að reyna að sortera það sem ég var búinn að sjá, í leit að svörum um hvers vegna mér hreinlega, já ég verð bara að segja það, mér hreinlega leiddist. Leikfangið og fyrirmyndin, eða öfugt. Fer eftir því hvernig á það er litið. Þetta er tilfinning sem ég hafði aldrei upplifað við áhorf á neina af Toy Story myndunum, ekki að ég hafi haft einhverjar væntingar um hverslags kvikmynd Lightyear ætti að vera út frá þeim. Ég gerði mér fyllilega grein fyrir því að hún væri öðruvísi kvikmynd, sem lyti eigin lögmálum. Þegar myndin var loks búin leið mér líkt og ég hefði sóað þessum tveimur tímum. Hvað fór úrskeiðis? Bósi er ekki aðalpersóna Grunngallinn í Lightyear er aðalpersónan. Hjartað, sálin og dýptin í Toy Story var alltaf persóna kúrekans Vidda. Bósi Ljósár var hins vegar einvíður og hluti af persónugalleríi sem kemur af stað breytingu og þroska í vitund aðalpersónunnar Vidda. Þetta er eitthvað sem afleggjarar á borð við Lightyear þurfa oft að fást við, þegar gera á heila kvikmynd um persónu sem ekki hefur dramatúrgísk einkenni söguhetju, enda hönnuð sem stuðningspersóna (og þó svo að Bósi hafi mögulega verið jafn mikið á tjaldinu og Viddi, þá er hann ekki aðalpersóna út frá lögmálum dramatúrgíu, heldur er hann það sem kallast „foil,“ sem er persóna sem bæði styður og hindrar aðalpersónuna). Sama á t.d. við um Obi-Wan Kenobi úr Star Wars, hann er ekki aðalsöguhetja, hann er mentor og sem slíkur ekki góð persóna til að vera staðgengill áhorfenda. Hans hlutverk er hreinlega að vera leiðinlegur og rödd skynseminnar. Hann er einn þeirra aðila sem neyðir fram þroska aðalpersónu, enda er helsta lögmál handritsskrifa að hanna persónugallerí í kringum söguhetju, og allar gegna þessar persónur sínu hlutverki í því að aðstoða hana við að verða betri og heilsteyptari manneskja. Þessi náungi er á villigötums sem aðalsöguhetja. Lightyear á því við sama vandamál að stríða og þáttaröðin um Obi-Wan Kenobi. Aðalpersónan er ekki áhugaverð, því sem karakter er hún alls ekki hönnuð í söguhetjuhlutverkið (þó hún fremji hetjudáð, en það eitt og sér skapar ekki söguhetju, eða protagonista). Það sem við fáum í Obi-Wan Kenobi þáttunum er erkitýpa úr persónugalleríi þekktrar kvikmyndar sem reynt er að þröngva inn í hlutverk söguhetju. Það virkar hvorki þar né í Lightyear og útkoman hvorki fugl né fiskur. Illa hönnuð framvinda Það er ótrúlegt að fylgjast með öllum þessum grundvallar mistökum sem höfundarnir Jason Headley og Angus Young gera varðandi dramatúrgíu sögunnar. Myndin hefði t.d. haft gott af því að byrja fyrr, því við fáum aldrei að kynnast þeim venjulega heimi sem Bósi vill snúa aftur til þegar geimskip hans lendir í vandræðum og strandar á ókunnri plánetu, heldur er ásetningur hans eingöngu byggður á einhverskonar skakkri sektarkennd. Hið eiginlega illmenni myndarinnar kemur of seint. Þar sem lógík myndarinnar er á þá leið að allir í kringum Bósa eldast á meðan hann helst ungur, eyða höfundarnir töluverðum tíma í að skapa það sem ætti að vera meginsamband sögunnar, en drepa svo persónuna sem þeir eyddu fyrsta leikþætti í að kynna (sem ætti að vera hið svokallaða „foil“). Við það endar Bósi bæði án besta vinar, og það sem meira máli skiptir, án megin andstæðings. Þetta verður til þess að sagan hefst upp á nýtt og er núllstillt. Árin líða og allir og allt sem við vorum að fylgjast með í fyrsta leikþætti hverfa og munu ekki koma aftur. Því er í raun verið að endurræsa sögu sem ekki var svo áhugaverð til að byrja með, með aðalpersónu sem skortir alltof marga kosti sem slíka persónu þarf að prýða. Það hefði mögulega verið hægt að vinna gegn þessu ef höfundarnir hefðu notað grunntól ritlistar af meiri kænsku. Þá á ég við sköpun eftirvæntingar með því að nýta yfirvofandi ógn betur, sem og að skapa einhverskonar mysteríu. Hins vegar er þessum tólum ekki beitt af neinu ráði fyrr en í þriðja leikþætti en þá er sagan orðin svo þvæld að það hefur lítil áhrif. Plánetan sjálf er illa nýtt sem ógn og allt er þetta í þjónustu við frekar aumt þriðja leikþáttar twist. Því fáum við sögu sem rúllar áfram með látum en lítilli spennu og ófyndnum húmor. Á meðan Toy Story myndirnar flæddu áfram á eðlilegan máta, með hjarta, húmor og spennu er Lightyear á allan hátt þvinguð. Það er ljóst á öllu að áhorfendur eru að hafna þessum afleggjara um Bósa Ljósár. Aðsóknin í Bandaríkjunum hefur valdið miklum vonbrigðum og náði hún ekki einu sinni toppsæti aðsóknarlistans af algjörlega miðlungs Jurassic World Dominion, sem hafði verið viku lengur í bíó. Þetta er líklega það síðasta sem við sjáum af þessari holdgun af Bósa, kannski sem betur fer. Niðurstaða: Lightyear er því miður óráðlegur afleggjari af Toy Story seríunni sem er hvorki spennandi né fyndinn.
Stjörnubíó Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira