Flott opnun í Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2022 08:04 Tekist á við lax í Laxfossi í Grímsá Hreggnasi Veiði er hafin í Grímsá í Borgarfirði og það verður ekki annað sagt en að opnunin hafi gengið vonum framar. Þegar fyrstu árnar opnuðu í sumar var pínu kvíðahnútur í veiðimönnum því þær þóttu sumar heldur rólegar. Síðustu dagar hafa þó slegið vel á þá tilfinningu þegar árnar eru að opna með góðum árangri, fínni veiði og vel höldnum laxi. Opnunin í Grímsá var til að mynda virkilega góð en þar komu níu laxar á land á fjórar stangir og það kemur auðvitað ekki á óvart að fyrsti laxinn hafi veiðst við Laxfoss. Í heildina veiddust fjórir laxar við opnun í Laxfossi, tveir í Langadrætti, tveir í Strengjum og einn í Þingnesstrengjum. Það er nokkuð víst að laxinn sé gengin ofar í Grímsá eða upp á dal eins og það er kallað en það svæði var ekkert veitt við opnun enda nóg um að vera á neðri svæðinum. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Strippið og dauðarekið Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Áhyggjur af vatnsleysi í ánum í sumar Veiði
Þegar fyrstu árnar opnuðu í sumar var pínu kvíðahnútur í veiðimönnum því þær þóttu sumar heldur rólegar. Síðustu dagar hafa þó slegið vel á þá tilfinningu þegar árnar eru að opna með góðum árangri, fínni veiði og vel höldnum laxi. Opnunin í Grímsá var til að mynda virkilega góð en þar komu níu laxar á land á fjórar stangir og það kemur auðvitað ekki á óvart að fyrsti laxinn hafi veiðst við Laxfoss. Í heildina veiddust fjórir laxar við opnun í Laxfossi, tveir í Langadrætti, tveir í Strengjum og einn í Þingnesstrengjum. Það er nokkuð víst að laxinn sé gengin ofar í Grímsá eða upp á dal eins og það er kallað en það svæði var ekkert veitt við opnun enda nóg um að vera á neðri svæðinum.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Strippið og dauðarekið Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Áhyggjur af vatnsleysi í ánum í sumar Veiði