Krefst þess að Liverpool bjóði Eriksen samning Atli Arason skrifar 18. júní 2022 08:01 Christian Eriksen er eftisóttur Getty Images Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, biðlar til félagsins að gera Dananum Christian Eriksen samningstilboð. Christian Eriksen gerði afar vel í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildinni með Brentford. Eriksen skoraði eitt mark og lagði upp fjögur í 11 leikjum með Brentford á nýliðnu tímabili í úrvalsdeildinni. Eriksen hefur í gegnum sinn ferill spilað í sóknarsinnuðu hlutverki á miðjunni en gekk í gegnum endurnýjaða lífdaga aftar á miðjunni hjá Brentford. Samkvæmt samantekt the18 var xG Brentford töluvert hærra þegar Eriksen var inn á vellinum að tengja saman spilið. Frá því að Eriksen kom aftur í úrvalsdeildina eru aðeins Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, og Martin Odegaard, leikmaður Arsenal, sem hafa skapað fleiri færi í deildinni en danski landsliðsmaðurinn. Eftir að Eriksen fór í hjartastopp á EM 2020 var græddur í hann bjargráður sem gerði honum óheimilt að spila áfram með Inter Milan á Ítalíu. Þegar hann var leystur undan samningi við Inter gerði hann í kjölfarið eins árs samning við Brentford, samningur sem rennur út 30. júní næstkomandi. Eriksen er því frjálst að tala við önnur félög og getur því farið á frjálsri sölu til næsta vinnuveitanda. Manchester United og Tottenham eru sögð vera áhugasöm að fá Eriksen til liðs við sig. Jose Enrique hvetur sitt fyrrum félag Liverpool að hafa samband við Eriksen samkvæmt breska miðlinum Metro. „Áhugaverður leikmaður sem gæti verið ákveðin lausn á miðsvæðinu án þess að eyða neinu, því hann getur komið á frjálsri sölu,“ skrifaði Enrique á Instagram hringrás (e. story) sinni. Liverpool hefur áhuga á Jude Bellingham, miðjumanni Dortmund. Bellingham fæst þó ekki á neinu gjafaverði. Eftir að Liverpool keypti Darwin Núñez á hátt í 100 milljónir evra getur félagið ekki eytt annari eins upphæð án þess að vera í vandræðum vegna fjárhagsreglugerðar UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann væri skammtímalausn en þá gætum við beðið með tilboð í Bellingham fram á næsta tímabil. Eriksen er frábær leikmaður og getur barist um sæti í byrjunarliðinu. Næsta tímabil verður mjög langt,“ bætti Enrique við. Enrique telur að Eriksen gæti veitt Thiago samkeppni á miðju Liverpool. „Hann er þannig leikmaður, svipaður og Thiago en kannski aðeins sóknarsinnaðri. Thiago er samt töframaðurinn okkar.“ Eriksen hefur áður sagt að hann sé tilbúinn að hlusta á öll tilboð. „Ég er með kveikt á farsímanum mínum. Ég þekki umboðsmanninn minn það vel að ég veit að hann mun hringja í mig ef það er eitthvað áhugavert í boði. Ef það er ekkert áhugavert, þá hringir hann ekki,“ sagði Eriksen. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Christian Eriksen gerði afar vel í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildinni með Brentford. Eriksen skoraði eitt mark og lagði upp fjögur í 11 leikjum með Brentford á nýliðnu tímabili í úrvalsdeildinni. Eriksen hefur í gegnum sinn ferill spilað í sóknarsinnuðu hlutverki á miðjunni en gekk í gegnum endurnýjaða lífdaga aftar á miðjunni hjá Brentford. Samkvæmt samantekt the18 var xG Brentford töluvert hærra þegar Eriksen var inn á vellinum að tengja saman spilið. Frá því að Eriksen kom aftur í úrvalsdeildina eru aðeins Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, og Martin Odegaard, leikmaður Arsenal, sem hafa skapað fleiri færi í deildinni en danski landsliðsmaðurinn. Eftir að Eriksen fór í hjartastopp á EM 2020 var græddur í hann bjargráður sem gerði honum óheimilt að spila áfram með Inter Milan á Ítalíu. Þegar hann var leystur undan samningi við Inter gerði hann í kjölfarið eins árs samning við Brentford, samningur sem rennur út 30. júní næstkomandi. Eriksen er því frjálst að tala við önnur félög og getur því farið á frjálsri sölu til næsta vinnuveitanda. Manchester United og Tottenham eru sögð vera áhugasöm að fá Eriksen til liðs við sig. Jose Enrique hvetur sitt fyrrum félag Liverpool að hafa samband við Eriksen samkvæmt breska miðlinum Metro. „Áhugaverður leikmaður sem gæti verið ákveðin lausn á miðsvæðinu án þess að eyða neinu, því hann getur komið á frjálsri sölu,“ skrifaði Enrique á Instagram hringrás (e. story) sinni. Liverpool hefur áhuga á Jude Bellingham, miðjumanni Dortmund. Bellingham fæst þó ekki á neinu gjafaverði. Eftir að Liverpool keypti Darwin Núñez á hátt í 100 milljónir evra getur félagið ekki eytt annari eins upphæð án þess að vera í vandræðum vegna fjárhagsreglugerðar UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann væri skammtímalausn en þá gætum við beðið með tilboð í Bellingham fram á næsta tímabil. Eriksen er frábær leikmaður og getur barist um sæti í byrjunarliðinu. Næsta tímabil verður mjög langt,“ bætti Enrique við. Enrique telur að Eriksen gæti veitt Thiago samkeppni á miðju Liverpool. „Hann er þannig leikmaður, svipaður og Thiago en kannski aðeins sóknarsinnaðri. Thiago er samt töframaðurinn okkar.“ Eriksen hefur áður sagt að hann sé tilbúinn að hlusta á öll tilboð. „Ég er með kveikt á farsímanum mínum. Ég þekki umboðsmanninn minn það vel að ég veit að hann mun hringja í mig ef það er eitthvað áhugavert í boði. Ef það er ekkert áhugavert, þá hringir hann ekki,“ sagði Eriksen.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira