Sindri Kristinn: „Það er bara bannað og Villi veit það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júní 2022 21:43 Sindri Kristinn var ekki ánægður með að fá ekki aukaspyrnu þegar Stjarnan skoraði sitt annað mark í leiknum. Vísir/Bára Dröfn Sindri Kristinn Ólafsson átti fínan leik í marki Keflavíkur þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Hann var ekki sáttur með að annað mark Stjörnunnar í leiknum hafi fengið að standa. „Auðvitað var ég ósáttur. Við sáum þetta á EM síðast þegar Kasper Schmeichel setti aðra höndina ofan á boltann og það var sparkað undan honum boltanum og dæmt í VAR“, sagði Sindri í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Þarna er ég með báðar hendur, fullt vald á boltanum og hann sparkar honum úr höndunum á mér. Það er bara bannað og Villi veit það,“ bætti hann við. Hann á þar við Vilhjálm Alvar Þórarinsson dómara leiksins. „Við töluðum saman eftir leik. Hann ætlaði að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta en ef hann sá þetta ekki vel þá finnst mér að aðstoðardómari tvö eigi að sjá þetta. Við Villi erum góðir félagar, ef hann veit að hann á að gera betur þarna þá er ég sáttur.“ Sindri sagði að hann hefði rætt við Vilhjálm strax eftir leik og á von á útskýringu. „Hann sagðist ætla að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta og þá erum við bara á málefnalegum nótum og það er gott.“ Sindri var nokkuð sáttur með niðurstöðuna úr leik kvöldsins. „Auðvitað er maður alltaf ósáttur ef maður vinnur ekki en ef við horfum á hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik en þeir kannski ívið sterkari í seinni. Ef maður horfir á þetta með augum hvorki Keflvíkings né Stjörnumanns þá er þetta kannski sanngjarnt.“ Stjarnan komst yfir á 27.mínútu leiksins í kvöld en þá hefðu heimamenn átt að vera búnir að ná forystunni. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki nógu góð, við vorum ekki alltaf að koma okkur í skotið og síðan varði Halli (Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar) einu sinni þrusuvel frá Joey Gibbs. Auðvitað áttum við að vera búnir að skora þegar þeir ná sínu fyrsta skoti og ná marki, boltinn fer af Magga (Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur) og týpískt þegar við erum búnir að liggja á þeim að fá á sig svona mark.“ Besta deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
„Auðvitað var ég ósáttur. Við sáum þetta á EM síðast þegar Kasper Schmeichel setti aðra höndina ofan á boltann og það var sparkað undan honum boltanum og dæmt í VAR“, sagði Sindri í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Þarna er ég með báðar hendur, fullt vald á boltanum og hann sparkar honum úr höndunum á mér. Það er bara bannað og Villi veit það,“ bætti hann við. Hann á þar við Vilhjálm Alvar Þórarinsson dómara leiksins. „Við töluðum saman eftir leik. Hann ætlaði að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta en ef hann sá þetta ekki vel þá finnst mér að aðstoðardómari tvö eigi að sjá þetta. Við Villi erum góðir félagar, ef hann veit að hann á að gera betur þarna þá er ég sáttur.“ Sindri sagði að hann hefði rætt við Vilhjálm strax eftir leik og á von á útskýringu. „Hann sagðist ætla að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta og þá erum við bara á málefnalegum nótum og það er gott.“ Sindri var nokkuð sáttur með niðurstöðuna úr leik kvöldsins. „Auðvitað er maður alltaf ósáttur ef maður vinnur ekki en ef við horfum á hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik en þeir kannski ívið sterkari í seinni. Ef maður horfir á þetta með augum hvorki Keflvíkings né Stjörnumanns þá er þetta kannski sanngjarnt.“ Stjarnan komst yfir á 27.mínútu leiksins í kvöld en þá hefðu heimamenn átt að vera búnir að ná forystunni. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki nógu góð, við vorum ekki alltaf að koma okkur í skotið og síðan varði Halli (Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar) einu sinni þrusuvel frá Joey Gibbs. Auðvitað áttum við að vera búnir að skora þegar þeir ná sínu fyrsta skoti og ná marki, boltinn fer af Magga (Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur) og týpískt þegar við erum búnir að liggja á þeim að fá á sig svona mark.“
Besta deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti