Sindri Kristinn: „Það er bara bannað og Villi veit það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júní 2022 21:43 Sindri Kristinn var ekki ánægður með að fá ekki aukaspyrnu þegar Stjarnan skoraði sitt annað mark í leiknum. Vísir/Bára Dröfn Sindri Kristinn Ólafsson átti fínan leik í marki Keflavíkur þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Hann var ekki sáttur með að annað mark Stjörnunnar í leiknum hafi fengið að standa. „Auðvitað var ég ósáttur. Við sáum þetta á EM síðast þegar Kasper Schmeichel setti aðra höndina ofan á boltann og það var sparkað undan honum boltanum og dæmt í VAR“, sagði Sindri í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Þarna er ég með báðar hendur, fullt vald á boltanum og hann sparkar honum úr höndunum á mér. Það er bara bannað og Villi veit það,“ bætti hann við. Hann á þar við Vilhjálm Alvar Þórarinsson dómara leiksins. „Við töluðum saman eftir leik. Hann ætlaði að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta en ef hann sá þetta ekki vel þá finnst mér að aðstoðardómari tvö eigi að sjá þetta. Við Villi erum góðir félagar, ef hann veit að hann á að gera betur þarna þá er ég sáttur.“ Sindri sagði að hann hefði rætt við Vilhjálm strax eftir leik og á von á útskýringu. „Hann sagðist ætla að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta og þá erum við bara á málefnalegum nótum og það er gott.“ Sindri var nokkuð sáttur með niðurstöðuna úr leik kvöldsins. „Auðvitað er maður alltaf ósáttur ef maður vinnur ekki en ef við horfum á hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik en þeir kannski ívið sterkari í seinni. Ef maður horfir á þetta með augum hvorki Keflvíkings né Stjörnumanns þá er þetta kannski sanngjarnt.“ Stjarnan komst yfir á 27.mínútu leiksins í kvöld en þá hefðu heimamenn átt að vera búnir að ná forystunni. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki nógu góð, við vorum ekki alltaf að koma okkur í skotið og síðan varði Halli (Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar) einu sinni þrusuvel frá Joey Gibbs. Auðvitað áttum við að vera búnir að skora þegar þeir ná sínu fyrsta skoti og ná marki, boltinn fer af Magga (Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur) og týpískt þegar við erum búnir að liggja á þeim að fá á sig svona mark.“ Besta deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
„Auðvitað var ég ósáttur. Við sáum þetta á EM síðast þegar Kasper Schmeichel setti aðra höndina ofan á boltann og það var sparkað undan honum boltanum og dæmt í VAR“, sagði Sindri í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Þarna er ég með báðar hendur, fullt vald á boltanum og hann sparkar honum úr höndunum á mér. Það er bara bannað og Villi veit það,“ bætti hann við. Hann á þar við Vilhjálm Alvar Þórarinsson dómara leiksins. „Við töluðum saman eftir leik. Hann ætlaði að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta en ef hann sá þetta ekki vel þá finnst mér að aðstoðardómari tvö eigi að sjá þetta. Við Villi erum góðir félagar, ef hann veit að hann á að gera betur þarna þá er ég sáttur.“ Sindri sagði að hann hefði rætt við Vilhjálm strax eftir leik og á von á útskýringu. „Hann sagðist ætla að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta og þá erum við bara á málefnalegum nótum og það er gott.“ Sindri var nokkuð sáttur með niðurstöðuna úr leik kvöldsins. „Auðvitað er maður alltaf ósáttur ef maður vinnur ekki en ef við horfum á hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik en þeir kannski ívið sterkari í seinni. Ef maður horfir á þetta með augum hvorki Keflvíkings né Stjörnumanns þá er þetta kannski sanngjarnt.“ Stjarnan komst yfir á 27.mínútu leiksins í kvöld en þá hefðu heimamenn átt að vera búnir að ná forystunni. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki nógu góð, við vorum ekki alltaf að koma okkur í skotið og síðan varði Halli (Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar) einu sinni þrusuvel frá Joey Gibbs. Auðvitað áttum við að vera búnir að skora þegar þeir ná sínu fyrsta skoti og ná marki, boltinn fer af Magga (Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur) og týpískt þegar við erum búnir að liggja á þeim að fá á sig svona mark.“
Besta deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09