Hækkað vexti íbúðalána þrisvar á einum mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 16. júní 2022 13:20 Vaxtahækkunin hefur ekki áhrif á viðskiptavini sem hafa áður fest húsnæðislánavexti sína. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hækkaði í dag fasta vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum í þriðja sinn á einum mánuði. Einnig voru fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum hækkaðir í fyrsta sinn frá því í mars. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til þriggja ára hækkuðu í dag um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,45 prósentustig. Þá hækka fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,30 prósentustig. Landsbankinn hækkaði síðast fasta vexti óverðtryggðra íbúðalána þann 1. júní og þar áður 17. maí. Á sama tíma hafa bæði Íslandsbanki og Arion banki einungis hækkað vexti einu sinni frá því um miðjan maí. Fastir vextir nýrra óverðtryggða lána til þriggja ára hjá Landsbankanum hafa samanlagt hækkað um 1,0 prósentustig eftir síðustu þrjár vaxtaákvarðanir. Sambærileg lán með fasta vexti til fimm ára hafa hækkað um 0,85 prósentustig. Bjóðast nú 6,8% vextir Vaxtakjör taka mið af hlutfalli veðsetningar. Íbúðakaupendur með 30% eigið fé gátu í lok apríl fengið óverðtryggt lán hjá Landsbankanum með föstum vöxtum til þriggja ára með 5,90% vöxtum en bjóðast nú 6,90% vextir. Á sama tíma hafa fastir vextir óverðtryggðra lána til fimm ára hækkað úr 5,95% í 6,80% miðað við sama 70% veðsetningarhlutfall. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum.Landsbankinn Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, sagði við síðustu vaxtahækkun í byrjun júní að það væri sjaldgæft að bankinn breyti vöxtum sínum svona ört. Vextir óverðtryggðra húsnæðislána með fasta vexti hafi að jafnaði verið breytt einu sinni í mánuði á fyrri hluta ársins, sem sé tíðar en á seinustu árum. Vaxtatöflur lífeyrissjóða og hinna viðskiptabankanna bera þess sömuleiðis merki að samkeppnisaðilarnir hafi verið að hreyfa sig örar en áður. Skýrist af hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði Hreiðar sagði skýringuna liggja í hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði sem bankinn nýti meðal annars til að fjármagna sig til þriggja eða fimm ára. Sú hækkun hafi svo endurspeglast í þeim kjörum sem bankinn lánar út með þegar fólk festir húsnæðislánavexti sína til þriggja eða fimm ára. Líkur eru taldar á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni kynna enn eina stýrivaxtahækkunina þann 22. júní sem muni hafa áhrif á vaxtakjör viðskiptabankanna.Vísir/Sigurjón Bæði hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa og sértryggðra skuldabréfa hækkað nokkuð skarpt á seinustu misserum. Á sama tíma hafa verðbólguhorfur versnað bæði á Íslandi og erlendis sem leiðir til væntinga um frekari stýrivaxtahækkana sem aftur hafa áhrif til hækkunar á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamörkuðum. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun sína þann 22. júní næstkomandi og hafa bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spáð því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ef sú spá gengur eftir má gera ráð fyrir að vaxtahækkunin muni hafa áhrif á húsnæðislánakjör bankanna og lífeyrissjóða. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. 3. júní 2022 08:00 Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16. júní 2022 09:22 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira
Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til þriggja ára hækkuðu í dag um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,45 prósentustig. Þá hækka fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,30 prósentustig. Landsbankinn hækkaði síðast fasta vexti óverðtryggðra íbúðalána þann 1. júní og þar áður 17. maí. Á sama tíma hafa bæði Íslandsbanki og Arion banki einungis hækkað vexti einu sinni frá því um miðjan maí. Fastir vextir nýrra óverðtryggða lána til þriggja ára hjá Landsbankanum hafa samanlagt hækkað um 1,0 prósentustig eftir síðustu þrjár vaxtaákvarðanir. Sambærileg lán með fasta vexti til fimm ára hafa hækkað um 0,85 prósentustig. Bjóðast nú 6,8% vextir Vaxtakjör taka mið af hlutfalli veðsetningar. Íbúðakaupendur með 30% eigið fé gátu í lok apríl fengið óverðtryggt lán hjá Landsbankanum með föstum vöxtum til þriggja ára með 5,90% vöxtum en bjóðast nú 6,90% vextir. Á sama tíma hafa fastir vextir óverðtryggðra lána til fimm ára hækkað úr 5,95% í 6,80% miðað við sama 70% veðsetningarhlutfall. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum.Landsbankinn Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, sagði við síðustu vaxtahækkun í byrjun júní að það væri sjaldgæft að bankinn breyti vöxtum sínum svona ört. Vextir óverðtryggðra húsnæðislána með fasta vexti hafi að jafnaði verið breytt einu sinni í mánuði á fyrri hluta ársins, sem sé tíðar en á seinustu árum. Vaxtatöflur lífeyrissjóða og hinna viðskiptabankanna bera þess sömuleiðis merki að samkeppnisaðilarnir hafi verið að hreyfa sig örar en áður. Skýrist af hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði Hreiðar sagði skýringuna liggja í hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði sem bankinn nýti meðal annars til að fjármagna sig til þriggja eða fimm ára. Sú hækkun hafi svo endurspeglast í þeim kjörum sem bankinn lánar út með þegar fólk festir húsnæðislánavexti sína til þriggja eða fimm ára. Líkur eru taldar á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni kynna enn eina stýrivaxtahækkunina þann 22. júní sem muni hafa áhrif á vaxtakjör viðskiptabankanna.Vísir/Sigurjón Bæði hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa og sértryggðra skuldabréfa hækkað nokkuð skarpt á seinustu misserum. Á sama tíma hafa verðbólguhorfur versnað bæði á Íslandi og erlendis sem leiðir til væntinga um frekari stýrivaxtahækkana sem aftur hafa áhrif til hækkunar á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamörkuðum. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun sína þann 22. júní næstkomandi og hafa bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spáð því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ef sú spá gengur eftir má gera ráð fyrir að vaxtahækkunin muni hafa áhrif á húsnæðislánakjör bankanna og lífeyrissjóða.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. 3. júní 2022 08:00 Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16. júní 2022 09:22 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira
Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. 3. júní 2022 08:00
Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16. júní 2022 09:22