Hækkað vexti íbúðalána þrisvar á einum mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 16. júní 2022 13:20 Vaxtahækkunin hefur ekki áhrif á viðskiptavini sem hafa áður fest húsnæðislánavexti sína. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hækkaði í dag fasta vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum í þriðja sinn á einum mánuði. Einnig voru fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum hækkaðir í fyrsta sinn frá því í mars. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til þriggja ára hækkuðu í dag um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,45 prósentustig. Þá hækka fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,30 prósentustig. Landsbankinn hækkaði síðast fasta vexti óverðtryggðra íbúðalána þann 1. júní og þar áður 17. maí. Á sama tíma hafa bæði Íslandsbanki og Arion banki einungis hækkað vexti einu sinni frá því um miðjan maí. Fastir vextir nýrra óverðtryggða lána til þriggja ára hjá Landsbankanum hafa samanlagt hækkað um 1,0 prósentustig eftir síðustu þrjár vaxtaákvarðanir. Sambærileg lán með fasta vexti til fimm ára hafa hækkað um 0,85 prósentustig. Bjóðast nú 6,8% vextir Vaxtakjör taka mið af hlutfalli veðsetningar. Íbúðakaupendur með 30% eigið fé gátu í lok apríl fengið óverðtryggt lán hjá Landsbankanum með föstum vöxtum til þriggja ára með 5,90% vöxtum en bjóðast nú 6,90% vextir. Á sama tíma hafa fastir vextir óverðtryggðra lána til fimm ára hækkað úr 5,95% í 6,80% miðað við sama 70% veðsetningarhlutfall. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum.Landsbankinn Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, sagði við síðustu vaxtahækkun í byrjun júní að það væri sjaldgæft að bankinn breyti vöxtum sínum svona ört. Vextir óverðtryggðra húsnæðislána með fasta vexti hafi að jafnaði verið breytt einu sinni í mánuði á fyrri hluta ársins, sem sé tíðar en á seinustu árum. Vaxtatöflur lífeyrissjóða og hinna viðskiptabankanna bera þess sömuleiðis merki að samkeppnisaðilarnir hafi verið að hreyfa sig örar en áður. Skýrist af hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði Hreiðar sagði skýringuna liggja í hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði sem bankinn nýti meðal annars til að fjármagna sig til þriggja eða fimm ára. Sú hækkun hafi svo endurspeglast í þeim kjörum sem bankinn lánar út með þegar fólk festir húsnæðislánavexti sína til þriggja eða fimm ára. Líkur eru taldar á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni kynna enn eina stýrivaxtahækkunina þann 22. júní sem muni hafa áhrif á vaxtakjör viðskiptabankanna.Vísir/Sigurjón Bæði hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa og sértryggðra skuldabréfa hækkað nokkuð skarpt á seinustu misserum. Á sama tíma hafa verðbólguhorfur versnað bæði á Íslandi og erlendis sem leiðir til væntinga um frekari stýrivaxtahækkana sem aftur hafa áhrif til hækkunar á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamörkuðum. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun sína þann 22. júní næstkomandi og hafa bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spáð því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ef sú spá gengur eftir má gera ráð fyrir að vaxtahækkunin muni hafa áhrif á húsnæðislánakjör bankanna og lífeyrissjóða. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. 3. júní 2022 08:00 Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16. júní 2022 09:22 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til þriggja ára hækkuðu í dag um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,45 prósentustig. Þá hækka fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,30 prósentustig. Landsbankinn hækkaði síðast fasta vexti óverðtryggðra íbúðalána þann 1. júní og þar áður 17. maí. Á sama tíma hafa bæði Íslandsbanki og Arion banki einungis hækkað vexti einu sinni frá því um miðjan maí. Fastir vextir nýrra óverðtryggða lána til þriggja ára hjá Landsbankanum hafa samanlagt hækkað um 1,0 prósentustig eftir síðustu þrjár vaxtaákvarðanir. Sambærileg lán með fasta vexti til fimm ára hafa hækkað um 0,85 prósentustig. Bjóðast nú 6,8% vextir Vaxtakjör taka mið af hlutfalli veðsetningar. Íbúðakaupendur með 30% eigið fé gátu í lok apríl fengið óverðtryggt lán hjá Landsbankanum með föstum vöxtum til þriggja ára með 5,90% vöxtum en bjóðast nú 6,90% vextir. Á sama tíma hafa fastir vextir óverðtryggðra lána til fimm ára hækkað úr 5,95% í 6,80% miðað við sama 70% veðsetningarhlutfall. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum.Landsbankinn Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, sagði við síðustu vaxtahækkun í byrjun júní að það væri sjaldgæft að bankinn breyti vöxtum sínum svona ört. Vextir óverðtryggðra húsnæðislána með fasta vexti hafi að jafnaði verið breytt einu sinni í mánuði á fyrri hluta ársins, sem sé tíðar en á seinustu árum. Vaxtatöflur lífeyrissjóða og hinna viðskiptabankanna bera þess sömuleiðis merki að samkeppnisaðilarnir hafi verið að hreyfa sig örar en áður. Skýrist af hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði Hreiðar sagði skýringuna liggja í hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði sem bankinn nýti meðal annars til að fjármagna sig til þriggja eða fimm ára. Sú hækkun hafi svo endurspeglast í þeim kjörum sem bankinn lánar út með þegar fólk festir húsnæðislánavexti sína til þriggja eða fimm ára. Líkur eru taldar á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni kynna enn eina stýrivaxtahækkunina þann 22. júní sem muni hafa áhrif á vaxtakjör viðskiptabankanna.Vísir/Sigurjón Bæði hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa og sértryggðra skuldabréfa hækkað nokkuð skarpt á seinustu misserum. Á sama tíma hafa verðbólguhorfur versnað bæði á Íslandi og erlendis sem leiðir til væntinga um frekari stýrivaxtahækkana sem aftur hafa áhrif til hækkunar á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamörkuðum. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun sína þann 22. júní næstkomandi og hafa bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spáð því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ef sú spá gengur eftir má gera ráð fyrir að vaxtahækkunin muni hafa áhrif á húsnæðislánakjör bankanna og lífeyrissjóða.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. 3. júní 2022 08:00 Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16. júní 2022 09:22 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. 3. júní 2022 08:00
Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16. júní 2022 09:22
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“