Íhugar að selja Everton eftir erfiða eignartíð Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júní 2022 12:01 Moshiri hefur ekki átt sjö dagana sæla í Liverpool-borg. Alex Livesey/Getty Images Farhad Moshiri, meirihlutaeigandi í Everton á Englandi, íhugar að selja félagið ef marka má breska fjölmiðla. Moshiri bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á mistökum sem hafa verið gerð í hans eigendatíð. Moshiri keypti helmingshlut í Everton í febrúar árið 2016, af Englendingnum Bill Kenwright. Margur Everton-stuðningsmaðurinn fagnaði komu hans þar sem félagið virtist vera að falla aftur úr samkeppnisaðilum sínum sökum smárra fjármuna Kenwright í samanburði. Óhætt er að segja að Moshiri hafi lagt mikið fé í Everton en liðið hefur eytt meira en 560 milljónum punda í leikmannakaup frá því að hann mætti á svæðið. Þrátt fyrir það var félagið nærri því að falla úr ensku úrvalsdeildinni í vor og bjargaði sér í næstsíðustu umferð. Ráðning á Rafael Benítez, fyrrum þjálfara Liverpool, féll ekki vel í kramið hjá Everton-mönnum og þá gat félagið litlu sem engu eytt á leikmannamarkaðnum vegna bruðls síðustu ára og hættu á að brjóta FFP-reglur, sem snúa að fjárhagslegri háttvísi. Moshiri sendi frá sér opið bréf í síðustu viku þar sem hann bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á þeim mistökum sem hafi verið gerð síðustu misseri. Fregnir frá Englandi herma að hann íhugi nú að selja félagið, en aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann stækkaði hlut sinn úr rúmum 50 prósentum í 94 prósent, í janúar á þessu ári. The Athletic greinir frá því að Peter Kenyon, fyrrum stjórnarformaður hjá Manchester United og Chelsea, fari fyrir fjárfestingarhópi sem hyggist kaupa félagið. Gylfi Þór Sigurðsson er samningsbundinn Everton en hefur ekki spilað með félaginu frá því að hann var tekinn fastur, grunaður um kynferðisbrot, í júlí í fyrra. Samningur hans rennur út 30. júní næstkomandi og verður ekki endurnýjaður. Grétar Rafn Steinsson var starfsmaður félagsins frá 2018 þar til í desember í fyrra, þegar honum var sagt upp ásamt Marcel Brands, sem var yfirmaður knattspyrnumála. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira
Moshiri keypti helmingshlut í Everton í febrúar árið 2016, af Englendingnum Bill Kenwright. Margur Everton-stuðningsmaðurinn fagnaði komu hans þar sem félagið virtist vera að falla aftur úr samkeppnisaðilum sínum sökum smárra fjármuna Kenwright í samanburði. Óhætt er að segja að Moshiri hafi lagt mikið fé í Everton en liðið hefur eytt meira en 560 milljónum punda í leikmannakaup frá því að hann mætti á svæðið. Þrátt fyrir það var félagið nærri því að falla úr ensku úrvalsdeildinni í vor og bjargaði sér í næstsíðustu umferð. Ráðning á Rafael Benítez, fyrrum þjálfara Liverpool, féll ekki vel í kramið hjá Everton-mönnum og þá gat félagið litlu sem engu eytt á leikmannamarkaðnum vegna bruðls síðustu ára og hættu á að brjóta FFP-reglur, sem snúa að fjárhagslegri háttvísi. Moshiri sendi frá sér opið bréf í síðustu viku þar sem hann bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á þeim mistökum sem hafi verið gerð síðustu misseri. Fregnir frá Englandi herma að hann íhugi nú að selja félagið, en aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann stækkaði hlut sinn úr rúmum 50 prósentum í 94 prósent, í janúar á þessu ári. The Athletic greinir frá því að Peter Kenyon, fyrrum stjórnarformaður hjá Manchester United og Chelsea, fari fyrir fjárfestingarhópi sem hyggist kaupa félagið. Gylfi Þór Sigurðsson er samningsbundinn Everton en hefur ekki spilað með félaginu frá því að hann var tekinn fastur, grunaður um kynferðisbrot, í júlí í fyrra. Samningur hans rennur út 30. júní næstkomandi og verður ekki endurnýjaður. Grétar Rafn Steinsson var starfsmaður félagsins frá 2018 þar til í desember í fyrra, þegar honum var sagt upp ásamt Marcel Brands, sem var yfirmaður knattspyrnumála.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira