Varamarkvörður Ástrala tryggði sætið á HM í Katar Atli Arason skrifar 13. júní 2022 21:30 Andrew Redmayne kom inn á völlinn fyrir Mathew Ryan á 121. mínútu leiksins og tryggði Ástralíu sæti á HM í Katar. Getty Images Ástralar verða með á HM í Katar í desember eftir sigur á Perú í vítaspyrnukeppni. Það var fátt um fína drætti í leik liðanna. Mikil barátta á öllum svæðum vallarins en lítið um marktækifæri. Slavko Vinčić, dómari leiksins, var í raun sá sem hafði mest að gera í leiknum, að flauta á leikbrot víða um völlinn. Ajdin Hrustic, leikmaður Ástralíu átti hættulegasta marktækifærið í venjulegum leiktíma, á 88. mínútu, en inn vildi boltinn ekki og því þurfti að framlengja. Það var meira af því sama í framlengingunni en Perú fékk tvö færi á tveggja mínúta kafla í síðari hálfleik framlengingar sem bæði fóru forgörðum. Australia 🇦🇺 vs Peru 🇵🇪 will be a “regular fixture” when the World Cup expands to 48 teams in 2026. Expect loads of barren draws.#FIFAWorldCup pic.twitter.com/ubLok3oog2— Eric Njiru (@EricNjiiru) June 13, 2022 Eftir að hvorugu liði tókst að skora á 120 mínútum varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Mesta spennan í leiknum í kvöld var á þeim tímapunkti en það reyndist erfitt að útkljá sigurvegara í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Ástralar unnu vítaspyrnukeppnina 5-4. Rétt fyrir vítaspyrnukeppnina gerðu Ástralar breytingu í markvarðarstöðunni. Matt Ryan fór af velli og varamarkvörðurinn Andrew Redmayne kom inn á. Redmayne reyndist happafengur en hann varði lokaspyrnu frá Alex Valera, leikmanni Perú, í bráðabana til að tryggja Ástralíu sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð. Ástralar fara í D-riðil á HM í Katar með Frakklandi, Danmörk og Túnis. HM 2022 í Katar Ástralía Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Það var fátt um fína drætti í leik liðanna. Mikil barátta á öllum svæðum vallarins en lítið um marktækifæri. Slavko Vinčić, dómari leiksins, var í raun sá sem hafði mest að gera í leiknum, að flauta á leikbrot víða um völlinn. Ajdin Hrustic, leikmaður Ástralíu átti hættulegasta marktækifærið í venjulegum leiktíma, á 88. mínútu, en inn vildi boltinn ekki og því þurfti að framlengja. Það var meira af því sama í framlengingunni en Perú fékk tvö færi á tveggja mínúta kafla í síðari hálfleik framlengingar sem bæði fóru forgörðum. Australia 🇦🇺 vs Peru 🇵🇪 will be a “regular fixture” when the World Cup expands to 48 teams in 2026. Expect loads of barren draws.#FIFAWorldCup pic.twitter.com/ubLok3oog2— Eric Njiru (@EricNjiiru) June 13, 2022 Eftir að hvorugu liði tókst að skora á 120 mínútum varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Mesta spennan í leiknum í kvöld var á þeim tímapunkti en það reyndist erfitt að útkljá sigurvegara í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Ástralar unnu vítaspyrnukeppnina 5-4. Rétt fyrir vítaspyrnukeppnina gerðu Ástralar breytingu í markvarðarstöðunni. Matt Ryan fór af velli og varamarkvörðurinn Andrew Redmayne kom inn á. Redmayne reyndist happafengur en hann varði lokaspyrnu frá Alex Valera, leikmanni Perú, í bráðabana til að tryggja Ástralíu sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð. Ástralar fara í D-riðil á HM í Katar með Frakklandi, Danmörk og Túnis.
HM 2022 í Katar Ástralía Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira