Sagðir nota sextíu ára gamlar og ónákvæmar eldflaugar í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2022 11:22 Eldflaugarnar eru sagðar geta valdið óbreyttum borgurum miklum skaða vegna ónákvæmi við árásir á skotmörk á landi. Getty/Diego Herrera Carcedo Rússar hafa líklega skotið tugum áratuga gamalla eldflauga sem hannaðar voru til að bera kjarnorkuvopn og granda flugmóðurskipum á skotmörk í Úkraínu. Þær eru sagðar ónákvæmar og líklegar til að valda dauðsföllum meðal óbreyttra borgara. Eldflaugar þessar kallast Kh-22 og eru 5,5 tonn að þyngd. Þeim er skotið af flugvélum. Þetta segir Varnarmálaráðuneyti Bretlands en ástæðan þess að Rússar nota þessar eldflaugar er talin vera skortur á annars konar nákvæmum eldflaugum og það að loftvarnir Úkraínu komi enn í veg fyrir að flugher Rússlands geti athafnað sig í loftunum yfir mestöllu landinu. Sjá einnig: Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Ráðuneytið segir einnig, í Twitter-þræði sem finna má hér að neðan, að harðir bardagar geisi enn í Severodonetsk í austurhluta Úkraínu og að báðar fylkingar hafi líklega orðið fyrir miklu mannfalli. Rússar beiti yfirburðum sínum í stórskotaliði og lofti til að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Bretar gefa þó ekki upp neitt dæmi þar sem eldflaugar þessar eiga að hafa verið notaðar. (1/6) As of 10 June, Russian forces around Sieverodonetsk have not made advances into the south of the city. Intense street to street fighting is ongoing and both sides are likely suffering high numbers of casualties.— Ministry of Defence (@DefenceHQ) June 11, 2022 Átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð einkennast af stórskotaliðseinvígum þessa dagana en þar hafa Rússar mikla yfirburði þegar kemur að fjölda vopna og skotfærabirgðum. Áköll Úkraínumanna eftir vopnakerfum og skotfærum hafa aukist mjög á undanförnum dögum. Sjá einnig: Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Hugveitan Institue for the study of war sagði frá því í stöðuskýrslu í gærkvöldi að yfirmaður í leyniþjónustu hers Úkraínu sagði Rússa eiga tíu til fimmtán fallbyssur fyrir hverja byssu Úkraínumanna. Þörf Úkraínumanna væri mikil því skilvirkar stórskotaliðsárásir væru lykillinn að velgengni á lítið víglínum Úkraínu, því þær hreyfðust lítið. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9. júní 2022 07:54 Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Eldflaugar þessar kallast Kh-22 og eru 5,5 tonn að þyngd. Þeim er skotið af flugvélum. Þetta segir Varnarmálaráðuneyti Bretlands en ástæðan þess að Rússar nota þessar eldflaugar er talin vera skortur á annars konar nákvæmum eldflaugum og það að loftvarnir Úkraínu komi enn í veg fyrir að flugher Rússlands geti athafnað sig í loftunum yfir mestöllu landinu. Sjá einnig: Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Ráðuneytið segir einnig, í Twitter-þræði sem finna má hér að neðan, að harðir bardagar geisi enn í Severodonetsk í austurhluta Úkraínu og að báðar fylkingar hafi líklega orðið fyrir miklu mannfalli. Rússar beiti yfirburðum sínum í stórskotaliði og lofti til að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Bretar gefa þó ekki upp neitt dæmi þar sem eldflaugar þessar eiga að hafa verið notaðar. (1/6) As of 10 June, Russian forces around Sieverodonetsk have not made advances into the south of the city. Intense street to street fighting is ongoing and both sides are likely suffering high numbers of casualties.— Ministry of Defence (@DefenceHQ) June 11, 2022 Átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð einkennast af stórskotaliðseinvígum þessa dagana en þar hafa Rússar mikla yfirburði þegar kemur að fjölda vopna og skotfærabirgðum. Áköll Úkraínumanna eftir vopnakerfum og skotfærum hafa aukist mjög á undanförnum dögum. Sjá einnig: Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Hugveitan Institue for the study of war sagði frá því í stöðuskýrslu í gærkvöldi að yfirmaður í leyniþjónustu hers Úkraínu sagði Rússa eiga tíu til fimmtán fallbyssur fyrir hverja byssu Úkraínumanna. Þörf Úkraínumanna væri mikil því skilvirkar stórskotaliðsárásir væru lykillinn að velgengni á lítið víglínum Úkraínu, því þær hreyfðust lítið.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9. júní 2022 07:54 Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14
Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9. júní 2022 07:54
Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27