Það voru þó gestirnir að norðan sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Margrét Árnadóttir kom boltanum í netið stuttu fyrir hálfleikshléið og sá til þess að Þór/KA gór með 0-1 forystu inn til búningsherbergja.
Brenna Lovera jafnaði metin fyrir heimakonur snemma í síðari hálfleik og tuttugu mínútum fyrir leikslok skoraði hún annað mark sitt og kom Selfyssingum í forystu.
Barbára Sól Gísladóttir skoraði þriðja mark Selfyssinga á 84. mínútu áður en Brenna Lovera fullkomnaði þrennu sína tveimur mínútum síðar og gulltryggði 4-1 sigur Selfyssinga.
Það eru því Selfyssingar sem eru á leið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna, en Þór/KA situr eftir með sárt ennið.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengust á mbl.is.