Jasmín Erla Ingadóttir kom gestunum yfir með marki strax á fimmtu mínútu leiksins áður en Gyða Kristín Gunnarsdóttir tvöfaldaði forystuna aðeins fimm mínútum síðar.
Þrátt fyrir þessa sterku byrjun gestanna reyndust þetta einu tvö mörk fyrri hálfleiksins og staðan var því 0-2 þegar gengið var til búningsherbergja.
Jasmín Erla skoraði annað mark sitt og þriðja mark Garðbæinga á 55. mínútu, en tíu mínútum síðar minnkaði Haley Marie Thomas muninn fyrir Eyjakonur.
Það var svo rétt rúmum tíu mínútum fyrir leikslok sem Jasmín Erla fullkomnaði þrennu sína og gulltryggði Stjörnukonum sigurinn.
Niðurstaðan varð því 1-4 sigur gestanna frá Garðabæ og Stjarnan er á leið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna.