Matthías Örn mætir heimsmeistaranum í kvöld: „Draumur að rætast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 09:00 Íslandsmeistarinn Matthías Örn mætir heimsmeistaranum Peter Wright í kvöld. PDC Matthías Örn Friðriksson, þrefaldur Íslandsmeistari í pílukasti, tekur þátt á gríðarsterku móti í Kaupmannahöfn í dag. Hann hefur leik gegn heimsmeistaranum Peter Wright, eða Snakebite, en er lítið að spá í því þar sem það er einfaldlega draumur að rætast. Matthías Örn var tekinn tals á vef PDC (Professional Darts Corporation) þar sem hann fór yfir viðureign kvöldsins og uppgang sinn í pílukasti. „Eftir að ég hætti að spila fótbolta árið 2019 hef ég haft meiri tíma fyrir pílukast og átt möguleika á að keppa erlendis. Ég byrjaði að keppa á Nordic & Baltic mótaröðinni það ár og hef bætt mig gríðarlega síðan þá. Það er þó enn mikil vinna framundan ef ég ætla að verða með betri leikmönnum mótaraðarinnar,“ sagði Íslandsmeistarinn. „Það er draumur að rætast. Ég byrjaði að horfa á pílukast og spila það árið 2012. Ég hef alltaf ímyndað mér að ég myndi komast á stóra sviðið einn daginn.“ Krefjandi að búa á Íslandi en þetta mjakast í rétta átt „Ég er viss um að stressið mun segja til sín á einhverjum tímapunkti, en það er hluti af leiknum og ég sé þetta sem tækifæri til að læra og þróa leik minn enn frekar. Það er erfitt að keppa við þá bestu ef þú býrð á Íslandi en við höfum tekið stór skref fram á við.“ „Íþróttin er nú sýnt reglulega í sjónvarpinu og fær hún mikla athygli. Stærstu mót Íslands eru sýnt beint og við erum að byggja upp yngri kynslóðir. Það hefur verið frábært að sjá íþróttina vaxa á undanförnum árum,“ sagði Matthías Örn en hann er einnig forseti Íslenska Pílukastsambandsins. Anyone up for the Icelandic Viking clap in Forum? https://t.co/Az9uYLIGiu— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) June 9, 2022 „Að vera meðal keppenda á þessu móti mun veita íþróttinni enn meiri athygli á Íslandi og fleira fólk mun byrja að spila. Ég hef séð gríðarlega efnilega leikmenn spila á yngri flokka mótunum okkar og framtíðin er björt. Ég er ánægður með að geta sýnt fólk hvað er hægt að áorka ef þú leggur vinnuna á þig og æfir daglega,“ sagði Matthías Örn Friðriksson að endingu. Mattías Örn mætir hinum goðsagnakennda Snakebite í kvöld.PDC Pílukast Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira
Matthías Örn var tekinn tals á vef PDC (Professional Darts Corporation) þar sem hann fór yfir viðureign kvöldsins og uppgang sinn í pílukasti. „Eftir að ég hætti að spila fótbolta árið 2019 hef ég haft meiri tíma fyrir pílukast og átt möguleika á að keppa erlendis. Ég byrjaði að keppa á Nordic & Baltic mótaröðinni það ár og hef bætt mig gríðarlega síðan þá. Það er þó enn mikil vinna framundan ef ég ætla að verða með betri leikmönnum mótaraðarinnar,“ sagði Íslandsmeistarinn. „Það er draumur að rætast. Ég byrjaði að horfa á pílukast og spila það árið 2012. Ég hef alltaf ímyndað mér að ég myndi komast á stóra sviðið einn daginn.“ Krefjandi að búa á Íslandi en þetta mjakast í rétta átt „Ég er viss um að stressið mun segja til sín á einhverjum tímapunkti, en það er hluti af leiknum og ég sé þetta sem tækifæri til að læra og þróa leik minn enn frekar. Það er erfitt að keppa við þá bestu ef þú býrð á Íslandi en við höfum tekið stór skref fram á við.“ „Íþróttin er nú sýnt reglulega í sjónvarpinu og fær hún mikla athygli. Stærstu mót Íslands eru sýnt beint og við erum að byggja upp yngri kynslóðir. Það hefur verið frábært að sjá íþróttina vaxa á undanförnum árum,“ sagði Matthías Örn en hann er einnig forseti Íslenska Pílukastsambandsins. Anyone up for the Icelandic Viking clap in Forum? https://t.co/Az9uYLIGiu— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) June 9, 2022 „Að vera meðal keppenda á þessu móti mun veita íþróttinni enn meiri athygli á Íslandi og fleira fólk mun byrja að spila. Ég hef séð gríðarlega efnilega leikmenn spila á yngri flokka mótunum okkar og framtíðin er björt. Ég er ánægður með að geta sýnt fólk hvað er hægt að áorka ef þú leggur vinnuna á þig og æfir daglega,“ sagði Matthías Örn Friðriksson að endingu. Mattías Örn mætir hinum goðsagnakennda Snakebite í kvöld.PDC
Pílukast Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira