Vaktin: Segir Rússa hvorki hafa vilja né getu til að ráðast gegn Finnum og Svíum Hólmfríður Gísladóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 10. júní 2022 07:59 Vopnið hreinsað á víglínunni í Donetsk. AP/Bernat Armangue Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir rússnesk stjórnvöld ekki munu láta það gerast að „járntjald“ falli á efnahagslíf landsins líkt og þegar Sovétríkin voru og hétu. Þau mistök verða ekki endurtekin, segir hann. Á fundi með ungum athafnamönnum í gær sagði Pútín að landið yrði áfram „opið“ fyrir viðskiptum. „Það er ekki hægt að einangra ríki á borð við Rússland,“ sagði forsetinn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Pútín minntist þess í gær að 350 ár væru liðin frá fæðingu Péturs mikla Rússakeisara og líkti baráttu hans til að endurheimta landsvæði Rússlands við hernaðaraðgerðir Rússa í dag. Sagði hann Pétur ekki hafa átt í stríði, heldur hafa verið að skila Rússum því sem áður var þeirra. Úkraínumenn segjast hafa náð nokkrum árangri í götubardögum í Severodonetsk en að þeir muni ekki ná að snúa orrustunni um borgina sér í hag nema með vopnum frá Vesturlöndum. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast hafa þungar áhyggjur af breskum ríkisborgurum sem voru dæmdir til dauða í Donetsk í gær. Mennirnir voru skráðir í her Úkraínu en dæmdir sem málaliðar af óviðurkenndum dómstól. Erindreki Bandaríkjanna í málefnum er varða orkuöryggi segir mögulegt að Rússar séu að hagnast meira af sölu jarðefnaeldsneyta í dag en þeir gerðu áður en þeir réðust inn í Úkraínu. Hækkandi orkuverð vegi þungt á móti refsiðaðgerðum Vesturlanda.
Á fundi með ungum athafnamönnum í gær sagði Pútín að landið yrði áfram „opið“ fyrir viðskiptum. „Það er ekki hægt að einangra ríki á borð við Rússland,“ sagði forsetinn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Pútín minntist þess í gær að 350 ár væru liðin frá fæðingu Péturs mikla Rússakeisara og líkti baráttu hans til að endurheimta landsvæði Rússlands við hernaðaraðgerðir Rússa í dag. Sagði hann Pétur ekki hafa átt í stríði, heldur hafa verið að skila Rússum því sem áður var þeirra. Úkraínumenn segjast hafa náð nokkrum árangri í götubardögum í Severodonetsk en að þeir muni ekki ná að snúa orrustunni um borgina sér í hag nema með vopnum frá Vesturlöndum. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast hafa þungar áhyggjur af breskum ríkisborgurum sem voru dæmdir til dauða í Donetsk í gær. Mennirnir voru skráðir í her Úkraínu en dæmdir sem málaliðar af óviðurkenndum dómstól. Erindreki Bandaríkjanna í málefnum er varða orkuöryggi segir mögulegt að Rússar séu að hagnast meira af sölu jarðefnaeldsneyta í dag en þeir gerðu áður en þeir réðust inn í Úkraínu. Hækkandi orkuverð vegi þungt á móti refsiðaðgerðum Vesturlanda.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira