Fóru yfir mögulegan EM hóp landsliðsins: Ekkert sem kom á óvart Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 12:30 Bestu mörkin spáðu fyrir um landsliðshóp Íslands sem verður tilkynntur á föstudag. Omar Vega/Getty Images Hópur Íslands fyrir Evrópumótið í fótbolta verður tilkynntur á morgun, föstudag. Því ákvað Helana Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, að leyfa sérfræðingum þáttarins að velja sinn 23 manna hóp. Farið var yfir hópinn í síðasta þætti Bestu markanna þar sem 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta var gerð upp. Eftir að farið var yfir alla fimm leiki umferðarinnar snerist umræðan að hóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar. Þorsteinn Halldórsson mun tilkynna hóp sinn á morgun en hverjar myndu Bestu mörkin taka með til Englands. „Ég held að við séum að kafna úr spennu,“ sagði Helena áður en hópar þáttarins voru tilkynntir. Innslag Bestu markanna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Markverðir og varnarmenn Mögulegur EM-hópur; markverðir og varnarmenn.Stöð 2 Sport Sandra (Valur), Telma (Breiðablik) og Cecilía Rán (BayernMünchen) eru markverðir hópsins. Talið er nær öruggt að þetta séu þeir þrír markverðir sem Þorsteinn tekur með sér til Englands. Varnarlínan er örlítið flóknari þar sem Sif (Selfoss) hefur leikið í stöðu hægri bakvarðar og þá hefur Guðný (AC Milan) verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Ef hún er í lagi þá er hún í hópnum en ef hún er meidd þá opnast pláss fyrir annan leikmann. Nefndi Mist Rúnarsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna, Natöshu Moraa Anasi (Breiðablik) sem leikmann sem gæti komið inn. Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) og Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) voru einnig nefndar á nafn. „Verandi Þorsteinn Halldórsson, sem er frekar fastheldinn maður, þá efast ég um að það verði flugeldar eða eitthvað mjög óvænt hjá honum á föstudaginn,“ sagði Mist. Í kjölfarið var farið yfir þann fjölda miðvarða sem íslenska landsliðið hefur úr að velja og hvert Sif sé í raun hugsuð sem hægri bakvörður. „Aðallega þessar stöður sem hann er að klára að púsla ef maður ætti að giska,“ bætti Harpa Þorsteinsdóttir við. Miðjumenn og sóknarmenn Mögulegur EM-hópur; miðjumenn og sóknarmenn.Stöð 2 Sport „Stærsta spurningamerkið er hin unga Amanda Andradóttir (Kristianstad) en mér finnst hún hafa komið það vel inn í síðustu verkefni. Hún er annar X-factor leikmaður og ég held að hún verði þarna,“ sagði Mist um stöðuna á miðjunni en áður hafði verið yfir þann X-factor sem Áslaug Munda býr yfir. Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg) er ekki í hóp Bestu markanna en hún hefur verið í hóp hjá Þorsteini áður. Mist þuldi upp nokkur nöfn sem ekki eru í hópnum en gætu gert tilkall til þess: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Diljá Ýr Zomers (Häcken) Andrea Rún Snæfeld Hauksdóttir (Club América) Berglind Rós Ágústsdóttir (Örebro) „Þetta er bara tilfinning, þetta er bara gisk. Selma Sól gæti allt eins verið þarna,“ sagði Mist áður en Harpa fékk orðið. Selma Sól (#14) fagnar marki sínu gegn Tékklandi í SheBelieves-bikarnum í febrúar á þessu ári.Omar Vega/Getty Images „Hún er pottþétt í einum af þessum sætum sem hafa verið spurningamerki. Hún hefur kannski ekki verið eins áberandi núna eins og hún var fyrir meiðslin. Hún var eiginlega búin að eigna sér sæti fyrir þau.“ „Ég held við búum bara hvað best að miðjumönnum, ógeðslega erfitt að komast þarna að. Erum með frábæra leikmenn.“ Að lokum voru fremstu menn liðsins ræddir. Helena hafði áhyggjur af spiltíma Öglu Maríu (Häcken) og velti fyrir sér hvort það gæti háð henni. Þá voru meiðsli Svövu Rósar og Berglindar Björgu (báðar Brann) einnig til umræðu sem og sæti Elínar Mettu Jensen (Valur) þar sem hún hefur ekki verið upp á sitt besta með Val í sumar. Klippa: Bestu mörkin völdu sinn landsliðshóp fyrir EM 2022 Fótbolti EM 2022 í Englandi Bestu mörkin Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Farið var yfir hópinn í síðasta þætti Bestu markanna þar sem 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta var gerð upp. Eftir að farið var yfir alla fimm leiki umferðarinnar snerist umræðan að hóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar. Þorsteinn Halldórsson mun tilkynna hóp sinn á morgun en hverjar myndu Bestu mörkin taka með til Englands. „Ég held að við séum að kafna úr spennu,“ sagði Helena áður en hópar þáttarins voru tilkynntir. Innslag Bestu markanna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Markverðir og varnarmenn Mögulegur EM-hópur; markverðir og varnarmenn.Stöð 2 Sport Sandra (Valur), Telma (Breiðablik) og Cecilía Rán (BayernMünchen) eru markverðir hópsins. Talið er nær öruggt að þetta séu þeir þrír markverðir sem Þorsteinn tekur með sér til Englands. Varnarlínan er örlítið flóknari þar sem Sif (Selfoss) hefur leikið í stöðu hægri bakvarðar og þá hefur Guðný (AC Milan) verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Ef hún er í lagi þá er hún í hópnum en ef hún er meidd þá opnast pláss fyrir annan leikmann. Nefndi Mist Rúnarsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna, Natöshu Moraa Anasi (Breiðablik) sem leikmann sem gæti komið inn. Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) og Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) voru einnig nefndar á nafn. „Verandi Þorsteinn Halldórsson, sem er frekar fastheldinn maður, þá efast ég um að það verði flugeldar eða eitthvað mjög óvænt hjá honum á föstudaginn,“ sagði Mist. Í kjölfarið var farið yfir þann fjölda miðvarða sem íslenska landsliðið hefur úr að velja og hvert Sif sé í raun hugsuð sem hægri bakvörður. „Aðallega þessar stöður sem hann er að klára að púsla ef maður ætti að giska,“ bætti Harpa Þorsteinsdóttir við. Miðjumenn og sóknarmenn Mögulegur EM-hópur; miðjumenn og sóknarmenn.Stöð 2 Sport „Stærsta spurningamerkið er hin unga Amanda Andradóttir (Kristianstad) en mér finnst hún hafa komið það vel inn í síðustu verkefni. Hún er annar X-factor leikmaður og ég held að hún verði þarna,“ sagði Mist um stöðuna á miðjunni en áður hafði verið yfir þann X-factor sem Áslaug Munda býr yfir. Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg) er ekki í hóp Bestu markanna en hún hefur verið í hóp hjá Þorsteini áður. Mist þuldi upp nokkur nöfn sem ekki eru í hópnum en gætu gert tilkall til þess: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Diljá Ýr Zomers (Häcken) Andrea Rún Snæfeld Hauksdóttir (Club América) Berglind Rós Ágústsdóttir (Örebro) „Þetta er bara tilfinning, þetta er bara gisk. Selma Sól gæti allt eins verið þarna,“ sagði Mist áður en Harpa fékk orðið. Selma Sól (#14) fagnar marki sínu gegn Tékklandi í SheBelieves-bikarnum í febrúar á þessu ári.Omar Vega/Getty Images „Hún er pottþétt í einum af þessum sætum sem hafa verið spurningamerki. Hún hefur kannski ekki verið eins áberandi núna eins og hún var fyrir meiðslin. Hún var eiginlega búin að eigna sér sæti fyrir þau.“ „Ég held við búum bara hvað best að miðjumönnum, ógeðslega erfitt að komast þarna að. Erum með frábæra leikmenn.“ Að lokum voru fremstu menn liðsins ræddir. Helena hafði áhyggjur af spiltíma Öglu Maríu (Häcken) og velti fyrir sér hvort það gæti háð henni. Þá voru meiðsli Svövu Rósar og Berglindar Björgu (báðar Brann) einnig til umræðu sem og sæti Elínar Mettu Jensen (Valur) þar sem hún hefur ekki verið upp á sitt besta með Val í sumar. Klippa: Bestu mörkin völdu sinn landsliðshóp fyrir EM 2022
Fótbolti EM 2022 í Englandi Bestu mörkin Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira