Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júní 2022 18:26 Reynir telst hafa brotið siðrareglur sem varða hagsmunaárekstur. Vísir Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. Í kærunni tilgreindi Róbert sérstaklega fimm greinar um sig sem birtar voru á vef Mannlífs og vildi einnig meina að miðillinn héldi úti stanslausum áróðri gegn sér fyrir tilstuðlan Halldórs Kristmannssonar, fyrrum samstarfsmanns Róberts. Í kærunni kemur fram að Halldór fjármagni miðilinn að einhverju leyti. Óvönduð og bersýnilega röng umfjöllun Róbert taldi að Reynir hafi brotið gegn siðareglum félagsins með óvandaðri og bersýnilega rangri umfjöllun um sig með fjárhagslegan ávinning að leiðarljósi. Halldór hefur greitt Skrúðás ehf., fyrirtækinu sem Reynir á Mannlíf í gegnum, um þrjátíu milljónir króna fyrir textasmíð og aðstoð við textasmíð. Reynir óskaði eftir því í gegnum lögmann að kærunni yrði vísað frá en til vara að kröfum Róberts verði hafnað. Í andsvörum Reynis við kærunni segir að Halldór sé ekki fjárhagslegur bakhjarl Mannlífs en að hann sjálfur vinni þó að bók um Róbert Wessmann sem Halldór hefur kostað. Vanhæfur til að fjalla um Róbert Að mati siðanefndarinnar er Reynir vanhæfur til að fjalla um málefni Róberts þar sem hann hefur þegið greiðslur frá Halldóri. Telst umfjöllunin vera brot á 5. grein siðareglna sem fjallar um hagsmunaárekstra. Hagsmunaáreksturinn flokkast sem alvarlegur sem er næsthæsti mögulegi flokkur. Trausti Hafsteinsson, fyrrum aðstoðarritstjóri Mannlífs, var einnig kærður en af gögnum málsins verður ekki séð að hann hafi þegið greiðslur frá Halldóri. Hann telst því ekki hafa brotið siðareglurnar. Fjölmiðlar Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin. 4. mars 2022 17:19 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í kærunni tilgreindi Róbert sérstaklega fimm greinar um sig sem birtar voru á vef Mannlífs og vildi einnig meina að miðillinn héldi úti stanslausum áróðri gegn sér fyrir tilstuðlan Halldórs Kristmannssonar, fyrrum samstarfsmanns Róberts. Í kærunni kemur fram að Halldór fjármagni miðilinn að einhverju leyti. Óvönduð og bersýnilega röng umfjöllun Róbert taldi að Reynir hafi brotið gegn siðareglum félagsins með óvandaðri og bersýnilega rangri umfjöllun um sig með fjárhagslegan ávinning að leiðarljósi. Halldór hefur greitt Skrúðás ehf., fyrirtækinu sem Reynir á Mannlíf í gegnum, um þrjátíu milljónir króna fyrir textasmíð og aðstoð við textasmíð. Reynir óskaði eftir því í gegnum lögmann að kærunni yrði vísað frá en til vara að kröfum Róberts verði hafnað. Í andsvörum Reynis við kærunni segir að Halldór sé ekki fjárhagslegur bakhjarl Mannlífs en að hann sjálfur vinni þó að bók um Róbert Wessmann sem Halldór hefur kostað. Vanhæfur til að fjalla um Róbert Að mati siðanefndarinnar er Reynir vanhæfur til að fjalla um málefni Róberts þar sem hann hefur þegið greiðslur frá Halldóri. Telst umfjöllunin vera brot á 5. grein siðareglna sem fjallar um hagsmunaárekstra. Hagsmunaáreksturinn flokkast sem alvarlegur sem er næsthæsti mögulegi flokkur. Trausti Hafsteinsson, fyrrum aðstoðarritstjóri Mannlífs, var einnig kærður en af gögnum málsins verður ekki séð að hann hafi þegið greiðslur frá Halldóri. Hann telst því ekki hafa brotið siðareglurnar.
Fjölmiðlar Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin. 4. mars 2022 17:19 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28
Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin. 4. mars 2022 17:19
Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent