Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2022 17:06 Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. vísir Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. „Óþörf vistarbönd þjóna hvorki hagsmunum bílstjóranna sjálfra né neytenda. Tímabært er stíga skrefið til fulls, án sérstakra ívilnana eða takmarkana, öllum til hagsbóta,“ segir í umsögninni. Í greinagerð frumvarps innviðaráðherra segir að ástæða þess sé álit ESA sem teldi líkur á því að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem ekki samræmdust skyldum íslenska ríkisins að EES-rétti. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, telur að frumvarpinu, í núverandi mynd, sé ekki ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri. „Innviðaráðherra viðrist ekki ætla að stíga skrefið til fulls, í staðinn koma inn aðrar hindranir líkt og þröng skilyrði við útgáfu leyfa. Þetta er óþarflega íþyngjandi,“ sagði Jóhannes Stefánsson í viðtali í Bítinu í síðustu viku. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhannes í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Svartur markaður á yfirborðið Umræðan um komu Uber og Lyft til landsins hefur verið nokkuð hávær en á meðan þrífst svartur markaður „Skutlara“ á Íslandi á samfélagsmiðlum. Jóhannes telur að það færi mun betur á því að taka slíka starfsemi upp á yfirborðið. „Það er samkeppni til staðar frá þessum ólögmætu hópum, það væri bara miklu betra að gera þeim sem skutla kleift að koma inn á markaðinn, t.d. með því að laga skilyrðin. Hvort sem það er Uber eitthvað annað.“ Frumvarpið myndi þó ekki greiða veg Uber eða annars konar fyrirtækja til landsins, að sögn Jóhannesar. Löggildir gjaldmælar standi því meðal annars í vegi. „Við erum að benda á það að ráðherra eða önnur stjórnvöld eigi ekki að ákveða hvernig menn selji sína þjónustu. Þarna er komið í veg fyrir nýsköpun og framþróun í greininni.“ Leigubifreiðastjórar standi auðum höndum á virkum dögum en anni ekki eftirspurn um helgar og er slíkt afleiðing ósveigjanleika kerfisins, að sögn Jóhannesar. Tillögur Viðskiptaráðs snúi því að því að gera kerfið sveigjanlegra og veita bílstjórum meira frjálsræði. „Við þurfum að færa okkur til framtíðar,“ sagði Jóhannes að lokum. Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
„Óþörf vistarbönd þjóna hvorki hagsmunum bílstjóranna sjálfra né neytenda. Tímabært er stíga skrefið til fulls, án sérstakra ívilnana eða takmarkana, öllum til hagsbóta,“ segir í umsögninni. Í greinagerð frumvarps innviðaráðherra segir að ástæða þess sé álit ESA sem teldi líkur á því að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem ekki samræmdust skyldum íslenska ríkisins að EES-rétti. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, telur að frumvarpinu, í núverandi mynd, sé ekki ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri. „Innviðaráðherra viðrist ekki ætla að stíga skrefið til fulls, í staðinn koma inn aðrar hindranir líkt og þröng skilyrði við útgáfu leyfa. Þetta er óþarflega íþyngjandi,“ sagði Jóhannes Stefánsson í viðtali í Bítinu í síðustu viku. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhannes í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Svartur markaður á yfirborðið Umræðan um komu Uber og Lyft til landsins hefur verið nokkuð hávær en á meðan þrífst svartur markaður „Skutlara“ á Íslandi á samfélagsmiðlum. Jóhannes telur að það færi mun betur á því að taka slíka starfsemi upp á yfirborðið. „Það er samkeppni til staðar frá þessum ólögmætu hópum, það væri bara miklu betra að gera þeim sem skutla kleift að koma inn á markaðinn, t.d. með því að laga skilyrðin. Hvort sem það er Uber eitthvað annað.“ Frumvarpið myndi þó ekki greiða veg Uber eða annars konar fyrirtækja til landsins, að sögn Jóhannesar. Löggildir gjaldmælar standi því meðal annars í vegi. „Við erum að benda á það að ráðherra eða önnur stjórnvöld eigi ekki að ákveða hvernig menn selji sína þjónustu. Þarna er komið í veg fyrir nýsköpun og framþróun í greininni.“ Leigubifreiðastjórar standi auðum höndum á virkum dögum en anni ekki eftirspurn um helgar og er slíkt afleiðing ósveigjanleika kerfisins, að sögn Jóhannesar. Tillögur Viðskiptaráðs snúi því að því að gera kerfið sveigjanlegra og veita bílstjórum meira frjálsræði. „Við þurfum að færa okkur til framtíðar,“ sagði Jóhannes að lokum.
Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45