Upplifði öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi í samfélaginu og í bæjarstjórn Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2022 14:36 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, er spennt fyrir komandi kjörtímabili. Seinni hluti síðasta kjörtímabils reyndist frekar erfiður. Samfylkingin Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa upplifað ansi súra stemningu bæði í bæjarstjórn og frá bæjarbúum á síðasta kjörtímabili, sérstaklega eftir að minni- og meirihlutinn voru lagðir niður í september árið 2020. Hún er svekkt en spennt að vera í minnihluta á næsta kjörtímabili. Á Akureyri mynda Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn nýskipaðan meirihluta bæjarstjórnar. Flokkarnir hlutu samtals sex fulltrúa af ellefu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Ætlar að vera öflug í minnihlutanum Í kosningunum tapaði Samfylkingin einum manni og er Hilda Jana eini fulltrúi þeirra í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Hilda vera búin að þurrka af sér svekkelsið eftir kosningarnar. „Ég er bara peppuð í þetta, þegar maður þurrkar af sér svekkelsið. Ég ætla ekkert að þykjast eins og allt sé frábært, maður er svekktur með úrslitin og að vera ekki í meirihluta en að sama skapi er ég alveg sannfærð um að við getum orðið alveg rosalega öflug í minnihluta og haft mikil áhrif,“ segir Hilda. Upplifði leiðindi en fékk einnig stuðning Fyrri helming seinasta kjörtímabils var Samfylkingin í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Bæjarlistanum. Seinni helminginn var mynduð samstjórn allra flokka til að takast á við slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Í færslu sem Hilda birti á Facebook-síðu sinni í dag segist hún hafa átt góð og slæm samskipti við bæjarstjórn og samfélagið í heild sinni eftir það. „Það hefur verið mun erfiðara en ég átti von á upplifa öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi. Ég skal alveg viðurkenna að stundum hef ég bognað, en ég hef þó aldrei nokkru sinni brotnað. Ég hef líka upplifað mikið þakklæti, hrós og ómetanlegan stuðning sem hvetur mig svo sannarlega áfram. Spegilmyndin mín er mjög stolt af mér, ég er sterkari og staðfastari en nokkru sinni áður, ég veit hvað ég hef gert og fyrir hvað ég stend.“ Töluverður málefnaágreiningur Samfylkingin tók þátt í meirihlutaviðræðum eftir kosningarnar í ár ásamt Miðflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Hilda sá ekki fram á gott samstarf og sleit viðræðunum. „Þetta var töluverður málefnaágreiningur, sérstaklega í velferðarmálum, í umhverfis- og loftslagsmálum og skipulagsmálum. Ég myndi segja að þeir þrír flokkar hafi verið svona helst, en allra mest málefni sem vörðuðu þá hópa samfélagsins sem eru í viðkvæmustu stöðunni,“ segir Hilda. Akureyri Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40 BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Á Akureyri mynda Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn nýskipaðan meirihluta bæjarstjórnar. Flokkarnir hlutu samtals sex fulltrúa af ellefu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Ætlar að vera öflug í minnihlutanum Í kosningunum tapaði Samfylkingin einum manni og er Hilda Jana eini fulltrúi þeirra í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Hilda vera búin að þurrka af sér svekkelsið eftir kosningarnar. „Ég er bara peppuð í þetta, þegar maður þurrkar af sér svekkelsið. Ég ætla ekkert að þykjast eins og allt sé frábært, maður er svekktur með úrslitin og að vera ekki í meirihluta en að sama skapi er ég alveg sannfærð um að við getum orðið alveg rosalega öflug í minnihluta og haft mikil áhrif,“ segir Hilda. Upplifði leiðindi en fékk einnig stuðning Fyrri helming seinasta kjörtímabils var Samfylkingin í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Bæjarlistanum. Seinni helminginn var mynduð samstjórn allra flokka til að takast á við slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Í færslu sem Hilda birti á Facebook-síðu sinni í dag segist hún hafa átt góð og slæm samskipti við bæjarstjórn og samfélagið í heild sinni eftir það. „Það hefur verið mun erfiðara en ég átti von á upplifa öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi. Ég skal alveg viðurkenna að stundum hef ég bognað, en ég hef þó aldrei nokkru sinni brotnað. Ég hef líka upplifað mikið þakklæti, hrós og ómetanlegan stuðning sem hvetur mig svo sannarlega áfram. Spegilmyndin mín er mjög stolt af mér, ég er sterkari og staðfastari en nokkru sinni áður, ég veit hvað ég hef gert og fyrir hvað ég stend.“ Töluverður málefnaágreiningur Samfylkingin tók þátt í meirihlutaviðræðum eftir kosningarnar í ár ásamt Miðflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Hilda sá ekki fram á gott samstarf og sleit viðræðunum. „Þetta var töluverður málefnaágreiningur, sérstaklega í velferðarmálum, í umhverfis- og loftslagsmálum og skipulagsmálum. Ég myndi segja að þeir þrír flokkar hafi verið svona helst, en allra mest málefni sem vörðuðu þá hópa samfélagsins sem eru í viðkvæmustu stöðunni,“ segir Hilda.
Akureyri Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40 BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40
BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45