Vaktin: Stríðið kosti Rússa 300 hermenn á dag Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 8. júní 2022 07:07 Zelenzkiy á fundi ráðamanna Tékklands, Póllands og Slóveníu. Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir í viðtali við Financial Times að pattstaða í stríðinu við Rússa sé ekki valkostur og að Úkraína verði að hafa sigur á vígvellinum. Hann segir skort á vopnum hamla gagnsókn Úkraínuhers. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Í viðtalinu við Financial Times var Selenskí spurður að því hvað „sigur“ þýddi í hugum Úkraínumanna. Forsetinn sagði það myndu vera „góðan tímabundinn sigur“ að endurheimta það svæði sem Rússar hefðu náð á sitt vald frá því að innrásin hófst. Fullnaðarsigur væri hins vegar að endurheimta einnig Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Selenskí ítrekaði að hann væri reiðubúinn til að ræða við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og sagði engan annan að ræða við. Breska varnarmálaráðuneytið segir Úkraínumenn enn veita mótspyrnu í borginni Severodonetsk en harðar árásir Rússa halda áfram. Ríkisstjóri Luhansk segir hermenn Úkraínu ekki munu láta borgina falla á meðan þeir geta enn barist. Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni eru aftur farnar að berast sjálfvirkar mælingar frá geislamælum umhverfis Tjernobyl-kjarnorkuverið. Sendingarnar hættu þegar Rússar náðu verinu á sitt vald skömmu eftir að innrásin hófst. Rússneska fréttastofan TASS segir um þúsund úkraínska hermenn sem gáfu sig fram við Rússa í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól hafa verið flutta til Rússlands vegna rannsóknar. Fleiri verði fluttir þangað „seinna“. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, sagði í viðtali í gær að hún hefði freistað þess að koma í veg fyrir atburð á borð við innrás Rússa í Úkraínu og að hún sæi ekki eftir samskiptum sínum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Í viðtalinu við Financial Times var Selenskí spurður að því hvað „sigur“ þýddi í hugum Úkraínumanna. Forsetinn sagði það myndu vera „góðan tímabundinn sigur“ að endurheimta það svæði sem Rússar hefðu náð á sitt vald frá því að innrásin hófst. Fullnaðarsigur væri hins vegar að endurheimta einnig Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Selenskí ítrekaði að hann væri reiðubúinn til að ræða við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og sagði engan annan að ræða við. Breska varnarmálaráðuneytið segir Úkraínumenn enn veita mótspyrnu í borginni Severodonetsk en harðar árásir Rússa halda áfram. Ríkisstjóri Luhansk segir hermenn Úkraínu ekki munu láta borgina falla á meðan þeir geta enn barist. Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni eru aftur farnar að berast sjálfvirkar mælingar frá geislamælum umhverfis Tjernobyl-kjarnorkuverið. Sendingarnar hættu þegar Rússar náðu verinu á sitt vald skömmu eftir að innrásin hófst. Rússneska fréttastofan TASS segir um þúsund úkraínska hermenn sem gáfu sig fram við Rússa í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól hafa verið flutta til Rússlands vegna rannsóknar. Fleiri verði fluttir þangað „seinna“. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, sagði í viðtali í gær að hún hefði freistað þess að koma í veg fyrir atburð á borð við innrás Rússa í Úkraínu og að hún sæi ekki eftir samskiptum sínum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira