Íhaldsmenn greiða atkvæði um vantraust á Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2022 07:58 Sumir íhaldsmenn eru orðnir langþreyttir á hneykslismálum sem virðast fylgja Boris Johnson eins og flær fylgja hundi. AP/Matt Dunham Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag eftir að meiri en 15% þingmannanna óskuðu eftir henni. Hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan Íhaldsflokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan strangar samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en segist ætla að sitja sem fastast. Graham Brady, formaður þingflokks Íhaldsflokksins, segist hafa fengið bréf frá fleiri en fimmtán prósentum þingmanna flokksins. Atkvæðagreiðsla um vantraust fer fram í neðri deild þingsins á milli klukkan 17 og 19 að íslenskum tíma í kvöld. Lýsi þingflokkurinn yfir vantrausti á Johnson verður hann settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Standi hann það af sér verður ekki hægt að leggja fram aðra slíka tillögu í að minnsta kosti eitt ár. Alls þurfa 180 þingmenn að greiða atkvæði með vantrauststillögunni en atkvæðagreiðslan er leynileg. Johnson er sagður „fagna“ tækifærinu að skýra mál sitt fyrir þingmönnum flokksins. Atkvæðagreiðslan sé ennfremur tækifæri til að binda enda á mánaðalangar vangaveltur um framtíð hans og leyfa ríkisstjórninni að halda áfram störfum. Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Íhaldsmenn tapa hundruðum sæta í sveitarstjórnarkosningum á Englandi Breski íhaldsflokkurinn virðist fara illa út úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Sumir frambjóðendur flokksins eru á meðal þeirra sem kenna óvinsældum Boris Johnson forsætisráðherra um tapið. 6. maí 2022 07:55 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Hart hefur verið sótt að Johnson bæði innan og utan Íhaldsflokksins undanfarin misseri, ekki síst vegna uppljóstrana um ítrekuð veisluhöld í Downing-stræti 10 á meðan strangar samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í skýrslu um rannsókn siðavarðar ríkisstjórnarinnar kom fram að vanvirðing fyrir reglum hafi liðist á meðal starfsliðs forsætisráðherrans og að æðstu stjórnendur yrðu að taka ábyrgð á þeirri menningu. Önnur þverpólitísk rannsókn á veisluhöldunum hefur nú verið boðuð. Johnson hefur beðist afsökunar á veislustandinu en segist ætla að sitja sem fastast. Graham Brady, formaður þingflokks Íhaldsflokksins, segist hafa fengið bréf frá fleiri en fimmtán prósentum þingmanna flokksins. Atkvæðagreiðsla um vantraust fer fram í neðri deild þingsins á milli klukkan 17 og 19 að íslenskum tíma í kvöld. Lýsi þingflokkurinn yfir vantrausti á Johnson verður hann settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins. Standi hann það af sér verður ekki hægt að leggja fram aðra slíka tillögu í að minnsta kosti eitt ár. Alls þurfa 180 þingmenn að greiða atkvæði með vantrauststillögunni en atkvæðagreiðslan er leynileg. Johnson er sagður „fagna“ tækifærinu að skýra mál sitt fyrir þingmönnum flokksins. Atkvæðagreiðslan sé ennfremur tækifæri til að binda enda á mánaðalangar vangaveltur um framtíð hans og leyfa ríkisstjórninni að halda áfram störfum. Síðast greiddi Íhaldsflokkurinn atkvæði um vantraust á hendur Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, í miðju ölduróti í kringum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í desember árið 2018. May stóðst atlöguna en sagði af sér aðeins nokkrum mánuðum síðar. Johnson tók við af henni í júlí árið 2019.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Íhaldsmenn tapa hundruðum sæta í sveitarstjórnarkosningum á Englandi Breski íhaldsflokkurinn virðist fara illa út úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Sumir frambjóðendur flokksins eru á meðal þeirra sem kenna óvinsældum Boris Johnson forsætisráðherra um tapið. 6. maí 2022 07:55 Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01
Íhaldsmenn tapa hundruðum sæta í sveitarstjórnarkosningum á Englandi Breski íhaldsflokkurinn virðist fara illa út úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Sumir frambjóðendur flokksins eru á meðal þeirra sem kenna óvinsældum Boris Johnson forsætisráðherra um tapið. 6. maí 2022 07:55
Boris biðst afsökunar á partýstandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri. 19. apríl 2022 16:25