ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2022 12:25 Brúnkolaorkuver í Þýskalandi. Kolanotkun er nú þrefalt minni en hún var árið 1990. Vísir/EPA Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. Umhverfisstofnun Evrópu sendi inn losunartölur Evrópusambandsins til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar á þriðjudag. Losunin hefur dregist saman um rétt tæplega tvo milljarða tonna af koltvísýringsígildum á þrjátíu árum. Samdrátturinn á milli 2019 og 2020 var ellefu prósent, sá mesti á einu ári frá 1990. Þar réðu miklu áhrif sóttvarnaaðgerða í kórónuveiruheimsfaraldrinum þegar verulega hægði á iðnaði og alls kyns samgöngum. Engu að síður náðu ESB-ríkin þegar 20%-markmiði sínu áður en faraldurinn hófst. Árið 2019 hafði losunin þegar dregist saman um 26%. Losun vegna landnotkunar, breytinga á landnotkun og skógum var ekki inni í markmiði ESB um fimmtungssamdrátt fyrir 2020. Hins vegar er losun vegna alþjóðaflugs inni í þeim. Sé losun frá flugi tekin út fyrir sviga dróst losun í Evrópu saman um 8,5% í staðinn fyrir 11% faraldursárið 2020. Losun frá alþjóðaflugi minnkaði um 59% á milli 2019 og 2020. Nærri helmingur samdráttarins í Þýskalandi og Bretlandi Vaxandi notkun endurnýjalegra orkugjafa, skipti úr kolum yfir í gas sem losar minna kolefni við bruna, aukin orkunýtni og minni eftirspurn eftir húshitun vegna hlýrri vetra í Evrópu er sögð á meðal ástæða þess að losunin dróst saman í álfunni fyrir faraldurinn. Kolanotkun er nú þrefalt minni í Evrópu en hún var árið 1990. Losun frá öllum geirum minnkaði á tímabilinu fyrir utan samgöngur, kælikerfi og loftkælingu. Umhverfisstofnunin segir að losun frá tveimur síðastnefndu geirunum sé byrjuð að dragast saman aftur. Nærri því öll aðildarríkin drógu úr losun sinni borið saman við árið 1990. Mestu munaði þó um framlag Bretlands og Þýskalands sem saman báru ábyrgð á um 47% samdráttar álfunnar. Bretland gekk úr Evrópusambandinu í febrúar árið 2020. Ekkert sérstakt fagnaðarefni Eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk hefur losun aukist hratt aftur. Samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar jókst losununin um átján prósent síðasta vor borið saman við árið áður. Wijnand Stoefs frá félagasamtökunum Kolefnismarkaðsvaktinni segir vefmiðlinum Euractiv að hann búist við því að losunartölurnar fyrir 2021 og 2022 rísi. Þannig hafi losun stóriðju og fyrirtækja sem heyra undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) aukist um 7,3% í fyrra, borið saman við árið á undan. „Markmiðin fyrir 2020 voru bara ekki nógu metnaðarfull þannig að við náðum þeim án þess að leggja sérlega mikið á okkur. Lærdómurinn hér er að við þurfum metnaðarfyllri markmið, þar á meðal fyrir 2030,“ segir Stoefs. Í sama streng tekur Silvia Pastorelli frá Grænfriðungum í Evrópu. „Að ná of lágum loftslagsmarkmiðum vegna tímabundinnar niðursveiflu í efnahagslífinu er ekkert til að fagna. Að stefna á eða ná markmiðum sem vísindin segja að séu lægri en hlutdeild Evrópusambandsins í að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður er að firra sig ábyrgð,“ segir hún. Núverandi markmið Evrópusambandsins er að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Íslensk stjórnvöld hafa sagt ætla að taka þátt í losunarmarkmiði Evrópusambandsríkja. Enn er unnið að því að reikna hlutdeild Íslands í markmiðinu út en hún var 29% samdráttur í fyrra markmiði ESB um 40% samdrátt fyrir 2030. Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Losun dróst saman en áfram vantar upp í markmið Íslands Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. 3. maí 2022 16:56 Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 17. desember 2021 07:01 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Umhverfisstofnun Evrópu sendi inn losunartölur Evrópusambandsins til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar á þriðjudag. Losunin hefur dregist saman um rétt tæplega tvo milljarða tonna af koltvísýringsígildum á þrjátíu árum. Samdrátturinn á milli 2019 og 2020 var ellefu prósent, sá mesti á einu ári frá 1990. Þar réðu miklu áhrif sóttvarnaaðgerða í kórónuveiruheimsfaraldrinum þegar verulega hægði á iðnaði og alls kyns samgöngum. Engu að síður náðu ESB-ríkin þegar 20%-markmiði sínu áður en faraldurinn hófst. Árið 2019 hafði losunin þegar dregist saman um 26%. Losun vegna landnotkunar, breytinga á landnotkun og skógum var ekki inni í markmiði ESB um fimmtungssamdrátt fyrir 2020. Hins vegar er losun vegna alþjóðaflugs inni í þeim. Sé losun frá flugi tekin út fyrir sviga dróst losun í Evrópu saman um 8,5% í staðinn fyrir 11% faraldursárið 2020. Losun frá alþjóðaflugi minnkaði um 59% á milli 2019 og 2020. Nærri helmingur samdráttarins í Þýskalandi og Bretlandi Vaxandi notkun endurnýjalegra orkugjafa, skipti úr kolum yfir í gas sem losar minna kolefni við bruna, aukin orkunýtni og minni eftirspurn eftir húshitun vegna hlýrri vetra í Evrópu er sögð á meðal ástæða þess að losunin dróst saman í álfunni fyrir faraldurinn. Kolanotkun er nú þrefalt minni í Evrópu en hún var árið 1990. Losun frá öllum geirum minnkaði á tímabilinu fyrir utan samgöngur, kælikerfi og loftkælingu. Umhverfisstofnunin segir að losun frá tveimur síðastnefndu geirunum sé byrjuð að dragast saman aftur. Nærri því öll aðildarríkin drógu úr losun sinni borið saman við árið 1990. Mestu munaði þó um framlag Bretlands og Þýskalands sem saman báru ábyrgð á um 47% samdráttar álfunnar. Bretland gekk úr Evrópusambandinu í febrúar árið 2020. Ekkert sérstakt fagnaðarefni Eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk hefur losun aukist hratt aftur. Samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar jókst losununin um átján prósent síðasta vor borið saman við árið áður. Wijnand Stoefs frá félagasamtökunum Kolefnismarkaðsvaktinni segir vefmiðlinum Euractiv að hann búist við því að losunartölurnar fyrir 2021 og 2022 rísi. Þannig hafi losun stóriðju og fyrirtækja sem heyra undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) aukist um 7,3% í fyrra, borið saman við árið á undan. „Markmiðin fyrir 2020 voru bara ekki nógu metnaðarfull þannig að við náðum þeim án þess að leggja sérlega mikið á okkur. Lærdómurinn hér er að við þurfum metnaðarfyllri markmið, þar á meðal fyrir 2030,“ segir Stoefs. Í sama streng tekur Silvia Pastorelli frá Grænfriðungum í Evrópu. „Að ná of lágum loftslagsmarkmiðum vegna tímabundinnar niðursveiflu í efnahagslífinu er ekkert til að fagna. Að stefna á eða ná markmiðum sem vísindin segja að séu lægri en hlutdeild Evrópusambandsins í að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður er að firra sig ábyrgð,“ segir hún. Núverandi markmið Evrópusambandsins er að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Íslensk stjórnvöld hafa sagt ætla að taka þátt í losunarmarkmiði Evrópusambandsríkja. Enn er unnið að því að reikna hlutdeild Íslands í markmiðinu út en hún var 29% samdráttur í fyrra markmiði ESB um 40% samdrátt fyrir 2030.
Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Losun dróst saman en áfram vantar upp í markmið Íslands Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. 3. maí 2022 16:56 Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 17. desember 2021 07:01 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Losun dróst saman en áfram vantar upp í markmið Íslands Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. 3. maí 2022 16:56
Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 17. desember 2021 07:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent