Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2022 19:31 Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. Bretar fagna því í dag og næstu fjóra daga að 70 ár eru í dag frá því að Elísabet II varð drottning aðeins 25 ára gömul eftir að faðir hennar Georg VI lést í febrúar 1952. Hún var krýnd hinn 2. júní árið eftir. Í leiðinni fagna Bretar opinberum afmælisdegi drottingar sem varð 96 ára hinn 26. apríl. Opinber afmælisdagur þjóðhöfðingja Breta er hins vegar haldinn annan laugardag í júní í von um gott veður. Hann var færður fram á þessu ári í tilefni 70 ára tímamótanna. Gífurlegur fjöldi fólks kom saman á Mall breiðstrætinu sem liggur frá Buckingham höll til að fagna með drottningunni í blíðskapar veðri í dag.AP/Daniel Lea Tugir þúsunda manna komu saman við Buckinghamhöll og breiðgötuna Mall sem liggur frá höllinni til að fylgjast með skúrðgöngum og öðrum atriðum. Sumir höfðu mætt í gærkvöldi eða nótt til að tryggja sér góða staðsetningu. Hefð er fyrir því í Bretlandi að boða til götusamkvæma í tilefni stórhátíða eins og í dag. Hundruð þúsunda slíkra samkvæma voru haldin í dag.AP/Stefan Rousseau Diane Principi kom alla leið frá Toronto í samveldisríkinu Kanada. „Ég er mikill aðdáandi konungsfjölskyldunnar og allrar sögu Englands. Þetta er fyrsta heimsókn mín og með þessari ferð rætist lífstíðarósk mín,“ sagði Principi glöð í bragði. Fallbyssuskotum var hleypt af við Tower brúnna og víðar til heiðurs drottningunni.AP/Joe Cook Carly Martin íbúi í Lundúnum sagðist mætt til að skapa minningar. „Þetta gerist bara einu sinni. Maður sér þetta ekki aftur á lífsleiðinni, að minnsta kosti ekki minni, kannski. Ekki heldur á ævi dóttur minnar,“ sagði Martin. Hún þekkti ekki lífið án drottningarinnar. Þannig er það um flesta Breta og umheiminn allan. Það er aðeins fólk vel yfir sjötugu sem man eftir öðrum en Elísabetu II á valdastóli en enginn hefur haldið bresku krúnunni lengur en hún. Drottningin ásamt þremur erfingjum krúnunnar, Katrínu eiginkonu Vilhjálms, Camellu eiginkonu Karls og Louis prins og Karlottu prinsessu litlu systkinum Georgs elsta sonar Vilhjálms og Katrínar.AP/Jonathan Brady Drottninginn kom út á svalir Buckinghamhallar í dag ásamt þremur framtíðar erfingjum krúnunnar; Karli syni sínum, Vilhjálmi syni hans og Georgi syni Vilhjálms og Katrínar. Þau fylgdust með glæsilegri flugsýningu, þar sem 70 flugvélum af öllum stærðum og gerðum var flogið yfir höllina. Aðeins starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar voru á svölunum meðdrottningu. Þannig var komist hjá því að Andrés sonur hennar sem sakaður hefur verið um kynferðislega misnotkun og Harry og Meghan yrðu í sviðsljósinu. Elísabet II kom tvívegis fram á svalir Buckingham hallar í dag. Í fyrra skiptið kom hún með frænda sínum hertoganum af Kent en feður þeirra voru bræður.AP/Alastair Grant „Hennar hátign er stórkostleg persóna á heimsvísu. Ég dáist mikið að henni eins og svo margir aðrir,“ sagði Christian Amy frá Bandaríkjunum í Lundúnum í dag. Síðdegis var send tilkynning frá Buckingham höll þar sem segir að drottningin hafi notiðdagsins verulega mikið en fyndi fyrir óþægindum. Hún þyrfti þvímiður að hætta við að taka þátt í þakkargjörðardagskráí Sánkti Páls dómkirkjunni á morgun. Hún hlakki hins vegar til að taka þátt ítendrun vita í borgum og bæjum um allt Bretland og samveldið í kvöld en drottingin mun tendra á vitunum frá höllinni. Kóngafólk Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Bretar fagna því í dag og næstu fjóra daga að 70 ár eru í dag frá því að Elísabet II varð drottning aðeins 25 ára gömul eftir að faðir hennar Georg VI lést í febrúar 1952. Hún var krýnd hinn 2. júní árið eftir. Í leiðinni fagna Bretar opinberum afmælisdegi drottingar sem varð 96 ára hinn 26. apríl. Opinber afmælisdagur þjóðhöfðingja Breta er hins vegar haldinn annan laugardag í júní í von um gott veður. Hann var færður fram á þessu ári í tilefni 70 ára tímamótanna. Gífurlegur fjöldi fólks kom saman á Mall breiðstrætinu sem liggur frá Buckingham höll til að fagna með drottningunni í blíðskapar veðri í dag.AP/Daniel Lea Tugir þúsunda manna komu saman við Buckinghamhöll og breiðgötuna Mall sem liggur frá höllinni til að fylgjast með skúrðgöngum og öðrum atriðum. Sumir höfðu mætt í gærkvöldi eða nótt til að tryggja sér góða staðsetningu. Hefð er fyrir því í Bretlandi að boða til götusamkvæma í tilefni stórhátíða eins og í dag. Hundruð þúsunda slíkra samkvæma voru haldin í dag.AP/Stefan Rousseau Diane Principi kom alla leið frá Toronto í samveldisríkinu Kanada. „Ég er mikill aðdáandi konungsfjölskyldunnar og allrar sögu Englands. Þetta er fyrsta heimsókn mín og með þessari ferð rætist lífstíðarósk mín,“ sagði Principi glöð í bragði. Fallbyssuskotum var hleypt af við Tower brúnna og víðar til heiðurs drottningunni.AP/Joe Cook Carly Martin íbúi í Lundúnum sagðist mætt til að skapa minningar. „Þetta gerist bara einu sinni. Maður sér þetta ekki aftur á lífsleiðinni, að minnsta kosti ekki minni, kannski. Ekki heldur á ævi dóttur minnar,“ sagði Martin. Hún þekkti ekki lífið án drottningarinnar. Þannig er það um flesta Breta og umheiminn allan. Það er aðeins fólk vel yfir sjötugu sem man eftir öðrum en Elísabetu II á valdastóli en enginn hefur haldið bresku krúnunni lengur en hún. Drottningin ásamt þremur erfingjum krúnunnar, Katrínu eiginkonu Vilhjálms, Camellu eiginkonu Karls og Louis prins og Karlottu prinsessu litlu systkinum Georgs elsta sonar Vilhjálms og Katrínar.AP/Jonathan Brady Drottninginn kom út á svalir Buckinghamhallar í dag ásamt þremur framtíðar erfingjum krúnunnar; Karli syni sínum, Vilhjálmi syni hans og Georgi syni Vilhjálms og Katrínar. Þau fylgdust með glæsilegri flugsýningu, þar sem 70 flugvélum af öllum stærðum og gerðum var flogið yfir höllina. Aðeins starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar voru á svölunum meðdrottningu. Þannig var komist hjá því að Andrés sonur hennar sem sakaður hefur verið um kynferðislega misnotkun og Harry og Meghan yrðu í sviðsljósinu. Elísabet II kom tvívegis fram á svalir Buckingham hallar í dag. Í fyrra skiptið kom hún með frænda sínum hertoganum af Kent en feður þeirra voru bræður.AP/Alastair Grant „Hennar hátign er stórkostleg persóna á heimsvísu. Ég dáist mikið að henni eins og svo margir aðrir,“ sagði Christian Amy frá Bandaríkjunum í Lundúnum í dag. Síðdegis var send tilkynning frá Buckingham höll þar sem segir að drottningin hafi notiðdagsins verulega mikið en fyndi fyrir óþægindum. Hún þyrfti þvímiður að hætta við að taka þátt í þakkargjörðardagskráí Sánkti Páls dómkirkjunni á morgun. Hún hlakki hins vegar til að taka þátt ítendrun vita í borgum og bæjum um allt Bretland og samveldið í kvöld en drottingin mun tendra á vitunum frá höllinni.
Kóngafólk Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira