Blaðamenn DV og Fréttablaðsins brutu ekki siðareglur Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júní 2022 14:51 DV og Fréttablaðið eru bæði í eigu Torgs ehf. en eru með aðskildar ritstjórnir. Vísir/Vilhelm Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaður DV, og Sigurjón Björn Torfason, blaðamaður Fréttablaðsins, brutu ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands með umfjöllun um meint ofbeldi innan Orkuveitu Húsavíkur. Þann 23. apríl síðastliðinn birtist frétt á vef DV undir fyrirsögninni: „Viðkvæmt ofbeldismál skekur Orkuveitu Húsavíkur og bæjarskrifstofur – Skvetti sjóðandi kaffi yfir fatlaðan starfsmann“ og sama dag birtist frétt á vef Fréttablaðsins undir fyrirsögninni: „Segir ofbeldismál þaggað niður á Húsavík“. Skvetti sjóðandi vatni yfir samstarfsmann Þar var fjallað um árás á fatlaðan mann á kaffistofu í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Vinnufélagi mannsins veittist að honum og skvetti yfir hann sjóðandi kaffi þar sem honum mislíkaði það sem maðurinn sagði. Samkvæmt frétt DV er málið í ferli innanhúss hjá Orkuveitunni og sagt í góðum farvegi. Í grein DV var rætt við bróður þolanda árásarinnar sem var misboðið þegar árásarmaðurinn mætti aftur til vinnu eftir stutt leyfi. Fréttablaðið fjallaði um málið og vísaði beint í umfjöllun DV. Þar komu því fram sömu atriði og í frétt DV. Hvorki sá sem varð fyrir kaffinu né sá sem skvetti því voru nafngreindir í umfjöllun miðlanna tveggja. Kvartaði þar sem enginn hafði samband Sá sem skvetti kaffinu taldi fréttirnar ganga gegn hagsmunum hans og kærði umfjöllunina til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hann kvartaði yfir því að enginn hafi haft samband við sig við vinnslu fréttarinnar. Í svari Ágústs Borgþórs til siðanefndar kemur fram að í grein DV séu öll meginatriði málsins rétt og segir að engin ástæða hafi verið til þess að fá leyfi gerenda til að birta greinina. Hagsmunum gerendans hafi verið gætt og hann ekki nafngreindur. Í svari Sigurjóns Bjarnar og Fréttablaðsins segir að ekkert í kæru mannsins fjalli um greinina á vef Fréttablaðsins. Vildi að fréttirnar yrðu fjarlægðar Maðurinn krafðist þess að fréttirnar yrðu fjarlægðar þar sem hann hafi haft skaða af birtingu þeirra. Þá taldi hann Ágúst Borgþór ekki hafa farið eftir 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Niðurstaða siðanefndar BÍ var sú að blaðamennirnir hefðu ekki brotið siðareglur við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Þann 23. apríl síðastliðinn birtist frétt á vef DV undir fyrirsögninni: „Viðkvæmt ofbeldismál skekur Orkuveitu Húsavíkur og bæjarskrifstofur – Skvetti sjóðandi kaffi yfir fatlaðan starfsmann“ og sama dag birtist frétt á vef Fréttablaðsins undir fyrirsögninni: „Segir ofbeldismál þaggað niður á Húsavík“. Skvetti sjóðandi vatni yfir samstarfsmann Þar var fjallað um árás á fatlaðan mann á kaffistofu í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Vinnufélagi mannsins veittist að honum og skvetti yfir hann sjóðandi kaffi þar sem honum mislíkaði það sem maðurinn sagði. Samkvæmt frétt DV er málið í ferli innanhúss hjá Orkuveitunni og sagt í góðum farvegi. Í grein DV var rætt við bróður þolanda árásarinnar sem var misboðið þegar árásarmaðurinn mætti aftur til vinnu eftir stutt leyfi. Fréttablaðið fjallaði um málið og vísaði beint í umfjöllun DV. Þar komu því fram sömu atriði og í frétt DV. Hvorki sá sem varð fyrir kaffinu né sá sem skvetti því voru nafngreindir í umfjöllun miðlanna tveggja. Kvartaði þar sem enginn hafði samband Sá sem skvetti kaffinu taldi fréttirnar ganga gegn hagsmunum hans og kærði umfjöllunina til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hann kvartaði yfir því að enginn hafi haft samband við sig við vinnslu fréttarinnar. Í svari Ágústs Borgþórs til siðanefndar kemur fram að í grein DV séu öll meginatriði málsins rétt og segir að engin ástæða hafi verið til þess að fá leyfi gerenda til að birta greinina. Hagsmunum gerendans hafi verið gætt og hann ekki nafngreindur. Í svari Sigurjóns Bjarnar og Fréttablaðsins segir að ekkert í kæru mannsins fjalli um greinina á vef Fréttablaðsins. Vildi að fréttirnar yrðu fjarlægðar Maðurinn krafðist þess að fréttirnar yrðu fjarlægðar þar sem hann hafi haft skaða af birtingu þeirra. Þá taldi hann Ágúst Borgþór ekki hafa farið eftir 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Niðurstaða siðanefndar BÍ var sú að blaðamennirnir hefðu ekki brotið siðareglur við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira