Of mörg áföll í aðdraganda síðasta EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2022 09:01 Dagný Brynjarsdóttir í baráttu við Löru Dickenmann í leik Íslands og Sviss á EM 2017. getty/Maja Hitij Dagný Brynjarsdóttir segir að ýmislegt hafi orðið þess valdandi að Ísland náði ekki markmiðum sínum á Evrópumótinu í Hollandi 2017. Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins fyrir síðasta Evrópumót enda vann Ísland sinn riðil í undankeppninni. En þegar á stóra sviðið var komið gekk illa. Íslendingar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum naumlega, fyrir Frökkum og Svisslendingum, og voru þar með úr leik. Í lokaleik riðlakeppninnar tapaði Ísland svo 3-0 fyrir Austurríki og fór heim án stiga og með markatöluna 1-6. Dagný segir að íslenska liðið hafi orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í aðdraganda síðasta EM sem hafi haft áhrif þegar á mótið var komið. Krossböndin gáfu sig „Við vorum ógeðslega góðar í undankeppninni þar sem við spiluðum 4-3-3. Svo misstum við þrjá eða fjóra leikmenn í krossbandaslit, einhverjir af þeim byrjunarliðsmenn. Ég meiddist og var meidd í fimm mánuði fyrir EM. Og Hólmfríður [Magnúsdóttir] ristarbrotnaði. Liðið breyttist rosalega mikið frá því við unnum undankeppnina og fórum á EM,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í apríl. Auk allra meiðslanna sem dundu á íslenska liðinu eignaðist Harpa Þorsteinsdóttir barn nokkrum mánuðum fyrir EM. Hún var aðalframherji Íslands á þessum tíma og enginn skoraði meira í undankeppni EM en hún, eða tíu mörk. Klippa: Dagný um síðasta EM Vegna allra þessara breyttu aðstæðna breytti Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, um leikkerfi og spilaði 3-4-3 í aðdraganda EM og á mótinu. „Ég held að fólk gleymi því svolítið að við vorum ekki alveg með sama kjarna og sömu uppstillingu og í undankeppninni. Þetta voru vonbrigði en þegar maður horfir til baka var þetta svo mikil breyting frá undankeppninni því við misstum svo marga leikmenn út,“ sagði Dagný sem sneri aftur á völlinn aðeins mánuði fyrir EM. Hún lagði upp eina mark Íslands á mótinu, fyrir Fanndísi Friðriksdóttur. „Þetta byrjaði bara fjórum mánuðum fyrir mót. Þetta voru bara of margir leikmenn sem duttu út of stuttu fyrir mót sem olli því að takturinn fór úr liðinu.“ Orkan var búin Sem fyrr sagði voru fyrstu tveir leikir Íslands á EM 2017 hnífjafnir og töpuðust með einu marki. „Við gáfum ótrúlega mikið í Frakkaleikinn. Þær fengu víti sem átti ekkert endilega að vera víti. Fyrsti leikurinn fór þannig. Svo rétt töpuðum við fyrir Sviss og gegn Austurríki vorum við eins og sprungin blaðra. Ekkert undir og allir leikmenn búnir á því. Auðvitað reyndum við að vinna en ég veit ekki hvort öll orkan, líkamleg og andleg, var búin,“ sagði Dagný. „Að mörgu leyti var frammistaðan fín í fyrstu tveimur leikjunum en úrslitin féllu ekki með okkur.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. 27. maí 2022 09:01 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. 10. apríl 2022 09:00 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Fleiri fréttir „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins fyrir síðasta Evrópumót enda vann Ísland sinn riðil í undankeppninni. En þegar á stóra sviðið var komið gekk illa. Íslendingar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum naumlega, fyrir Frökkum og Svisslendingum, og voru þar með úr leik. Í lokaleik riðlakeppninnar tapaði Ísland svo 3-0 fyrir Austurríki og fór heim án stiga og með markatöluna 1-6. Dagný segir að íslenska liðið hafi orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í aðdraganda síðasta EM sem hafi haft áhrif þegar á mótið var komið. Krossböndin gáfu sig „Við vorum ógeðslega góðar í undankeppninni þar sem við spiluðum 4-3-3. Svo misstum við þrjá eða fjóra leikmenn í krossbandaslit, einhverjir af þeim byrjunarliðsmenn. Ég meiddist og var meidd í fimm mánuði fyrir EM. Og Hólmfríður [Magnúsdóttir] ristarbrotnaði. Liðið breyttist rosalega mikið frá því við unnum undankeppnina og fórum á EM,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í apríl. Auk allra meiðslanna sem dundu á íslenska liðinu eignaðist Harpa Þorsteinsdóttir barn nokkrum mánuðum fyrir EM. Hún var aðalframherji Íslands á þessum tíma og enginn skoraði meira í undankeppni EM en hún, eða tíu mörk. Klippa: Dagný um síðasta EM Vegna allra þessara breyttu aðstæðna breytti Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, um leikkerfi og spilaði 3-4-3 í aðdraganda EM og á mótinu. „Ég held að fólk gleymi því svolítið að við vorum ekki alveg með sama kjarna og sömu uppstillingu og í undankeppninni. Þetta voru vonbrigði en þegar maður horfir til baka var þetta svo mikil breyting frá undankeppninni því við misstum svo marga leikmenn út,“ sagði Dagný sem sneri aftur á völlinn aðeins mánuði fyrir EM. Hún lagði upp eina mark Íslands á mótinu, fyrir Fanndísi Friðriksdóttur. „Þetta byrjaði bara fjórum mánuðum fyrir mót. Þetta voru bara of margir leikmenn sem duttu út of stuttu fyrir mót sem olli því að takturinn fór úr liðinu.“ Orkan var búin Sem fyrr sagði voru fyrstu tveir leikir Íslands á EM 2017 hnífjafnir og töpuðust með einu marki. „Við gáfum ótrúlega mikið í Frakkaleikinn. Þær fengu víti sem átti ekkert endilega að vera víti. Fyrsti leikurinn fór þannig. Svo rétt töpuðum við fyrir Sviss og gegn Austurríki vorum við eins og sprungin blaðra. Ekkert undir og allir leikmenn búnir á því. Auðvitað reyndum við að vinna en ég veit ekki hvort öll orkan, líkamleg og andleg, var búin,“ sagði Dagný. „Að mörgu leyti var frammistaðan fín í fyrstu tveimur leikjunum en úrslitin féllu ekki með okkur.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. 27. maí 2022 09:01 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. 10. apríl 2022 09:00 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Fleiri fréttir „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. 27. maí 2022 09:01
Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31
Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. 10. apríl 2022 09:00
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn