Danir losa sig við undanþáguna Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2022 18:27 Danir héldu þjóðaratkvæðagreiðslu í dag sem virðist ætla að skila afgerandi niðurstöðu. AP/Emil Helms Yfirgnæfandi meirihluti danskra kjósenda samþykkti í dag að leggja niður undanþáguákvæði um þátttöku ríkisins í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í dag. Uppfært: 21:25 Kjörstaðir lokuðu klukkan sex að íslenskum tíma, átta í Danmörku, en samkvæmt útgönguspám kusu 69,1 prósent Dana að fella ákvæðið niður en 30,9 prósent vildu halda því, samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Fyrstu tölur í Danmörku, þegar búið var að telja þriðjung atkvæða, sýndu að 65,4 prósent sögðu já og 34,6 nei. Lokatölur voru svo á þann veg að 66,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og vildu fella ákvæðið niður. 33,1 prósent sögðu nei. Áður höfðu skoðanakannanir sýnt að 44 prósent Dana vildu ákvæðið burt og 28 prósent vildu halda því. Nærri því tuttugu prósent sögðust óákveðin. Tölur um kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni liggja ekki fyrir enn. Danmörk hefur verið eina aðildarríki ESB sem var með undanþágu frá varnarsamstarfi sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir þetta skýrt merki um það að Danmörk standi með Úkraínu og öðrum bandamönnum Danmerkur í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði. The Danes have spoken! After 30 years, Denmark has voted to get rid of the EU defence opt-out. This is a powerful signal that Denmark stands united with Ukraine and our allies in the fight for freedom and democracy #dkpol #eudk #ukraine pic.twitter.com/d3jffGGfPZ— Anders Fogh Rasmussen (@AndersFoghR) June 1, 2022 Danmörk Evrópusambandið Hernaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hvern annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Uppfært: 21:25 Kjörstaðir lokuðu klukkan sex að íslenskum tíma, átta í Danmörku, en samkvæmt útgönguspám kusu 69,1 prósent Dana að fella ákvæðið niður en 30,9 prósent vildu halda því, samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins. Fyrstu tölur í Danmörku, þegar búið var að telja þriðjung atkvæða, sýndu að 65,4 prósent sögðu já og 34,6 nei. Lokatölur voru svo á þann veg að 66,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og vildu fella ákvæðið niður. 33,1 prósent sögðu nei. Áður höfðu skoðanakannanir sýnt að 44 prósent Dana vildu ákvæðið burt og 28 prósent vildu halda því. Nærri því tuttugu prósent sögðust óákveðin. Tölur um kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni liggja ekki fyrir enn. Danmörk hefur verið eina aðildarríki ESB sem var með undanþágu frá varnarsamstarfi sambandsins. Danir gengu í Evrópusambandið árið 1973 en fengu fjórar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum árið 1992, meðal annars hvað varðar þátttöku í varnar- og myntsamstarfi. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir þetta skýrt merki um það að Danmörk standi með Úkraínu og öðrum bandamönnum Danmerkur í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði. The Danes have spoken! After 30 years, Denmark has voted to get rid of the EU defence opt-out. This is a powerful signal that Denmark stands united with Ukraine and our allies in the fight for freedom and democracy #dkpol #eudk #ukraine pic.twitter.com/d3jffGGfPZ— Anders Fogh Rasmussen (@AndersFoghR) June 1, 2022
Danmörk Evrópusambandið Hernaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hvern annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira