„Tjáningarfrelsinu einu að þakka hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2022 21:01 Dómur í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar er ekki til marks um að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þetta segir lögmaður Sindra Þórs sem var sýknaður í málinu. Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í fyrradag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs hefur sagt dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þessu er lögmaður Sindra ekki sammála, þvert á móti megi alls ekki segja hvað sem er um hvern sem er. „Ég er alls ekki sammála þessu. Auðvitað má ekki segja hvað sem er um hvern sem er. Ef við tökum sem dæmi þessi ummæli Sindra að Ingólfur hafi stundað það að ríða börnum. Ef umfjöllun um málefni Ingólfs hefðu ekki verið í hámæli á þessum tíma og Sindri hafi upp úr þurru sest niður og skrifað þetta opinberlega þá værum við að horfa á allt aðra hluti og þá hefði dómurinn fallið á allt aðra vegu en hann gerði,“ sagði Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Sindra Þórs. Þá tekur Sigrún ekki undir þau orð lögmanns Ingólfs að ummælin séu byggð á kjaftasögum. Frásagnir þrjátíu kvenna hafi lýst siðferðislega ámælisverðri hegðun að sögn Sigrúnar. „Trúnaðarvinkona Sindra var í samskipti við allar þessar konur og ræddi þessi mál við Sindra þannig hann hafði ekki ástæðu til að efast um heilindi þeirra. Það er mikið verið að tala um að þetta séu ekki beinar frásagnir. Ég get tekið sem dæmi að fyrir dómi komu einstaklingar og lýstu að þeir hafi verið beint vitni að þessari hegðun.“ Segir Sindra viljandi hafa tekið groddaralega til máls Sindri hafi viljandi tekið groddaralega til máls, enda ummælin ádeila á þá staðreynd að á Íslandi sé með undantekningum leyfilegt að hafa samfarir við börn 15 ára og eldri. „Það sem gerist er að Helgi Áss skrifar grein þar sem hann hvetur fólk til þess að koma Ingólfi til varnar. Við það blöskrar Sindra og hann fer inn í opinbera umræðu sem þá var í gangi og spyr Helga hvað honum finnist réttlætanlegt að maður ríði mörgum börnum áður en hann er tekinn af dagskrá á þjóðhátíð.“ „Með þessu á hann við að í dag er ekki ólöglegt að hafa samfarir við börn á aldrinum fimmtán til átján ára. Fimmtugir menn geta stofnað til kynferðislegs sambands við fimmtán ára barn svo lengi sem barnið samþykkir og ef það er ekki einhver tæling t.d. í formi fés, vímuefna eða gjafa. Sindri tekur svo groddaralega til máls til þess að vekja aðra lesendur til umhugsunar um hvort þetta sé það sem við viljum í samfélaginu í dag.“ Tjáningarfrelsið verndi ekki bara góð ummæli „Tjáningarfrelsið það verndar líka umræðu og ummæli sem getur verið særandi, sjokkerandi og meitt.“ Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsis, sér í lagi þegar kemur að kynferðisbrotamálum. „Og við megum ekki gleyma því að það er tjáningarfrelsinu einu að þakka og opinberri umræðu hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum.“ Lögmaður Ingólfs segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01 „Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30 „Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15 Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í fyrradag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs hefur sagt dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þessu er lögmaður Sindra ekki sammála, þvert á móti megi alls ekki segja hvað sem er um hvern sem er. „Ég er alls ekki sammála þessu. Auðvitað má ekki segja hvað sem er um hvern sem er. Ef við tökum sem dæmi þessi ummæli Sindra að Ingólfur hafi stundað það að ríða börnum. Ef umfjöllun um málefni Ingólfs hefðu ekki verið í hámæli á þessum tíma og Sindri hafi upp úr þurru sest niður og skrifað þetta opinberlega þá værum við að horfa á allt aðra hluti og þá hefði dómurinn fallið á allt aðra vegu en hann gerði,“ sagði Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Sindra Þórs. Þá tekur Sigrún ekki undir þau orð lögmanns Ingólfs að ummælin séu byggð á kjaftasögum. Frásagnir þrjátíu kvenna hafi lýst siðferðislega ámælisverðri hegðun að sögn Sigrúnar. „Trúnaðarvinkona Sindra var í samskipti við allar þessar konur og ræddi þessi mál við Sindra þannig hann hafði ekki ástæðu til að efast um heilindi þeirra. Það er mikið verið að tala um að þetta séu ekki beinar frásagnir. Ég get tekið sem dæmi að fyrir dómi komu einstaklingar og lýstu að þeir hafi verið beint vitni að þessari hegðun.“ Segir Sindra viljandi hafa tekið groddaralega til máls Sindri hafi viljandi tekið groddaralega til máls, enda ummælin ádeila á þá staðreynd að á Íslandi sé með undantekningum leyfilegt að hafa samfarir við börn 15 ára og eldri. „Það sem gerist er að Helgi Áss skrifar grein þar sem hann hvetur fólk til þess að koma Ingólfi til varnar. Við það blöskrar Sindra og hann fer inn í opinbera umræðu sem þá var í gangi og spyr Helga hvað honum finnist réttlætanlegt að maður ríði mörgum börnum áður en hann er tekinn af dagskrá á þjóðhátíð.“ „Með þessu á hann við að í dag er ekki ólöglegt að hafa samfarir við börn á aldrinum fimmtán til átján ára. Fimmtugir menn geta stofnað til kynferðislegs sambands við fimmtán ára barn svo lengi sem barnið samþykkir og ef það er ekki einhver tæling t.d. í formi fés, vímuefna eða gjafa. Sindri tekur svo groddaralega til máls til þess að vekja aðra lesendur til umhugsunar um hvort þetta sé það sem við viljum í samfélaginu í dag.“ Tjáningarfrelsið verndi ekki bara góð ummæli „Tjáningarfrelsið það verndar líka umræðu og ummæli sem getur verið særandi, sjokkerandi og meitt.“ Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsis, sér í lagi þegar kemur að kynferðisbrotamálum. „Og við megum ekki gleyma því að það er tjáningarfrelsinu einu að þakka og opinberri umræðu hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum.“ Lögmaður Ingólfs segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01 „Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30 „Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15 Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. 31. maí 2022 20:01
„Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30
„Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. 30. maí 2022 19:15
Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54