Vilja útrýma enskuslettum úr tölvuleikjaheiminum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2022 11:23 Rafíþróttamenn stunda íþrótt sína. Enska er allsráðandi í tölvuleikjaheimininum eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Vísir/Getty Frönsk málnefnd skipaði opinberum starfsmönnum að hætta að nota ensk íðorð um tölvuleiki. Menningarmálaráðuneyti landsins segir sletturnar hindra skilning fólks en tölvuleikjaspilarar segja reglurnar tilgangslausar. Líkt og á Íslandi eru enskuslettur landlægar í Frakklandi. Frönsku akademían, félagsskapur sem á uppruna sinn að rekja til 17. aldar, hefur lengi amast við slettunum og varað við því að þær spilli franskri tungu. Nú eru það slettur tölvuleikjaspilara sem akademían vill útrýma, að minnsta kosti í ræðu og riti opinberra starfsmanna. Hún leggur til að hætt verði að nota orð eins og „esport“ (ísl. rafíþróttir) og „streamer“ (ísl. streymari) og góð og gegn frönsk orð verði notuð í staðinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ólíklegt verður að teljast að akademíunni verði ágengt í að breyta tungutaki tölvuleikjaspilara. Tillaga hennar um að nota „l'acces sans fil a internet“ í staðinn fyrir „wifi“ um þráðlaust net hefur þannig ekki náð neinu flugi. Tillögur akademíunnar eru þó bindandi fyrir opinbera starfsmenn, að sögn The Guardian. Menningarmálaráðuneytið segir að sérfræðingar þess hafi kannað hvort að frönsk orð væru til yfir hugtökin sem það vill skipta út. Markmiðið sé að gera landsmönnum auðveldara með að skilja orðaforða leikjaheimsins. Leikjavísir Frakkland Tækni Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Líkt og á Íslandi eru enskuslettur landlægar í Frakklandi. Frönsku akademían, félagsskapur sem á uppruna sinn að rekja til 17. aldar, hefur lengi amast við slettunum og varað við því að þær spilli franskri tungu. Nú eru það slettur tölvuleikjaspilara sem akademían vill útrýma, að minnsta kosti í ræðu og riti opinberra starfsmanna. Hún leggur til að hætt verði að nota orð eins og „esport“ (ísl. rafíþróttir) og „streamer“ (ísl. streymari) og góð og gegn frönsk orð verði notuð í staðinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ólíklegt verður að teljast að akademíunni verði ágengt í að breyta tungutaki tölvuleikjaspilara. Tillaga hennar um að nota „l'acces sans fil a internet“ í staðinn fyrir „wifi“ um þráðlaust net hefur þannig ekki náð neinu flugi. Tillögur akademíunnar eru þó bindandi fyrir opinbera starfsmenn, að sögn The Guardian. Menningarmálaráðuneytið segir að sérfræðingar þess hafi kannað hvort að frönsk orð væru til yfir hugtökin sem það vill skipta út. Markmiðið sé að gera landsmönnum auðveldara með að skilja orðaforða leikjaheimsins.
Leikjavísir Frakkland Tækni Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira