Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Í kvöldfréttum verður rætt við forseti ASÍ sem segir sveitarfélögin þurfa að gæta þess að hækkunin rýri ekki kjör almennings.
Þá köfum við ofan í tæplega fimmtíu ára gamalt mál sem lögregla hefur opnað að nýju. Afbrotafræðingur segir óvanalegt að lögregla taki upp rannsókn að svo löngum tíma liðnum.
Einnig verðum við í beinni frá Alþingi þar sem þingmenn reyna að afgreiða málabunka áður en sumarið gengur í garð og frá Þjóðleikhúsinu þar sem æfing fyrir listahátíð stendur yfir.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.