Gangarnir fundust fyrr í þessum mánuði. John Rick, fornleifafræðingur frá Stanford-háskóla í Bandaríkjunum, segir Reuters-fréttastofunni að margt bendi til þess að gangarnir hafi verið byggðir á undan hofinu sjálfu.
Chavín de Huantar er í um 3.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Hofið var áður trúar- og stjórnunarmiðstöð. Þar hafa fundist að minnsta kosti 35 niðurgrafnir gangar sem tengjast allir í fornleifauppgreftri undanfarin ár. Talið er að gangarnir hafi verið byggðir á milli 1200 og 2000 fyrir krist.
Hofið var sett á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 1985. Gangarnir voru innblásturinn að aðgerð perúska hersins sem gróf net ganga til þess að bjarga 72 manns sem voru haldnir föngnum af skæruliðahreyfingunni Tupac Amaru í sendiherrabústað Japans í Lima árið 1997.