Kínverjar hafa farið slíkar ferðir reglulega síðustu misserin en svo margar vélar hafa ekki verið á ferðinni síðan í janúar að því er segir í frétt BBC.
Aðeins eru nokkrir dagar liðnir síðan Joe Biden Bandaríkjaforseti varaði Kínverja við því að ráðast á Taívan og í gær var bandarískur embættismaður staddur á Taívan til að ræða öryggismál við leiðtoga landsins.
Kínverjar viðurkenna ekki sjálfstæði Taívans sem þeir segja órjúfanlegan hluta af kínverska alþýðulýðveldinu og hafa margsinnis lýst því yfir að þeir muni taka eyjuna með valdi, ef nauðsyn þykir til.