Stolna styttan komin aftur á sinn stað eftir mikið ferðalag Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. maí 2022 20:59 Ekki stendur til að tryggja styttuna betur eftir þjófnaðinn. Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á Laugarbrekku í Snæfellsbæ í dag. Styttunni var stolið í vor en listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík og sögðu verkið vera rasískt. Landsréttur veitti lögreglunni á Vesturlandi heimild til að fjarlægja styttuna úr eldflauginni í síðustu viku og keyrði bæjarstjóri Snæfellsbæjar með styttuna vestur. Á athöfninni sem fram fór í dag hélt framkvæmdastjóri svæðisgarðs Snæfellsness erindi og sagði frá sögu Guðríðar og ferðum hennar um heiminn og fögnuðu gestir því að styttan væri komin aftur heim. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ sagði í samtali við fréttastofu í gær að gjörningurinn hafi vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar er eftir Ásmund Sveinsson og er frá árinu 1939. „Við þekkjum það öll að í gegnum það sem við lærðum í Íslendingasögunum þá var alltaf verið að tala um karlana og þeirra afrek en það fór minna fyrir afrekum kvenna. Saga Guðríðar er alveg einstök; að það skyldi vera skrifað um hana á sínum tíma og hennar afrek að fara yfir átta heimhöf, labba síðan þegar hún var orðin eldri niður til Rómar og hitta páfann og svo framvegis og framvegis. Okkur finnst svo mikilvægt að gera sögu kvenna skil og það er það sem vakir fyrir okkur. Konur höfðu að sjálfsögðu mikil áhrif á framvindu sögunnar, alveg eins og karlarnir,“ sagði Kristinn. Erfitt að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig Skemmdir voru unnar á járnfestingum styttunnar en ekki styttunni sjálfri, að sögn bæjarstjórans. Ekki stendur til að tryggja styttuna betur. „Ég held að það sé alveg sama hvað við myndum gera. Ef það er vilji fyrir því að taka hana niður og skemma eins og gert var síðast þá er rosalega fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir það. Styttan er sett á járnfestingar sem eru á stalli og ef þú notar til þess rafmagnsverkfæri þá er mjög fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir að menn geri þetta aftur. Ég ætla nú að vona að fólk sleppi því bara,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu í gær. Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Tengdar fréttir Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. 27. maí 2022 13:35 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. 27. apríl 2022 20:31 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Landsréttur veitti lögreglunni á Vesturlandi heimild til að fjarlægja styttuna úr eldflauginni í síðustu viku og keyrði bæjarstjóri Snæfellsbæjar með styttuna vestur. Á athöfninni sem fram fór í dag hélt framkvæmdastjóri svæðisgarðs Snæfellsness erindi og sagði frá sögu Guðríðar og ferðum hennar um heiminn og fögnuðu gestir því að styttan væri komin aftur heim. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ sagði í samtali við fréttastofu í gær að gjörningurinn hafi vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar er eftir Ásmund Sveinsson og er frá árinu 1939. „Við þekkjum það öll að í gegnum það sem við lærðum í Íslendingasögunum þá var alltaf verið að tala um karlana og þeirra afrek en það fór minna fyrir afrekum kvenna. Saga Guðríðar er alveg einstök; að það skyldi vera skrifað um hana á sínum tíma og hennar afrek að fara yfir átta heimhöf, labba síðan þegar hún var orðin eldri niður til Rómar og hitta páfann og svo framvegis og framvegis. Okkur finnst svo mikilvægt að gera sögu kvenna skil og það er það sem vakir fyrir okkur. Konur höfðu að sjálfsögðu mikil áhrif á framvindu sögunnar, alveg eins og karlarnir,“ sagði Kristinn. Erfitt að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig Skemmdir voru unnar á járnfestingum styttunnar en ekki styttunni sjálfri, að sögn bæjarstjórans. Ekki stendur til að tryggja styttuna betur. „Ég held að það sé alveg sama hvað við myndum gera. Ef það er vilji fyrir því að taka hana niður og skemma eins og gert var síðast þá er rosalega fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir það. Styttan er sett á járnfestingar sem eru á stalli og ef þú notar til þess rafmagnsverkfæri þá er mjög fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir að menn geri þetta aftur. Ég ætla nú að vona að fólk sleppi því bara,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu í gær.
Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Tengdar fréttir Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. 27. maí 2022 13:35 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. 27. apríl 2022 20:31 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. 27. maí 2022 13:35
Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50
Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. 27. apríl 2022 20:31
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent