Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að engum úr hópnum verði vísað úr landi. Við ræðum við skipuleggjanda mótmælanna í hádegisfréttum.

Þá förum við yfir jarðskjálfta sem varð í Bárðabungu í morgun. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið en enginn órói hefur mælst. 

Við höldum áfram umfjöllun um fólskulega skotárás í grunnskóla í Texas en fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum.

Einnig heyrum við í Helga í Góu sem hefur fyllt vel á lagerinn vegna ástandsins í heiminum svo ekki verði skortur á sælgæti.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×