Matthildur og Alexandra Rán með heimsmeistaratitla í Kasakstan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2022 09:30 Matthildur Óskarsdóttir heldur áfram að setja heimsmet. Mynd úr einkasafni Kraftlyftingastúlkurnar Alexandrea Rán Guðnýjardóttir og Matthildur Óskarsdóttir gerðu góða ferð til Almaty í Kasakstan á HM unglinga í bekkpressu. Unnu þær sína flokka og nældu þar með í sitt hvorn heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands) Matthildur hefur átt góðu gengi að fagna í kraftlyftingum að undanförnu og landaði til að mynda heimsmeistaratitli í klassískri bekkpressu á HM unglinga á síðasta ári. Sjá einnig: „Súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari“ Það tekur á að lyfta slíkum þyngdum.IPF Matthildur keppir í mínus 84 kílógrammaflokki unglinga. Á síðasta ári lyfti hún mest 117,5 kílógrömmum en sú þyngd og gott betur flaug upp í Kasakstan. Hún lyfti fyrst 115 kg, þaðan fór hún í 120 kg og bætti eigið Íslandsmet sem sett var á síðasta ári. Matthildur lét það ekki nægja og lyfti á endanum 125 kílógömmum sem gerir það að verkum að hún var stigahæst allra í sínum flokki og landaði þar með heimsmeistaratitlinum. Alexandra Rán með gullverðlaunin.Úr einkasafni Matthildur var ekki eini Íslendingurinn á mótinu en Alexandra Rán Guðnýjardóttir keppti í mínus 63 kílógramma flokki, líkt og Matthildur þá vann Alexandra Rán einnig til gullverðlauna. Hún hefur einnig látið að sér kveða í heimi kraftlyftinga þar sem hún nældi í silfur á HM í fyrra og var Norðurlandameistari árið 2021. Alexandra Rán lyfti fyrst 95 kílógrömmum og svo 100 kg áður en 102,5 kílógrömm fóru upp sem skilaði henni gullverðlaunum. Hún náði jafnframt þriðja besta árangrinum á stigum. Matthildur kom, sá og sigraði.IPF Alexandra Rán með gullverðlaunin sín.IPF Fréttin hefur verið uppfærð. Kraftlyftingar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Sjá meira
Unnu þær sína flokka og nældu þar með í sitt hvorn heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands) Matthildur hefur átt góðu gengi að fagna í kraftlyftingum að undanförnu og landaði til að mynda heimsmeistaratitli í klassískri bekkpressu á HM unglinga á síðasta ári. Sjá einnig: „Súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari“ Það tekur á að lyfta slíkum þyngdum.IPF Matthildur keppir í mínus 84 kílógrammaflokki unglinga. Á síðasta ári lyfti hún mest 117,5 kílógrömmum en sú þyngd og gott betur flaug upp í Kasakstan. Hún lyfti fyrst 115 kg, þaðan fór hún í 120 kg og bætti eigið Íslandsmet sem sett var á síðasta ári. Matthildur lét það ekki nægja og lyfti á endanum 125 kílógömmum sem gerir það að verkum að hún var stigahæst allra í sínum flokki og landaði þar með heimsmeistaratitlinum. Alexandra Rán með gullverðlaunin.Úr einkasafni Matthildur var ekki eini Íslendingurinn á mótinu en Alexandra Rán Guðnýjardóttir keppti í mínus 63 kílógramma flokki, líkt og Matthildur þá vann Alexandra Rán einnig til gullverðlauna. Hún hefur einnig látið að sér kveða í heimi kraftlyftinga þar sem hún nældi í silfur á HM í fyrra og var Norðurlandameistari árið 2021. Alexandra Rán lyfti fyrst 95 kílógrömmum og svo 100 kg áður en 102,5 kílógrömm fóru upp sem skilaði henni gullverðlaunum. Hún náði jafnframt þriðja besta árangrinum á stigum. Matthildur kom, sá og sigraði.IPF Alexandra Rán með gullverðlaunin sín.IPF Fréttin hefur verið uppfærð.
Kraftlyftingar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Sjá meira