Conte fullvissar stuðningsmenn Tottenham um að hann sé ekki á förum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 22:31 Antonio Conte þakkar stuðningsmönnum Tottenham fyrir stuðninginn eftir að liðið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Antonio Conte hefur fullvissað stuðningsmenn Tottenham Hotspur um að hann verði áfram við stjórnvölin hjá liðinu þegar næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í haust. Conte er samningsbundinn Tottenham út næsta tímabil, en þrátt fyrir það höfðu margir stuðningsmenn Tottenham áhyggjur af því að Ítalinn myndi yfirgefa félagið í sumar. Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu með 5-0 sigri gegn Norwich í lokaumferð deildarinnar síðustu helgi. Það og sú staðreynd að eigendur félagsins ætla sér að láta Conte hafa auka 150 milljónir punda til að eyða í leikmannakaup í sumar hefur þó líklega sannfært stjórann um að vera um kyrrt. Conte has worked miracles since arriving at #THFC so it would have been catastrophic for the club had he left this summer.The news the Italian is staying signs off a week which could be significant to Tottenham’s modern history.📝 @CDEccleshare https://t.co/RLT3smSUH4— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 27, 2022 Conte ræddi við yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, Fabio Paratici, í dag og ítrekaði vilja sinn til að vera áfram hjá félaginu. Ítalinn tók við Tottenham í nóvember á síðasta ári og eins og áður segir rennur samningur hans út sumarið 2023. Samningurinn býður þó upp á þann möguleika að framlengja um eitt ár, en það á enn eftir að koma í ljós hvort Conte sé viljugur til að virkja það ákvæði. Ástæða þess að stuðningmenn Tottenham voru hræddir um að stjórinn myndi yfirgefa félagið í sumar er líklega sú að nú seinast í febrúar gaf hann það í skyn að hann væri óánægður innan herbúða þess. Eftir tap gegn Burnley í lok febrúarmánaðar, sem var þeirra fjórða tap í fimm leikjum, sagðist Conte vera pirraður á ástandinu og „ef að vandamálið er þjálfarinn þá er ég tilbúinn að fara.“ Þá virtist hann líka gagnrýna innkaupastefnu Tottenham í viðtali við Sky Italia, en sagði svo síðar að þau ummmæli hefðu verið mistúlkuð. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Conte er samningsbundinn Tottenham út næsta tímabil, en þrátt fyrir það höfðu margir stuðningsmenn Tottenham áhyggjur af því að Ítalinn myndi yfirgefa félagið í sumar. Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu með 5-0 sigri gegn Norwich í lokaumferð deildarinnar síðustu helgi. Það og sú staðreynd að eigendur félagsins ætla sér að láta Conte hafa auka 150 milljónir punda til að eyða í leikmannakaup í sumar hefur þó líklega sannfært stjórann um að vera um kyrrt. Conte has worked miracles since arriving at #THFC so it would have been catastrophic for the club had he left this summer.The news the Italian is staying signs off a week which could be significant to Tottenham’s modern history.📝 @CDEccleshare https://t.co/RLT3smSUH4— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 27, 2022 Conte ræddi við yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, Fabio Paratici, í dag og ítrekaði vilja sinn til að vera áfram hjá félaginu. Ítalinn tók við Tottenham í nóvember á síðasta ári og eins og áður segir rennur samningur hans út sumarið 2023. Samningurinn býður þó upp á þann möguleika að framlengja um eitt ár, en það á enn eftir að koma í ljós hvort Conte sé viljugur til að virkja það ákvæði. Ástæða þess að stuðningmenn Tottenham voru hræddir um að stjórinn myndi yfirgefa félagið í sumar er líklega sú að nú seinast í febrúar gaf hann það í skyn að hann væri óánægður innan herbúða þess. Eftir tap gegn Burnley í lok febrúarmánaðar, sem var þeirra fjórða tap í fimm leikjum, sagðist Conte vera pirraður á ástandinu og „ef að vandamálið er þjálfarinn þá er ég tilbúinn að fara.“ Þá virtist hann líka gagnrýna innkaupastefnu Tottenham í viðtali við Sky Italia, en sagði svo síðar að þau ummmæli hefðu verið mistúlkuð.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira