Fyrir leikinn höfðu Berglind og stöllur hennar tapað þremur deildarleikjum í röð og því var sigurinn kærkominn.
Eina mark leiksins skoraði Emma Ostlund þegar hún varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 35. mínútu og niðurstaðan því 1-0 sigur Örebro.
Sigurinn lyfti Örebro úr tíunda sæti deildarinnar og upp í það sjöunda. Liðið er nú með 15 stig eftir 11 leiki, fjórum stigum minna en Eskilstuna sem situr í fimmta sæti.