Var búinn að ganga frá samningi við United: „Þá hringdi Klopp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. maí 2022 14:31 Mané hefur náð miklum árangri hjá Liverpool en hefur verið orðaður við brottför í sumar. James Gill - Danehouse/Getty Images Sadio Mané, leikmaður Liverpool, greinir frá því í viðtali við Jamie Carragher að hann hafi verið búinn að ganga frá samningi við Manchester United sumarið 2016 en snerist hugur eftir símtal frá Jürgen Klopp. Mané hefur verið á meðal albestu leikmanna Liverpool-liðsins eftir skipti sín frá Southampton sumarið 2016. Hann hefur skorað 90 mörk í 196 deildarleikjum fyrir liðið og alls 23 mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Ferill hans hefði hins vegar getað farið öðruvísi þar sem hann var gott sem búinn að ganga frá skiptum til Manchester United sumarið 2016, en eitt símtal breytti öllu. „Ég verð að segja að ég var mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester United,“ sagði Mané í viðtali við Jamie Carragher, fyrrum varnarmann Liverpool. „Ég var með kláran samning þar, allt var frágengið, allt var klárt. En þá hugsaði ég: 'Nei, ég við fara til Liverpool'. Klopp hringdi og sannfærði mig um hans verkefni. “ Jamie Carragher meets Sadio Mane: 'I had a contract from Manchester United - then Klopp rang' | @Carra23 https://t.co/uzWykitopO— Telegraph Sport (@TelegraphSport) May 27, 2022 Fyrirgaf Klopp Dortmund-klúðrið Mané var óviss um þýska þjálfarann þar sem fyrirhuguð skipti hans til Dortmund, sem þá var undir stjórn Klopps, gengu ekki í gegn. Mané var þá leikmaður Red Bull Salzburg í Austurríki og segir það hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segist hafa fyrirgefið Klopp það klúður. „Ég man enn eftir því þegar ég fékk fyrst símtal frá Klopp. Ég var að horfa á sjónvarpið, á hasarmynd, vegna þess að ég elska bíómyndir, og hann sagði: Sadio, ég vil útskýra fyrir þér hvað gerðist hjá Dortmund'. Það var þegar hann reyndi að fá mig til Dortmund sem gekk ekki af einverjum ástæðum. Hann útskýrði hvað hefði farið úrskeiðis og ég sagði: Það er allt í lagi, þetta gerðist. Ég fyrirgaf honum. Þá sagðist hann vilja fá mig til Liverpool og ég sammæltist því að Dortmund-málið væri að baki og við skildum einblína á framtíðina.“ Klopp var staðráðinn í að gera ekki sömu mistök tvisvar.vísir/Getty Klopp hefur sjálfur sagst hafa fyllst mikilli eftirsjá að hafa hætt við kaupin á Mané til Dortmund á sínum tíma. Þegar Mané hafði verið á mála hjá Liverpool í örfáa mánuði árið 2016 lét Klopp hafa eftir sér: „Með Sadio var það mjög einfalt mál að ég gerði mistök að fá hann ekki.“ „Um þremur mánuðum seinna vildi ég kýla sjálfan mig, ég vissi þá þegar að ég ég myndi grípa næsta tækifæri sem ég fengi til að kaupa hann,“ sagði Klopp um málið árið 2016. Óvissa þykir ríkja um framtíð Mané hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina. Hann sagði í viðtali í vikunni að hann myndi ákveða framtíð sína eftir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni á laugardagskvöld. Hann hefur verið orðaður við bæði Paris Saint-Germain og Bayern München. Enski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Mané hefur verið á meðal albestu leikmanna Liverpool-liðsins eftir skipti sín frá Southampton sumarið 2016. Hann hefur skorað 90 mörk í 196 deildarleikjum fyrir liðið og alls 23 mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Ferill hans hefði hins vegar getað farið öðruvísi þar sem hann var gott sem búinn að ganga frá skiptum til Manchester United sumarið 2016, en eitt símtal breytti öllu. „Ég verð að segja að ég var mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester United,“ sagði Mané í viðtali við Jamie Carragher, fyrrum varnarmann Liverpool. „Ég var með kláran samning þar, allt var frágengið, allt var klárt. En þá hugsaði ég: 'Nei, ég við fara til Liverpool'. Klopp hringdi og sannfærði mig um hans verkefni. “ Jamie Carragher meets Sadio Mane: 'I had a contract from Manchester United - then Klopp rang' | @Carra23 https://t.co/uzWykitopO— Telegraph Sport (@TelegraphSport) May 27, 2022 Fyrirgaf Klopp Dortmund-klúðrið Mané var óviss um þýska þjálfarann þar sem fyrirhuguð skipti hans til Dortmund, sem þá var undir stjórn Klopps, gengu ekki í gegn. Mané var þá leikmaður Red Bull Salzburg í Austurríki og segir það hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segist hafa fyrirgefið Klopp það klúður. „Ég man enn eftir því þegar ég fékk fyrst símtal frá Klopp. Ég var að horfa á sjónvarpið, á hasarmynd, vegna þess að ég elska bíómyndir, og hann sagði: Sadio, ég vil útskýra fyrir þér hvað gerðist hjá Dortmund'. Það var þegar hann reyndi að fá mig til Dortmund sem gekk ekki af einverjum ástæðum. Hann útskýrði hvað hefði farið úrskeiðis og ég sagði: Það er allt í lagi, þetta gerðist. Ég fyrirgaf honum. Þá sagðist hann vilja fá mig til Liverpool og ég sammæltist því að Dortmund-málið væri að baki og við skildum einblína á framtíðina.“ Klopp var staðráðinn í að gera ekki sömu mistök tvisvar.vísir/Getty Klopp hefur sjálfur sagst hafa fyllst mikilli eftirsjá að hafa hætt við kaupin á Mané til Dortmund á sínum tíma. Þegar Mané hafði verið á mála hjá Liverpool í örfáa mánuði árið 2016 lét Klopp hafa eftir sér: „Með Sadio var það mjög einfalt mál að ég gerði mistök að fá hann ekki.“ „Um þremur mánuðum seinna vildi ég kýla sjálfan mig, ég vissi þá þegar að ég ég myndi grípa næsta tækifæri sem ég fengi til að kaupa hann,“ sagði Klopp um málið árið 2016. Óvissa þykir ríkja um framtíð Mané hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina. Hann sagði í viðtali í vikunni að hann myndi ákveða framtíð sína eftir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni á laugardagskvöld. Hann hefur verið orðaður við bæði Paris Saint-Germain og Bayern München.
Enski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira