Skert aðgengi fatlaðra jaðri við mismunun og útilokun Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 15:00 Alls er óvíst hvort pláss sé fyrir þessa stuðningsmenn Liverpool í París á laugardagskvöld. Premier League Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sætir gagnrýni í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu, milli Liverpool og Real Madrid, sem fram fer í París á laugardag. Samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool segja úthlutun miða fyrir fatlaða einstaklinga jaðra við útilokun og mismunun. Úrslitaleikur liðanna fer fram á Stade de France í París á laugardagskvöld. Á vellinum, sem tekur 75 þúsund manns í sæti, eru sérstaklega frátekin svæði sem rúma 550 manns í hjólastól. Slík sértæk hjólastólavæði eru á öllum stórum völlum í Evrópu. Athygli vekur að UEFA mun aðeins hleypa fólki að í 93 slík stæði á leik laugardagsins. Liðin tvö geta útdeilt 38 stæðum hvort til sinna stuðningsmanna, alls 76, og hin 17 úthlutuð fólki sem ekki er beintengt félögunum. Ekki fylgir sögunni í hvað þau 457 stæði sem eftir standa verða nýtt eða hvers vegna UEFA hindri aðgengi fatlaðs fólks að leiknum með þessum hætti. LSDA, samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool, gagnrýna sambandið í tilkynningu þar sem segir að úthlutun UEFA „jaðri við útilokun og mismunun“. Þá hefur aktívistahópurinn Level Playing Field sent UEFA skeyti og krafist skýringa. „Við erum mjög reið yfir þessu,“ segir Ted Morris, stjórnarmaður í LSDA, sem segist sjálfur fara á leikinn með trega vegna ástandsins. „Þetta er ekki sanngjarnt þegar stæðin eru til staðar. Þetta er bara rangt“. „Ég vil óska eftir því að UEFA útskýri undir hvað þau verða notuð. Þetta hefur áhrif á bæði lið.“ sagði Morris sem tók jafnframt fram að Liverpool hefði gert allt í sínu valdi til að bæta ástandið en talað fyrir daufum eyrum stjórnarmanna sambandsins. Enska félagið hafði upprunalega samband fyrir þremur vikum vegna málsins, en ólíklegt verður að þykja að fjöldanum verði breytt úr þessu. UEFA svaraði fyrir málið í tilkynningu þar sem bent er á að sambandið hafi haft skamman tíma til að undirbúnings. Úrslitaleikurinn átti að fara fram í Pétursborg í Rússlandi en hann færður til Frakklands eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar. „Fyrir viðburð af þessari stærðargráðu myndi UEFA undir venjulegum kringumstæðum stefna að fleiri stæðum fyrir fólk í hjólastólum, en vegna skipulagstakmarkana og skamms tíma til undirbúnings, var það ekki mögulegt,“ segir í yfirlýsingu UEFA um málið þar sem ekki er tekið fram undir hvað lausu stæðin verði notuð eða hvers kyns skipulagsörðugleikar hafi valdið þessari skerðingu. Búist er við fullum 75 þúsund manna velli á leiknum á laugardag. Hvoru liði um sig var úthlutað tæplega 20 þúsund miðum til að dreifa til sinna stuðningsmanna og þá fóru 12 þúsund miðar í almenna sölu. Eftir standa 23 þúsund miðar sem fara til starfsfólks UEFA, styrktaraðila og fyrirmenna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Úrslitaleikur liðanna fer fram á Stade de France í París á laugardagskvöld. Á vellinum, sem tekur 75 þúsund manns í sæti, eru sérstaklega frátekin svæði sem rúma 550 manns í hjólastól. Slík sértæk hjólastólavæði eru á öllum stórum völlum í Evrópu. Athygli vekur að UEFA mun aðeins hleypa fólki að í 93 slík stæði á leik laugardagsins. Liðin tvö geta útdeilt 38 stæðum hvort til sinna stuðningsmanna, alls 76, og hin 17 úthlutuð fólki sem ekki er beintengt félögunum. Ekki fylgir sögunni í hvað þau 457 stæði sem eftir standa verða nýtt eða hvers vegna UEFA hindri aðgengi fatlaðs fólks að leiknum með þessum hætti. LSDA, samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool, gagnrýna sambandið í tilkynningu þar sem segir að úthlutun UEFA „jaðri við útilokun og mismunun“. Þá hefur aktívistahópurinn Level Playing Field sent UEFA skeyti og krafist skýringa. „Við erum mjög reið yfir þessu,“ segir Ted Morris, stjórnarmaður í LSDA, sem segist sjálfur fara á leikinn með trega vegna ástandsins. „Þetta er ekki sanngjarnt þegar stæðin eru til staðar. Þetta er bara rangt“. „Ég vil óska eftir því að UEFA útskýri undir hvað þau verða notuð. Þetta hefur áhrif á bæði lið.“ sagði Morris sem tók jafnframt fram að Liverpool hefði gert allt í sínu valdi til að bæta ástandið en talað fyrir daufum eyrum stjórnarmanna sambandsins. Enska félagið hafði upprunalega samband fyrir þremur vikum vegna málsins, en ólíklegt verður að þykja að fjöldanum verði breytt úr þessu. UEFA svaraði fyrir málið í tilkynningu þar sem bent er á að sambandið hafi haft skamman tíma til að undirbúnings. Úrslitaleikurinn átti að fara fram í Pétursborg í Rússlandi en hann færður til Frakklands eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar. „Fyrir viðburð af þessari stærðargráðu myndi UEFA undir venjulegum kringumstæðum stefna að fleiri stæðum fyrir fólk í hjólastólum, en vegna skipulagstakmarkana og skamms tíma til undirbúnings, var það ekki mögulegt,“ segir í yfirlýsingu UEFA um málið þar sem ekki er tekið fram undir hvað lausu stæðin verði notuð eða hvers kyns skipulagsörðugleikar hafi valdið þessari skerðingu. Búist er við fullum 75 þúsund manna velli á leiknum á laugardag. Hvoru liði um sig var úthlutað tæplega 20 þúsund miðum til að dreifa til sinna stuðningsmanna og þá fóru 12 þúsund miðar í almenna sölu. Eftir standa 23 þúsund miðar sem fara til starfsfólks UEFA, styrktaraðila og fyrirmenna.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti