Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2022 14:38 Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir athugavert að ekki hafi verið minnst á málefnaáherslur nýs meirihluta í tilkynningu um myndun hans í morgun heldur aðeins tekið fram hver fengi bæjarstjórastólinn. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Greint var frá því í morgun að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi myndað meirihluta í Hafnarfirði. Fram kom í tilkynningu frá flokkunum að Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri muni sinna starfinu áfram til áramóta 2024 og 2025 og Valdimar Víðisson oddviti Framsóknar muni taka við starfinu á nýársdag 2025. „Þetta leggst nú ekkert sérstaklega vel í mig en var nú nokkuð fyrirséð að Framsóknarflokkurinn, ef hann hefur kost á því, þá vinnur hann yfirleitt til hægri í landsstjórn eða sveitarstjórnarmálum. Það gerist aftur núna,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Framsókn hafi svikið loforð um samtal Samfylkingin í Hafnarfirði vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafn marga og Sjálfstæðisflokkurinn, sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti sömuleiðis við sig manni og er nú með tvo. Guðmundur Árni segir að eðlilegt hefði verið að Framsóknarflokkur og Samfylking hefðu rætt saman um mögulega myndun meirihluta. „Á því var aldrei gefinn kostur þótt ég hafi óskað eftir því oftar en einu sinni. Framsókn og Sjálfstæðisfólk voru á eintali um að skipta með sér embættum. Þetta er mixmeirihluti um bæjarstjóradjobb,“ segir Guðmundur. „Við fengum fyrirheit um það að við gætum átt tal saman, enda það ekkert óeðlilegt. Við komumst aldrei að því borði. Það fyrirheit var svikið af hálfu Framsóknar.“ Hann segir athugavert að ekki hafi verið minnst á málefnaáherslur nýs meirihluta í tilkynningu um meirihlutamyndun í morgun. „Fyrsta tilkynningin er um það hver eigi að vera bæjarstjórinn en ekki orð um það hvað þau ætla að gera. Það er eftirtektarvert. Ég óska þeim alls hins besta en segi það um leið að jafnaðarmenn í Hafnarfirði, sem voru kallaðir til verka, munu veita þessum meirihluta mjög öflugt aðhald, það verður hörkustjórnarandstaða en sanngjörn.“ Jafnaðarmenn muni ýta meirihlutanum til góðra verka Guðmundur hefur víðtæka reynslu úr stjórnmálum, til dæmis sem ráðherra og var bæjarstjóri Hafnarfjarðar 1986 til 1993. Hann segir þó minnihlutasetuna leggjast vel í sig. „Það er prýðilegt og ég tek því mjög alvarlega. Ég byrjaði nú minn feril í bæjarstjórn árið 1982 og þá í minnihluta, þannig að ég kann bæði hlutverkin til hins ítrasta,“ segir Guðmundur. „Ég er til í slaginn. Auðvitað hefði ég viljað vera stjórnarmegin og sýna bæjarbúum það sem orðið á að standa og ganga til verka en það varð ekki og maður horfist í augu við það. Það er veruleikinn í stjórnmálum,“ segir hann. Hann segir að jafnaðarmenn muni láta í sér heyra á kjörtímabilinu. „Vonandi hlustar þessi meirihluti á orð jafnaðarmanna og við munum gera okkar ítrasta til þess. Þetta er mixmeirihluti eins og hér er búinn til þar sem menn eru að skipta á embættum. Það veit aldrei á gott en ég vona hitt fyrir hönd Hafnfirðinga,“ segir Guðmundur. „Fyrst og síðast munum við ýta þessum meirihluta til verka og góðra verka. Það mun ekki standa á okkur.“ Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun. 24. maí 2022 10:51 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi myndað meirihluta í Hafnarfirði. Fram kom í tilkynningu frá flokkunum að Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri muni sinna starfinu áfram til áramóta 2024 og 2025 og Valdimar Víðisson oddviti Framsóknar muni taka við starfinu á nýársdag 2025. „Þetta leggst nú ekkert sérstaklega vel í mig en var nú nokkuð fyrirséð að Framsóknarflokkurinn, ef hann hefur kost á því, þá vinnur hann yfirleitt til hægri í landsstjórn eða sveitarstjórnarmálum. Það gerist aftur núna,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Framsókn hafi svikið loforð um samtal Samfylkingin í Hafnarfirði vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafn marga og Sjálfstæðisflokkurinn, sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti sömuleiðis við sig manni og er nú með tvo. Guðmundur Árni segir að eðlilegt hefði verið að Framsóknarflokkur og Samfylking hefðu rætt saman um mögulega myndun meirihluta. „Á því var aldrei gefinn kostur þótt ég hafi óskað eftir því oftar en einu sinni. Framsókn og Sjálfstæðisfólk voru á eintali um að skipta með sér embættum. Þetta er mixmeirihluti um bæjarstjóradjobb,“ segir Guðmundur. „Við fengum fyrirheit um það að við gætum átt tal saman, enda það ekkert óeðlilegt. Við komumst aldrei að því borði. Það fyrirheit var svikið af hálfu Framsóknar.“ Hann segir athugavert að ekki hafi verið minnst á málefnaáherslur nýs meirihluta í tilkynningu um meirihlutamyndun í morgun. „Fyrsta tilkynningin er um það hver eigi að vera bæjarstjórinn en ekki orð um það hvað þau ætla að gera. Það er eftirtektarvert. Ég óska þeim alls hins besta en segi það um leið að jafnaðarmenn í Hafnarfirði, sem voru kallaðir til verka, munu veita þessum meirihluta mjög öflugt aðhald, það verður hörkustjórnarandstaða en sanngjörn.“ Jafnaðarmenn muni ýta meirihlutanum til góðra verka Guðmundur hefur víðtæka reynslu úr stjórnmálum, til dæmis sem ráðherra og var bæjarstjóri Hafnarfjarðar 1986 til 1993. Hann segir þó minnihlutasetuna leggjast vel í sig. „Það er prýðilegt og ég tek því mjög alvarlega. Ég byrjaði nú minn feril í bæjarstjórn árið 1982 og þá í minnihluta, þannig að ég kann bæði hlutverkin til hins ítrasta,“ segir Guðmundur. „Ég er til í slaginn. Auðvitað hefði ég viljað vera stjórnarmegin og sýna bæjarbúum það sem orðið á að standa og ganga til verka en það varð ekki og maður horfist í augu við það. Það er veruleikinn í stjórnmálum,“ segir hann. Hann segir að jafnaðarmenn muni láta í sér heyra á kjörtímabilinu. „Vonandi hlustar þessi meirihluti á orð jafnaðarmanna og við munum gera okkar ítrasta til þess. Þetta er mixmeirihluti eins og hér er búinn til þar sem menn eru að skipta á embættum. Það veit aldrei á gott en ég vona hitt fyrir hönd Hafnfirðinga,“ segir Guðmundur. „Fyrst og síðast munum við ýta þessum meirihluta til verka og góðra verka. Það mun ekki standa á okkur.“
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun. 24. maí 2022 10:51 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24
Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun. 24. maí 2022 10:51