Hrun í mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 17:30 Ensku framherjarnir Jadon Sancho og Marcus Rashford hjá Manchester United stóðu ekki undir væntingum á þessari leiktíð en hér fagna þeir saman marki á móti Southampton á Old Trafford Getty/Laurence Griffiths Enskir framherjar voru oft ekki á skotskónum á nýloknu tímabili eins og sést vel í samantekt hjá Sky Sports. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate þarf líklega að fara að hafa smá áhyggjur af þróun mála þegar kemur að því að enskir framherjar eru í svolitlum vandræðum að koma boltanum í markið. Markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar 2021-22 voru Egyptinn Mohamed Salah hjá Liverpool, Kóreumaðurinn Son Heung-Min hjá Tottenham og Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. England manager Gareth Southgate picks Nations League squad | Goals from English forwards in decline? https://t.co/9Ps1lHS42m— SportMagMad (@SportMagMad) May 24, 2022 Talning á mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni sýnir að þeir skoruðu samtals 142 mörk á leiktíðinni sem var tuttugu prósent fækkun frá tímabilinu á undan. Tímabilið 2020-21 voru mörkin 176 og tímabilið 2019-20 voru ensku mörkin 191. Það er því öllum ljóst að mörkum ensku framherjanna fer fækkandi með hverju tímabili. Þetta er líka lítill markafjöldi í samanburði við 1993-94 tímabilið þegar enskir framherjar skoruðu 451 mark en þá var deildin líka skipuð 22 liðum með 42 leikjum á hvert lið. Helstu ensku markaskorararnir voru menn eins og Harry Kane, Raheem Sterling, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin, Ollie Watkins, Callum Wilson og Danny Ings en þeirra framlag dugði þó ekki til við að laga þessa slöku markatölfræði. This guy Congrats @Sonny7 very well deserved. Different class this season. pic.twitter.com/l4YaS7vx2B— Harry Kane (@HKane) May 22, 2022 Manchester United mennirnir Marcus Rashford og Jadon Sancho gekk báðum illa fyrir framan markið og þeir Vardy, Calvert-Lewin og Patrick Bamford voru mikið meiddir. Kane var markahæsti enski leikmaðurinn með sautján mörk en Vardy var annar með fimmtán mörk og Sterling skoraði síðan þrettán mörk. Jarrod Bowen og Ivan Toney skoruðu síðan báðir tólf mörk. Aston Villa skilaði flestum enskum mörkum eða átján en næst voru Tottenham (17 mörk) og Leicester City (15). Enskir framherjar fengu að spila flestar mínútur hjá Everton en Manchester United var þar í þriðja sæti á eftir Villa. Það má lesa meira um þessa samantekt Sky Sports hér. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate þarf líklega að fara að hafa smá áhyggjur af þróun mála þegar kemur að því að enskir framherjar eru í svolitlum vandræðum að koma boltanum í markið. Markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar 2021-22 voru Egyptinn Mohamed Salah hjá Liverpool, Kóreumaðurinn Son Heung-Min hjá Tottenham og Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. England manager Gareth Southgate picks Nations League squad | Goals from English forwards in decline? https://t.co/9Ps1lHS42m— SportMagMad (@SportMagMad) May 24, 2022 Talning á mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni sýnir að þeir skoruðu samtals 142 mörk á leiktíðinni sem var tuttugu prósent fækkun frá tímabilinu á undan. Tímabilið 2020-21 voru mörkin 176 og tímabilið 2019-20 voru ensku mörkin 191. Það er því öllum ljóst að mörkum ensku framherjanna fer fækkandi með hverju tímabili. Þetta er líka lítill markafjöldi í samanburði við 1993-94 tímabilið þegar enskir framherjar skoruðu 451 mark en þá var deildin líka skipuð 22 liðum með 42 leikjum á hvert lið. Helstu ensku markaskorararnir voru menn eins og Harry Kane, Raheem Sterling, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin, Ollie Watkins, Callum Wilson og Danny Ings en þeirra framlag dugði þó ekki til við að laga þessa slöku markatölfræði. This guy Congrats @Sonny7 very well deserved. Different class this season. pic.twitter.com/l4YaS7vx2B— Harry Kane (@HKane) May 22, 2022 Manchester United mennirnir Marcus Rashford og Jadon Sancho gekk báðum illa fyrir framan markið og þeir Vardy, Calvert-Lewin og Patrick Bamford voru mikið meiddir. Kane var markahæsti enski leikmaðurinn með sautján mörk en Vardy var annar með fimmtán mörk og Sterling skoraði síðan þrettán mörk. Jarrod Bowen og Ivan Toney skoruðu síðan báðir tólf mörk. Aston Villa skilaði flestum enskum mörkum eða átján en næst voru Tottenham (17 mörk) og Leicester City (15). Enskir framherjar fengu að spila flestar mínútur hjá Everton en Manchester United var þar í þriðja sæti á eftir Villa. Það má lesa meira um þessa samantekt Sky Sports hér.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira