Ná ekki að breyta enskuskotnum umbúðum Nóa kropps Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2022 12:05 Bíó kropp í verslun. Umbúðirnar segja þeim sem eru ekki reiprennandi í ensku margt um bragðtegundina. Vísir/Kjartan Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus nær ekki að breyta enskuskotnum umbúðum á sumarútgáfu af Nóa kroppi þar sem búið er að dreifa nánast öllu takmörkuðu upplagi þess í verslanir. Málfræðingur við Háskóla Íslands gerði athugasemd við að umbúðirnar væru að hluta á ensku. Áhugamenn um íslenskt mál eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emirítus í íslenski málfræði við Háskóla Íslands, ráku upp stór augu þegar þeir sáu umbúðir utan um svonefnt „Bíó kropp“ frá Nóa Síríus. Umbúðirnar eru á íslensku að öðru leyti en að bragðtegundin er kölluð „butter & salt“, smjör og salt á íslensku. Eiríkur skoraði á Nóa Síríus að breyta umbúðunum í Facebook-hópnum Málspjall á dögunum. Skömmu síðar greindi hann frá því að fyrirtækið hefði sett sig í samband við hann og beðist afsökunar á „klaufalegu málfari“. Bar það fyrir sig að kex sem væri notað í sælgætið kæmi til þess merkt á ensku og það hafi þótt passa vel við vöruna. „Við munum passa okkur betur á þessu í framtíðinni,“ hafði Eiríkur eftir skeytinu sem hann fékk. Eiríkur hafði rétt fyrir sér á endanum Ekkert kom þó fram um hvort að fyrirtækið ætlaði að bregðast við og breyta umbúðunum. Í ummælum í Facebook-hópnum sagðist Eiríkur telja ólíklegt að sú yrði raunin og að það væri slæmt. Eiríkur átti kollgátuna. Nói Síríus staðfestir í skriflegu svari til Vísi að ekki standi til að breyta umbúðunum. „Þessi vara er ein af sumarvörunum okkar í ár og var framleidd í takmörkuðu magni. Við erum búin að dreifa nánast öllu magninu í verslanir og náum við þar af leiðandi ekki að breyta umbúðunum að þessu sinni,“ segir í svarinu. Horft hafi verið til þess að tengja vöruna við bíó- og poppstemmningu. „Sú ákvörðun að vísa í heitið á kexinu Butter & salt var því hugsanlega ekki hugsuð alla leið,“ segir Nói Síríus ennfremur. Í annarri færslu eftir að Nói Síríus sendi svar sitt til Vísis út sem yfirlýsingu sagði Eiríkur svör fyrirtækisins lýsandi fyrir þau ómeðvituðu viðhorf gagnvart íslensku og ensku sem séu alltof rík í fólki. „En þetta mál sýnir að það skiptir máli að gera athugasemdir þegar okkur finnst íslenskan fara halloka fyrir ensku,“ skrifar hann. Matur Íslenska á tækniöld Neytendur Sælgæti Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Áhugamenn um íslenskt mál eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emirítus í íslenski málfræði við Háskóla Íslands, ráku upp stór augu þegar þeir sáu umbúðir utan um svonefnt „Bíó kropp“ frá Nóa Síríus. Umbúðirnar eru á íslensku að öðru leyti en að bragðtegundin er kölluð „butter & salt“, smjör og salt á íslensku. Eiríkur skoraði á Nóa Síríus að breyta umbúðunum í Facebook-hópnum Málspjall á dögunum. Skömmu síðar greindi hann frá því að fyrirtækið hefði sett sig í samband við hann og beðist afsökunar á „klaufalegu málfari“. Bar það fyrir sig að kex sem væri notað í sælgætið kæmi til þess merkt á ensku og það hafi þótt passa vel við vöruna. „Við munum passa okkur betur á þessu í framtíðinni,“ hafði Eiríkur eftir skeytinu sem hann fékk. Eiríkur hafði rétt fyrir sér á endanum Ekkert kom þó fram um hvort að fyrirtækið ætlaði að bregðast við og breyta umbúðunum. Í ummælum í Facebook-hópnum sagðist Eiríkur telja ólíklegt að sú yrði raunin og að það væri slæmt. Eiríkur átti kollgátuna. Nói Síríus staðfestir í skriflegu svari til Vísi að ekki standi til að breyta umbúðunum. „Þessi vara er ein af sumarvörunum okkar í ár og var framleidd í takmörkuðu magni. Við erum búin að dreifa nánast öllu magninu í verslanir og náum við þar af leiðandi ekki að breyta umbúðunum að þessu sinni,“ segir í svarinu. Horft hafi verið til þess að tengja vöruna við bíó- og poppstemmningu. „Sú ákvörðun að vísa í heitið á kexinu Butter & salt var því hugsanlega ekki hugsuð alla leið,“ segir Nói Síríus ennfremur. Í annarri færslu eftir að Nói Síríus sendi svar sitt til Vísis út sem yfirlýsingu sagði Eiríkur svör fyrirtækisins lýsandi fyrir þau ómeðvituðu viðhorf gagnvart íslensku og ensku sem séu alltof rík í fólki. „En þetta mál sýnir að það skiptir máli að gera athugasemdir þegar okkur finnst íslenskan fara halloka fyrir ensku,“ skrifar hann.
Matur Íslenska á tækniöld Neytendur Sælgæti Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira