Pabbi Rúbens Dias skallaði Noel Gallagher Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2022 14:31 Eins og sjá má fékk Noel Gallagher má skurð eftir viðskiptin við pabba Rúbens Dias. getty/Cameron Smith Sauma þurfti nokkur spor í einn þekktasta stuðningsmanns Manchester City eftir að faðir leikmanns liðsins skallaði hann í fagnaðarlátunum þegar City varð Englandsmeistari í gær. City lenti í kröppum dansi gegn Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Gestirnir frá Birmingham komust í 0-2 en City svaraði fyrir sig með því að skora þrjú mörk á fimm mínútum og tryggði sér þar með Englandsmeistaratitilinn í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stuðningsmenn City ærðust af fögnuði, meðal annars faðir portúgalska varnarmannsins Rúbens Dias, sem endaði á því að skalla Noel Gallagher, fyrrverandi forsprakka Oasis og mikinn City-mann. Hann sagði talkSPORT frá atvikinu á Etihad. Noel Gallagher left covered in blood and needing stitches after headbutt from @rubendias' dad during Man City's title celebrations #MCFC https://t.co/YxrPAdxTSv— talkSPORT (@talkSPORT) May 23, 2022 „Þegar við skoruðum þriðja markið varð allt brjálað. Fjölskyldan hans Rúbens Dias var nokkrum röðum fyrir ofan okkur. Ég hoppaði um eins og fáviti, veifaði syni mínum eins og hann væri Englandsmeistarabikarinn og allir lyftu honum,“ sagði Gallagher. „Ég sneri mér við og pabbi Rúbens Dias hljóp beint á mig og skallaði mig. Ég lá eftir, ataður í blóði. Ég sá ekki lokin á leiknum því ég var sendur á sjúkrahús. Það voru saumuð nokkur spor í vörina á mér og ég fékk tvö glóðaraugu.“ Eftir á rakst Gallagher á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City. Þeir féllust í faðma og Gallagher sagði Spánverjanum svo að hafa ekki áhyggjur af sér og vera með leikmönnunum sínum. Að sögn Gallaghers sást ekkert á pabbanum. „Hann fékk ekki skrámu. Hann er tröll að burðum. Hann braut næstum því tennurnar í mér.“ Gallagher var á tónleikaferðalagi þegar City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt 2012 en fékk að upplifa dramatíkina í gær, þótt hann hafi misst af lokamínútunum. Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. 22. maí 2022 16:55 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
City lenti í kröppum dansi gegn Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Gestirnir frá Birmingham komust í 0-2 en City svaraði fyrir sig með því að skora þrjú mörk á fimm mínútum og tryggði sér þar með Englandsmeistaratitilinn í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stuðningsmenn City ærðust af fögnuði, meðal annars faðir portúgalska varnarmannsins Rúbens Dias, sem endaði á því að skalla Noel Gallagher, fyrrverandi forsprakka Oasis og mikinn City-mann. Hann sagði talkSPORT frá atvikinu á Etihad. Noel Gallagher left covered in blood and needing stitches after headbutt from @rubendias' dad during Man City's title celebrations #MCFC https://t.co/YxrPAdxTSv— talkSPORT (@talkSPORT) May 23, 2022 „Þegar við skoruðum þriðja markið varð allt brjálað. Fjölskyldan hans Rúbens Dias var nokkrum röðum fyrir ofan okkur. Ég hoppaði um eins og fáviti, veifaði syni mínum eins og hann væri Englandsmeistarabikarinn og allir lyftu honum,“ sagði Gallagher. „Ég sneri mér við og pabbi Rúbens Dias hljóp beint á mig og skallaði mig. Ég lá eftir, ataður í blóði. Ég sá ekki lokin á leiknum því ég var sendur á sjúkrahús. Það voru saumuð nokkur spor í vörina á mér og ég fékk tvö glóðaraugu.“ Eftir á rakst Gallagher á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City. Þeir féllust í faðma og Gallagher sagði Spánverjanum svo að hafa ekki áhyggjur af sér og vera með leikmönnunum sínum. Að sögn Gallaghers sást ekkert á pabbanum. „Hann fékk ekki skrámu. Hann er tröll að burðum. Hann braut næstum því tennurnar í mér.“ Gallagher var á tónleikaferðalagi þegar City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt 2012 en fékk að upplifa dramatíkina í gær, þótt hann hafi misst af lokamínútunum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. 22. maí 2022 16:55 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30
Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. 22. maí 2022 16:55