Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2022 09:30 Robin Olsen fékk fyrir ferðina þegar hann gekk af velli eftir leik Manchester City og Aston Villa. Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Þúsundir stuðningsmanna City flykktust inn á völlinn eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn með 3-2 endurkomusigri á Villa. Þegar Olsen gekk af velli hljóp stuðningsmaður City að sænska markverðinum og sló hann í höfuðið. Villa sendi í kjölfarið frá yfirlýsingu þar sem fram kom að það væri allt í lagi með Olsen, ekki væri vitað hvort stuðningsmaðurinn hefði slegið hann viljandi og félagið ætlaði ekki að senda inn formlega kvörtun vegna atviksins. Lögreglan í Manchester lítur málið þó alvarlegum augun og hefur kært tvo stuðningsmenn vegna þess. #CHARGED I Two football fans have been charged following Manchester City's game with Aston Villa at the Etihad. Enquiries into the reported assault of a player on the pitch after the final whistle are ongoing with officers working with both clubs. #MCIAVL https://t.co/eTr56yDAU6 pic.twitter.com/UHlfR8j3no— Greater Manchester Police (@gmpolice) May 23, 2022 City sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið bað Olsen afsökunar og sagði að ef stuðningsmaðurinn fyndist yrði hann dæmdur í heimaleikjabann. Atvikið á Etihad var þriðja slíka atvikið á einni viku þar sem stuðningsmenn flykkjast inn á völl eftir leik og verða til vandræða. Eftir leik Sheffield United og Nottingham Forest á þriðjudaginn skallaði stuðningsmaður Forest Billy Sharp, leikmann Sheffield United. Hann var dæmdur í 24 vikna fangelsi. Á fimmtudaginn lenti Patrick Viera, knattspyrnustjóra Crystal Palace, svo saman við stuðningsmann Everton eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Olsen, sem er markvörður sænska landsliðsins, lék sinn fyrsta leik með Villa í gær. Hann kom til liðsins á láni frá Roma í janúar. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna City flykktust inn á völlinn eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn með 3-2 endurkomusigri á Villa. Þegar Olsen gekk af velli hljóp stuðningsmaður City að sænska markverðinum og sló hann í höfuðið. Villa sendi í kjölfarið frá yfirlýsingu þar sem fram kom að það væri allt í lagi með Olsen, ekki væri vitað hvort stuðningsmaðurinn hefði slegið hann viljandi og félagið ætlaði ekki að senda inn formlega kvörtun vegna atviksins. Lögreglan í Manchester lítur málið þó alvarlegum augun og hefur kært tvo stuðningsmenn vegna þess. #CHARGED I Two football fans have been charged following Manchester City's game with Aston Villa at the Etihad. Enquiries into the reported assault of a player on the pitch after the final whistle are ongoing with officers working with both clubs. #MCIAVL https://t.co/eTr56yDAU6 pic.twitter.com/UHlfR8j3no— Greater Manchester Police (@gmpolice) May 23, 2022 City sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið bað Olsen afsökunar og sagði að ef stuðningsmaðurinn fyndist yrði hann dæmdur í heimaleikjabann. Atvikið á Etihad var þriðja slíka atvikið á einni viku þar sem stuðningsmenn flykkjast inn á völl eftir leik og verða til vandræða. Eftir leik Sheffield United og Nottingham Forest á þriðjudaginn skallaði stuðningsmaður Forest Billy Sharp, leikmann Sheffield United. Hann var dæmdur í 24 vikna fangelsi. Á fimmtudaginn lenti Patrick Viera, knattspyrnustjóra Crystal Palace, svo saman við stuðningsmann Everton eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Olsen, sem er markvörður sænska landsliðsins, lék sinn fyrsta leik með Villa í gær. Hann kom til liðsins á láni frá Roma í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira