Sjö hlutir til að fylgjast með í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar Atli Arason skrifar 22. maí 2022 13:30 Hver hreppir krúnuna? Getty Images Síðasta umferð tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni hefst núna á slaginu 15:00 og það er enn þá nóg til að keppast um á flestum vígvöllum. Hér eru sjö hlutir til að fylgjast með í lokaumferðinni 1. Englandsmeistari Fyrst og fremst er það titilbaráttan. Manchester City er með pálmann í höndunum hvað það varðar. Vinni liðið sinn leik gegn Aston Villa þá verður liðið meistari, ef ekki þá þarf liðið að ná jafngóðum árangri og Liverpool sem leikur á sama tíma gegn Wolves. Ef City misstígur sig gegn Villa og Liverpool vinnur sinn leik þá verður Liverpool enskur meistari en einungis einu stigi munar á liðunum fyrir lokaumferðina. 2. Fallið Watford og Norwich eru nú þegar fallin úr ensku úrvalsdeildinni en það er enn óljóst hvort Leeds eða Burnley fylgi þeim niður. Liðin tvö eru jöfn að stigum en markatala Burnley er töluvert betri en markatala Leeds. Þar munar um 20 mörk. Burnley tekur á móti Newcastle á meðan Leeds fer í heimsókn til Brentford. Leeds þarf að vinna sinn leik og treysta á að Burnley misstígi sig til að forðast fall. Burnley þarf einungis að ná jafn góðum árangri og Leeds í sínum leik til að eiga áfram sæti í úrvalsdeilinni á næsta ári. 3. Meistaradeildin Tottenham á leik gegn botnliði Norwich og jafntefli dugar Tottenham ef Arsenal vinnur ekki sinn leik gegn Everton með meira en 15 mörkum. Arsenal er tveimur stigum á Tottenham og 15 mörkum fátækari í markatölu. Það bárust hins vegar fregnir af því í vikunni að stjarna Tottenham, Harry Kane, væri veikur með hugsanlega matareitrun. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði á fréttamannafundi í gær að Kane muni spila á eftir. Gæti hið fræga Lasanga-Gate mál verið að endurtaka sig? 4. Sambandsdeildarslagurinn Annaðhvort Manchester United eða West Ham munu leika í Sambandsdeildinni á næsta ári á meðan hitt fer í Evrópudeildina. Manchester United er með tveggja stiga forskot á West Ham en Hamrarnir eru tíu mörkum betri í markatölu. Manchester United er í heimsókn hjá Crystal Palace á meðan West Ham fer til Brighton & Hove Albion. Vinni West Ham sinn leik þá þarf Manchester United að sigra Palace til að enda ekki í Sambandsdeildinni næsta haust. 5. Salah gegn Son Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er búinn að skora 22 mörk á tímabilinu og hefur eins marks forskot á Son Heung-min, leikmann Tottenham, í baráttunni um gullskóinn. Báðir hafa spilað 34 leiki á tímabilinu. Fari svo að leikmennirnir endi með jafn mörg mörk skoruð þá er það sá með fleiri stoðsendingar sem endar ofar og þar er Salah með 13 stoðsendingar gegn sjö frá Son. Salah er einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar fyrir lokaumferðina, einni stoðsendingu á undan Trent Alexander-Arnold og þrem stoðsendingum á undan Andy Robertson, samherjum sínum hjá Liverpool. 6. Alisson gegn Ederson Markverðir Manchester City og Liverpool hafa báðir haldið marki sínu hreinu í 20 skipti á tímabilinu sem eru fumm skiptum meira en næsti markvörður, Hugo Lloris hjá Tottenham. Ef báðir markverðir spila og ná sama árangri í markinu þá mun Alisson hreppa gullhanskann þar sem hann hefur leikið einum leik minna í deildinni fyrir lokaumferðina, 35 gegn 36. 7. Taflan Almennt skiptir það miklu máli fyrir öll lið hvar þau enda í töflunni en það munar u.þ.b. 2,5 milljónum punda í verðlaunafé á milli hvers sætis í töflunni. Það skemmtilega í þessu er að deildin er það jöfn fyrir lokaumferðina, að öll lið geta færst til um a.m.k. eitt sæti á milli umferðar 37 og 38. Burt séð frá öllu sem hefur verið talið upp hér að ofan, þá er lokaleikur allra liða u.þ.b. 2,5 milljóna punda virði. Enski boltinn Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
1. Englandsmeistari Fyrst og fremst er það titilbaráttan. Manchester City er með pálmann í höndunum hvað það varðar. Vinni liðið sinn leik gegn Aston Villa þá verður liðið meistari, ef ekki þá þarf liðið að ná jafngóðum árangri og Liverpool sem leikur á sama tíma gegn Wolves. Ef City misstígur sig gegn Villa og Liverpool vinnur sinn leik þá verður Liverpool enskur meistari en einungis einu stigi munar á liðunum fyrir lokaumferðina. 2. Fallið Watford og Norwich eru nú þegar fallin úr ensku úrvalsdeildinni en það er enn óljóst hvort Leeds eða Burnley fylgi þeim niður. Liðin tvö eru jöfn að stigum en markatala Burnley er töluvert betri en markatala Leeds. Þar munar um 20 mörk. Burnley tekur á móti Newcastle á meðan Leeds fer í heimsókn til Brentford. Leeds þarf að vinna sinn leik og treysta á að Burnley misstígi sig til að forðast fall. Burnley þarf einungis að ná jafn góðum árangri og Leeds í sínum leik til að eiga áfram sæti í úrvalsdeilinni á næsta ári. 3. Meistaradeildin Tottenham á leik gegn botnliði Norwich og jafntefli dugar Tottenham ef Arsenal vinnur ekki sinn leik gegn Everton með meira en 15 mörkum. Arsenal er tveimur stigum á Tottenham og 15 mörkum fátækari í markatölu. Það bárust hins vegar fregnir af því í vikunni að stjarna Tottenham, Harry Kane, væri veikur með hugsanlega matareitrun. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði á fréttamannafundi í gær að Kane muni spila á eftir. Gæti hið fræga Lasanga-Gate mál verið að endurtaka sig? 4. Sambandsdeildarslagurinn Annaðhvort Manchester United eða West Ham munu leika í Sambandsdeildinni á næsta ári á meðan hitt fer í Evrópudeildina. Manchester United er með tveggja stiga forskot á West Ham en Hamrarnir eru tíu mörkum betri í markatölu. Manchester United er í heimsókn hjá Crystal Palace á meðan West Ham fer til Brighton & Hove Albion. Vinni West Ham sinn leik þá þarf Manchester United að sigra Palace til að enda ekki í Sambandsdeildinni næsta haust. 5. Salah gegn Son Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er búinn að skora 22 mörk á tímabilinu og hefur eins marks forskot á Son Heung-min, leikmann Tottenham, í baráttunni um gullskóinn. Báðir hafa spilað 34 leiki á tímabilinu. Fari svo að leikmennirnir endi með jafn mörg mörk skoruð þá er það sá með fleiri stoðsendingar sem endar ofar og þar er Salah með 13 stoðsendingar gegn sjö frá Son. Salah er einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar fyrir lokaumferðina, einni stoðsendingu á undan Trent Alexander-Arnold og þrem stoðsendingum á undan Andy Robertson, samherjum sínum hjá Liverpool. 6. Alisson gegn Ederson Markverðir Manchester City og Liverpool hafa báðir haldið marki sínu hreinu í 20 skipti á tímabilinu sem eru fumm skiptum meira en næsti markvörður, Hugo Lloris hjá Tottenham. Ef báðir markverðir spila og ná sama árangri í markinu þá mun Alisson hreppa gullhanskann þar sem hann hefur leikið einum leik minna í deildinni fyrir lokaumferðina, 35 gegn 36. 7. Taflan Almennt skiptir það miklu máli fyrir öll lið hvar þau enda í töflunni en það munar u.þ.b. 2,5 milljónum punda í verðlaunafé á milli hvers sætis í töflunni. Það skemmtilega í þessu er að deildin er það jöfn fyrir lokaumferðina, að öll lið geta færst til um a.m.k. eitt sæti á milli umferðar 37 og 38. Burt séð frá öllu sem hefur verið talið upp hér að ofan, þá er lokaleikur allra liða u.þ.b. 2,5 milljóna punda virði.
Enski boltinn Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn