Kosningabarnið svo tillitsamt að mæta á mánudeginum Snorri Másson skrifar 21. maí 2022 20:32 Stefán Þór Eysteinsson oddviti hins félagshyggjusinnaða Fjarðalista í Fjarðabyggð kljáðist við heldur umfangsmikið hliðarverkefni í aðdraganda nýliðinna sveitarstjórnarkosninga; sambýliskona hans Freyja Viðarsdóttir var komin að barnsburði og von var á tíðindum á hverri stundu. Aðsend mynd Á meðan lítið þokast í meirihlutaviðræðum í Reykjavík, er kominn gangur í viðræður í Fjarðabyggð. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að þar fæddist oddvita félagshyggjuframboðsins barn í miðjum viðræðum - sem var þó svo tillitsamt að koma ekki á kosninganótt. Fjarðabyggð er 10. fjölmennasta sveitarfélag landsins - felur í sér Neskaupstað, Eskifjörð og Reyðarfjörð. Að ekki sé minnst á Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Mjóafjörð. Stefán Þór Eysteinsson oddviti hins félagshyggjusinnaða Fjarðalista í Fjarðabyggð kljáðist við heldur umfangsmikið hliðarverkefni í aðdraganda nýliðinna sveitarstjórnarkosninga; sambýliskona hans Freyja Viðarsdóttir var komin að barnsburði og von var á tíðindum á hverri stundu. „Kosninganóttina sjálfa var Freyja bara með samdrætti. Ég átti alveg eins von á að hún kæmi þá á kosningavökunni, eiginlega. En hún ákvað að bíða með þetta þar til á mánudaginn,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu og Freyja bætir við: „Mjög tillitssöm stelpa greinilega.“ Fréttastofa ræddi stuttlega við foreldrana og barnið í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem má sjá hér að ofan. Íhugaði að fela símann Meirihluti Fjarðalistans með Framsóknarflokknum hélt þótt Sjálfstæðisflokkur sé stærsti flokkurinn og í hönd fóru meirihlutaviðræður Framsóknar og Fjarðalistans í þessu fimm þúsund manna sveitarfélagi. „Það er búið að vera smá púsluspil að ná þessum fundum saman en það eru allir búnir að vera mjög tillitsamir við okkur í þessu. Og svo er Freyja búin að vera ævintýralega skilningsrík í þessu. En það hafa já allir sýnt þessu mikinn skilning,“ segir Stefán. Að mestu leyti mikinn skilning, það er að segja: „Ég var alveg tvisvar búin að íhuga að fela símann, það var alveg kominn sá tímapunktur,“ segir Freyja. Allir flokkar stefna í sömu átt í Fjarðabyggð Foreldrunum hafa borist hamingjuóskir þvert á flokka, ekki að undra, á minni svæðum sem þessum eru allir aðeins meiri vinir en á stærri svæðum, segir Stefán. sem má vera að sé í ætt við að öllu meiri sátt virðist ríkja um stjórnmálin á minni svæðum, eins og Stefán lýsir. „Við erum öll að stefna í sömu átt og átökin eru ekki mikil, enda er það í raun óþarfi,“ segir Stefán. En aftur að því sem máli skiptir. Er komið nafn? „Ekki enn þá. Við erum að máta nokkur nöfn,“ segir Stefán. Freyja: „Ég held að það sé meiri ósætti þar en í kosningunum." Á höfuðborgarsvæðinu eru málin í meiri hnút en í Fjarðabyggð – þar hefur lítið hreyfst í viðræðum, en þreifingar halda að sjálfsögðu áfram. Í Mosfellsbæ var í dag sagt frá því að Vinir Mosfellsbæjar eru úr leik í meirihlutaviðræðunum, Framsókn, Viðreisn og Samfylking halda áfram að tala saman. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Fjarðabyggð er 10. fjölmennasta sveitarfélag landsins - felur í sér Neskaupstað, Eskifjörð og Reyðarfjörð. Að ekki sé minnst á Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Mjóafjörð. Stefán Þór Eysteinsson oddviti hins félagshyggjusinnaða Fjarðalista í Fjarðabyggð kljáðist við heldur umfangsmikið hliðarverkefni í aðdraganda nýliðinna sveitarstjórnarkosninga; sambýliskona hans Freyja Viðarsdóttir var komin að barnsburði og von var á tíðindum á hverri stundu. „Kosninganóttina sjálfa var Freyja bara með samdrætti. Ég átti alveg eins von á að hún kæmi þá á kosningavökunni, eiginlega. En hún ákvað að bíða með þetta þar til á mánudaginn,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu og Freyja bætir við: „Mjög tillitssöm stelpa greinilega.“ Fréttastofa ræddi stuttlega við foreldrana og barnið í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem má sjá hér að ofan. Íhugaði að fela símann Meirihluti Fjarðalistans með Framsóknarflokknum hélt þótt Sjálfstæðisflokkur sé stærsti flokkurinn og í hönd fóru meirihlutaviðræður Framsóknar og Fjarðalistans í þessu fimm þúsund manna sveitarfélagi. „Það er búið að vera smá púsluspil að ná þessum fundum saman en það eru allir búnir að vera mjög tillitsamir við okkur í þessu. Og svo er Freyja búin að vera ævintýralega skilningsrík í þessu. En það hafa já allir sýnt þessu mikinn skilning,“ segir Stefán. Að mestu leyti mikinn skilning, það er að segja: „Ég var alveg tvisvar búin að íhuga að fela símann, það var alveg kominn sá tímapunktur,“ segir Freyja. Allir flokkar stefna í sömu átt í Fjarðabyggð Foreldrunum hafa borist hamingjuóskir þvert á flokka, ekki að undra, á minni svæðum sem þessum eru allir aðeins meiri vinir en á stærri svæðum, segir Stefán. sem má vera að sé í ætt við að öllu meiri sátt virðist ríkja um stjórnmálin á minni svæðum, eins og Stefán lýsir. „Við erum öll að stefna í sömu átt og átökin eru ekki mikil, enda er það í raun óþarfi,“ segir Stefán. En aftur að því sem máli skiptir. Er komið nafn? „Ekki enn þá. Við erum að máta nokkur nöfn,“ segir Stefán. Freyja: „Ég held að það sé meiri ósætti þar en í kosningunum." Á höfuðborgarsvæðinu eru málin í meiri hnút en í Fjarðabyggð – þar hefur lítið hreyfst í viðræðum, en þreifingar halda að sjálfsögðu áfram. Í Mosfellsbæ var í dag sagt frá því að Vinir Mosfellsbæjar eru úr leik í meirihlutaviðræðunum, Framsókn, Viðreisn og Samfylking halda áfram að tala saman.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira