Leikmaður tímabilsins er valinn af dómnefnd sérfræðinga, fyrirliða allra 20 félagsliða í úrvalsdeildinni ásamt atkvæðum frá almenningi.
De Bruyne var á átta leikmanna lista ásamt Mohamed Salah, Heung-Min Son, Joao Cancelo, Trent Alexander-Arnold, Jarrod Bowen, Bukayo Saka og James Ward-Prowse.
De Bruyne hefur skorað 15 mörk á tímabilinu ásamt því að leggja upp önnur sjö fyrir lokaumferðina sem fer fram á morgun. Þetta er í annað skipti sem De Bruyne vinnur verðlaunin en hann vann þau einnig fyrir tveimur árum, tímabilið 2019/2020. Þetta er því þriðja árið í röð sem leikmaður City vinnur verðlauninn en Ruben Dias fékk þessa viðurkenningu í fyrra.
Þá var Phil Foden, leikmaður Manchester City, valinn besti ungi leikmaður tímabilsins. Þetta er annað árið í röð sem Foden vinnur þessi verðlaun en hann verður 21 árs á þessu ári. Allir leikmenn, 23 ára og yngri í upphafi tímabils geta unnið til þessa verðlauna.
Trent Alexander-Arnold, Mason Mount, Declan Rice, Aaron Ramsdale, Bukayo Saka, Conor Gallagher og Tyrick Mitchell voru allir, ásamt Foden, tilnefndir sem bestu ungu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar.