Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 20. maí 2022 18:14 Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöldfréttum förum við yfir gang meirihlutaviðræðna í Reykjavík eins og undanfarna daga, en ekki síður stöðuna um allt land, þar sem víðast hvar er kominn öllu meiri skriður á viðræður. Að auki er rætt við sómalska konu, sem vísa á úr landi á næstu dögum, sem segir brottvísunina ógna lífi sínu. Lögmaður hennar fordæmir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl. Stjórnvöld haldi því ranglega fram að konan og aðrir umbjóðendur hans hafi sjálf tafið afgreiðslu mála sinna. Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Sérfræðingur hefur þungar áhyggjur af lítilli fræðslu til foreldra um miðlanotkun barna, en lang flest börn tólf ára og eldri eru með aðgang að samskiptaforritinu Snapchat. Maður sem í gær var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot nálgaðist börn í gegnum forritið. Áhersla rússneska hersins er nú öll á aðra hluta Donbas-héraðanna í austurhluta Úkraínu, eftir að Úkraínuher beið endanlegan ósigur í Mariupol eftir langt umsátur. (lum) Í ljósi yfirvofandi stórsóknar hersins á stærra svæði hafa vestrænar þjóðir bætt enn í gífurleg fjárútlát til stuðnings Úkraínumönnum - þar á meðal boða Þjóðverjar afhendingu 15 skriðdreka til Úkraínu. Á sama tíma hafa Rússar skrúfað fyrir gasið til Finna í ljósi inngöngu þeirra í NATO. Talsmaður úkraínska varnarmálaráðuneytisins segir hörkuna í átökunum í Úkraínu færast í aukana. Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku. Rekstraraðilar Kolaportsins eru í óvissu með framtíðina eftir að tilkynnt var um byggingu nýs Listaháskóla í húsinu. Í bili er þetta veislusalur og það er nóg að gera. Elísabet Inga fréttamaður okkar kíkir í heimsókn og spáir í spilin. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Að auki er rætt við sómalska konu, sem vísa á úr landi á næstu dögum, sem segir brottvísunina ógna lífi sínu. Lögmaður hennar fordæmir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl. Stjórnvöld haldi því ranglega fram að konan og aðrir umbjóðendur hans hafi sjálf tafið afgreiðslu mála sinna. Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Sérfræðingur hefur þungar áhyggjur af lítilli fræðslu til foreldra um miðlanotkun barna, en lang flest börn tólf ára og eldri eru með aðgang að samskiptaforritinu Snapchat. Maður sem í gær var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot nálgaðist börn í gegnum forritið. Áhersla rússneska hersins er nú öll á aðra hluta Donbas-héraðanna í austurhluta Úkraínu, eftir að Úkraínuher beið endanlegan ósigur í Mariupol eftir langt umsátur. (lum) Í ljósi yfirvofandi stórsóknar hersins á stærra svæði hafa vestrænar þjóðir bætt enn í gífurleg fjárútlát til stuðnings Úkraínumönnum - þar á meðal boða Þjóðverjar afhendingu 15 skriðdreka til Úkraínu. Á sama tíma hafa Rússar skrúfað fyrir gasið til Finna í ljósi inngöngu þeirra í NATO. Talsmaður úkraínska varnarmálaráðuneytisins segir hörkuna í átökunum í Úkraínu færast í aukana. Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku. Rekstraraðilar Kolaportsins eru í óvissu með framtíðina eftir að tilkynnt var um byggingu nýs Listaháskóla í húsinu. Í bili er þetta veislusalur og það er nóg að gera. Elísabet Inga fréttamaður okkar kíkir í heimsókn og spáir í spilin.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira