Enn hætta á stórum skjálfta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2022 15:35 Skjálftavirkni á Reykjanesi hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu Almannavarna af tilefni þess að Vísindaráð almannavarna fundaði í gær vegna skjálftavirkni á Reykjanesskaga og þeirra hreyfinga sem þar hafa mælst. Um 3.800 skjálftar hafa mælst við Þorbjörn undanfarna viku. „Samkvæmt GPS mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum mælast færslur á yfirborði jarðar sem benda til kvikusöfnunar með miðju skammt norðvestan Þorbjarnar. Þenslan byrjaði rólega um mánaðarmótin apríl/maí en er hraðari núna. Líkanagerð af færslunum bendir til að kvika safnist fyrir á 4-5 km dýpi og er að myndast innskot (silla) en það gerðist einnig þrisvar sinnum árið 2020,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík á morgun klukkan 19:30 vegna óvissustigs sem lýst var yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar. Í tilkynningu almannavarna er minnt á að í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall hafi verið varað við að skjálfti allt að 6,5 að stærð gæti orðið í Brennisteinsfjöllum, sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Grannt er fylgst með svæðinu.Vísir/Vilhelm. „Sú hætta er enn fyrir hendi. Líklegt er að slíkum skjálfta myndi fylgja grjóthrun í bröttum hlíðum og hugsanlega minniháttar skemmdir á innanstokksmunum í allt að 25 km fjarlægð frá upptökunum. Almennt getur skjálftavirkni verið hrinukennd á meðan kvika er að safnast saman í jarðskorpunni vegna þrýstings frá kvikusöfnun.“ Ítrekað er að mjög vel sé fylgst með umræddu svæði og að vísindamenn séu að meta hvort að mælanet á svæðinu sé ásættanlegt. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna. 16. maí 2022 07:28 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. 15. maí 2022 21:59 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu Almannavarna af tilefni þess að Vísindaráð almannavarna fundaði í gær vegna skjálftavirkni á Reykjanesskaga og þeirra hreyfinga sem þar hafa mælst. Um 3.800 skjálftar hafa mælst við Þorbjörn undanfarna viku. „Samkvæmt GPS mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum mælast færslur á yfirborði jarðar sem benda til kvikusöfnunar með miðju skammt norðvestan Þorbjarnar. Þenslan byrjaði rólega um mánaðarmótin apríl/maí en er hraðari núna. Líkanagerð af færslunum bendir til að kvika safnist fyrir á 4-5 km dýpi og er að myndast innskot (silla) en það gerðist einnig þrisvar sinnum árið 2020,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík á morgun klukkan 19:30 vegna óvissustigs sem lýst var yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar. Í tilkynningu almannavarna er minnt á að í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall hafi verið varað við að skjálfti allt að 6,5 að stærð gæti orðið í Brennisteinsfjöllum, sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Grannt er fylgst með svæðinu.Vísir/Vilhelm. „Sú hætta er enn fyrir hendi. Líklegt er að slíkum skjálfta myndi fylgja grjóthrun í bröttum hlíðum og hugsanlega minniháttar skemmdir á innanstokksmunum í allt að 25 km fjarlægð frá upptökunum. Almennt getur skjálftavirkni verið hrinukennd á meðan kvika er að safnast saman í jarðskorpunni vegna þrýstings frá kvikusöfnun.“ Ítrekað er að mjög vel sé fylgst með umræddu svæði og að vísindamenn séu að meta hvort að mælanet á svæðinu sé ásættanlegt.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna. 16. maí 2022 07:28 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. 15. maí 2022 21:59 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna. 16. maí 2022 07:28
Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. 15. maí 2022 21:59
Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49
Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24