Segir umgjörðina og aðstöðuna hjá Breiðabliki betri en hjá Frankfurt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2022 15:31 Blikarnir Alexandra Jóhannsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir voru gestir í Bestu upphituninni. stöð 2 sport Breiðabliksþema var í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna sem hefst á morgun. Blikarnir Ásta Eir Árnadóttir og Alexandra Jóhannsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur. Breiðablik fékk Alexöndru á láni frá Frankfurt í síðustu viku og hún verður hjá Blikum fram að Evrópumótinu í júlí. Alexandra lék sinn fyrsta leik eftir heimkomuna á föstudaginn og var ekki lengi að stimpla sig inn. Hún kom Blikum á bragðið eftir fimm mínútur í 0-4 sigri á KR-ingum á Meistaravöllum. Alexandra lék með Breiðabliki á árunum 2018-20 og vildi snúa aftur til liðsins til að komast í betri leikæfingu fyrir EM. „Ég vissi og var búin að heyra af því að ég þyrfti að spila meira. Það var ekkert mikið í boði og mér fannst þetta góður kostur, að koma heim í umhverfi sem ég þekki, með stelpum sem ég þekki og fá vonandi mínútur,“ sagði Alexandra og bætti við að landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefði viljað sjá hana spila meira. Miklar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá síðasta tímabili. Sterkir leikmenn eins og Agla María Albertsdóttir eru horfnar á braut en Blikar hafa fyllt í skörðin bæði með íslenskum og erlendum leikmönnum. „Við erum með marga nýja leikmenn sem hafa verið að týnast inn með vorinu. Auðvitað eru þetta miklar breytingar á hópnum en mjög jákvæðar breytingar, að fá ný andlit. Þetta hefur gengið vel en auðvitað tekur tíma að púsla saman nýju liði. En hingað til hefur þetta gengið vel,“ sagði Ásta. Klippa: Besta upphitunin fyrir 5. umferð Leikmannahópur Breiðabliks hefur ekki bara tekið breytingum heldur fengu Blikar nýjan þjálfara í haust þegar Ásmundur Arnarsson tók við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni. Þar áður hafði Þorsteinn Halldórsson stýrt Breiðabliki í sex ár. Þrátt fyrir þjálfaraskiptin halda Blikar alltaf í sín Breiðablikseinkenni eins og Helena sagði. „Við misstum ekkert alla leikmennina okkar. Við héldum góðum kjarna sem hefur spilað lengi saman. Við í kjarnanum erum allar miklir sigurvegarar. Menningin í Breiðabliki helst alltaf sú sama þótt hópurinn breytist. Leikmennirnir halda menningunni gangandi með því að ná í góð úrslit og spila vel. Þjálfararnir segja sitt en við spilum leikina,“ sagði Ásta. Alexandra segir að umgjörðin og aðstaðan hjá Breiðabliki sé jafnvel betri en hjá stórliði Frankfurt. „Umgjörðin er fín en hún er frábær í Kópavogi. Þar er allt til alls. Ég gæti alveg trúað því að umgjörðin sé betri þar en úti,“ sagði Alexandra. „Við spilum á góðu grasi og æfingavöllurinn er góður en við keppum á einum stað og æfum á öðrum. Klefaaðstaðan er miklu betri í Kópavogi.“ Upphitunarþáttinn fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 5. umferð Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Breiðablik fékk Alexöndru á láni frá Frankfurt í síðustu viku og hún verður hjá Blikum fram að Evrópumótinu í júlí. Alexandra lék sinn fyrsta leik eftir heimkomuna á föstudaginn og var ekki lengi að stimpla sig inn. Hún kom Blikum á bragðið eftir fimm mínútur í 0-4 sigri á KR-ingum á Meistaravöllum. Alexandra lék með Breiðabliki á árunum 2018-20 og vildi snúa aftur til liðsins til að komast í betri leikæfingu fyrir EM. „Ég vissi og var búin að heyra af því að ég þyrfti að spila meira. Það var ekkert mikið í boði og mér fannst þetta góður kostur, að koma heim í umhverfi sem ég þekki, með stelpum sem ég þekki og fá vonandi mínútur,“ sagði Alexandra og bætti við að landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefði viljað sjá hana spila meira. Miklar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá síðasta tímabili. Sterkir leikmenn eins og Agla María Albertsdóttir eru horfnar á braut en Blikar hafa fyllt í skörðin bæði með íslenskum og erlendum leikmönnum. „Við erum með marga nýja leikmenn sem hafa verið að týnast inn með vorinu. Auðvitað eru þetta miklar breytingar á hópnum en mjög jákvæðar breytingar, að fá ný andlit. Þetta hefur gengið vel en auðvitað tekur tíma að púsla saman nýju liði. En hingað til hefur þetta gengið vel,“ sagði Ásta. Klippa: Besta upphitunin fyrir 5. umferð Leikmannahópur Breiðabliks hefur ekki bara tekið breytingum heldur fengu Blikar nýjan þjálfara í haust þegar Ásmundur Arnarsson tók við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni. Þar áður hafði Þorsteinn Halldórsson stýrt Breiðabliki í sex ár. Þrátt fyrir þjálfaraskiptin halda Blikar alltaf í sín Breiðablikseinkenni eins og Helena sagði. „Við misstum ekkert alla leikmennina okkar. Við héldum góðum kjarna sem hefur spilað lengi saman. Við í kjarnanum erum allar miklir sigurvegarar. Menningin í Breiðabliki helst alltaf sú sama þótt hópurinn breytist. Leikmennirnir halda menningunni gangandi með því að ná í góð úrslit og spila vel. Þjálfararnir segja sitt en við spilum leikina,“ sagði Ásta. Alexandra segir að umgjörðin og aðstaðan hjá Breiðabliki sé jafnvel betri en hjá stórliði Frankfurt. „Umgjörðin er fín en hún er frábær í Kópavogi. Þar er allt til alls. Ég gæti alveg trúað því að umgjörðin sé betri þar en úti,“ sagði Alexandra. „Við spilum á góðu grasi og æfingavöllurinn er góður en við keppum á einum stað og æfum á öðrum. Klefaaðstaðan er miklu betri í Kópavogi.“ Upphitunarþáttinn fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 5. umferð
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð