Guðrún Brá sótti milljón til Taílands Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 15:01 Guðrún Brá Björgvinsdóttir fer næst til Frakklands eftir mótið í Taílandi. Getty/Charles McQuillan Guðrún Brá Björgvinsdóttir uppskar tæplega eina milljón króna á stóru golfmóti í Taílandi um helgina. Fyrst var keppt í liðakeppni þar sem Guðrún lék með kylfingum frá Svíþjóð og Noregi auk áhugakylfings frá Bandaríkjunum. Þær enduðu í 10. sæti og það skilaði Guðrúnu 5.358 evrum eða um 750.000 krónum. Guðrún tók svo skorið sitt með áfram í einstaklingskeppnina sem lauk á laugardag og endaði í 55.-57. sæti sem skilaði henni 230.000 krónum til viðbótar. Guðrún var í 33. sæti fyrir þriðja og síðasta hringinn en þar fóru fyrstu tvær holurnar illa með hana. Fyrst fékk hún fjórfaldan skolla og svo tvöfaldan skolla en hún lék hringinn samtals á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún hafði leikið fyrsta hring á 74 höggum og annan hring á 71 höggi, og var því samtals á átta höggum yfir pari. Manon De Roey frá Belgíu vann einstaklingskeppnina með frábærum lokahring sem hún fór á 66 höggum. Hún endaði á samtals 13 höggum undir pari, þremur höggum fyrir ofan Johönnu Gustavsson frá Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Ladies European Tour (@letgolf) De Roey fékk að launum 71.857 evrur, eða jafnvirði rúmlega 10 milljóna króna, fyrir sigurinn í einstaklingskeppninni og hafði áður fengið 915.000 krónur fyrir að lenda í 6. sæti í liðakeppninni. Keppni á Evrópumótaröðinni færist nú til Frakklands þar sem næsta mót hefst á fimmtudaginn. Guðrún Brá verður þar á meðal keppenda sem og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem snýr aftur til keppni eftir að hafa eignast son á síðasta ári. Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fyrst var keppt í liðakeppni þar sem Guðrún lék með kylfingum frá Svíþjóð og Noregi auk áhugakylfings frá Bandaríkjunum. Þær enduðu í 10. sæti og það skilaði Guðrúnu 5.358 evrum eða um 750.000 krónum. Guðrún tók svo skorið sitt með áfram í einstaklingskeppnina sem lauk á laugardag og endaði í 55.-57. sæti sem skilaði henni 230.000 krónum til viðbótar. Guðrún var í 33. sæti fyrir þriðja og síðasta hringinn en þar fóru fyrstu tvær holurnar illa með hana. Fyrst fékk hún fjórfaldan skolla og svo tvöfaldan skolla en hún lék hringinn samtals á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún hafði leikið fyrsta hring á 74 höggum og annan hring á 71 höggi, og var því samtals á átta höggum yfir pari. Manon De Roey frá Belgíu vann einstaklingskeppnina með frábærum lokahring sem hún fór á 66 höggum. Hún endaði á samtals 13 höggum undir pari, þremur höggum fyrir ofan Johönnu Gustavsson frá Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Ladies European Tour (@letgolf) De Roey fékk að launum 71.857 evrur, eða jafnvirði rúmlega 10 milljóna króna, fyrir sigurinn í einstaklingskeppninni og hafði áður fengið 915.000 krónur fyrir að lenda í 6. sæti í liðakeppninni. Keppni á Evrópumótaröðinni færist nú til Frakklands þar sem næsta mót hefst á fimmtudaginn. Guðrún Brá verður þar á meðal keppenda sem og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem snýr aftur til keppni eftir að hafa eignast son á síðasta ári.
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira